ASÍ vill að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá verulegan stuðning úr ríkissjóði

Alþýðusambandið kynnti í dag tillögur sem það kallar „réttu leiðina“ úr úr COVID-19 kreppunni. ASÍ telur stjórnvöld eiga að grípa til bráðaaðgerða að verja afkomu almennings og setja stóraukin skilyrði fyrir ríkisstuðningi til fyrirtækja.

Drífa Snædal forseti ASÍ á blaðamannafundinum í dag.
Drífa Snædal forseti ASÍ á blaðamannafundinum í dag.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Ís­lands vill að íslenska ríkið eign­ist hlut í öllum þeim fyr­ir­tækjum sem fá ­meira en 100 millj­ónir króna í stuðn­ing frá rík­inu vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Einnig vill sam­bandið að fyr­ir­tæki verði til fram­tíðar skyldug til þess að eiga ­fyrir launa­greiðslum til þriggja mán­aða, áður en þau geti greitt út arð, óum­samda ­kaupauka eða keypt eigin hluta­bréf.

Þetta er á með­al­ þess sem kom fram á blaða­manna­fundi Alþýðu­sam­bands­ins í dag, þar sem þær aðgerð­ir ­sem sam­bandið telur „réttu leið­ina“ í efna­hags­málum á tímum yfir­vof­andi kreppu og til fram­tíðar voru kynntar af Drífu Snæ­dal for­seta ASÍ og Krist­jáni Þórð­i Snæ­bjarn­ar­syni 1. vara­for­seta sam­bands­ins.

Alþýðu­sam­bandið seg­ir réttu leið­ina út úr kreppu vera að tryggja afkomu fólks og verja heim­ilin og legg­ur til nokkurn fjölda aðgerða sem hægt væri að grípa til strax í þessu skyni.

Auglýsing

Þannig vill sam­band­ið ­meðal ann­ars að ákvæði um hluta­bætur verði virkt „þar til þess er ekki leng­ur þörf“ og að komið verði til móts við for­eldra ungra barna sem hafa þurft að vera frá vinnu vegna skerts leik­skóla- og skóla­halds.

Þá vill ASÍ að grunnatvinnu­leys­is­bætur verði hækk­aðar í 335 þús­und krónur þegar í stað og greiðslu­frestir lána fólks sem verður fyrir afkomu­bresti verði tryggðir og láns­tím­inn lengdur sem þeim nemi. Einnig leggur ASÍ til að komið verði í veg ­fyrir að lán­tak­endur hús­næð­is­lána og leigj­endur greiði kostnað vegna mögu­legrar verð­bólgu, með því að frysta teng­ingu við vísi­tölu.

Til við­bótar legg­ur ASÍ til að leigj­endur sem hafi orðið fyrir miklu tekju­falli öðlist tíma­bund­inn rétt til hærri húsa­leigu­bóta, náms­menn sem ekki fái sum­ar­störf fái atvinnu­leys­is­bæt­ur og að fram­færsla útlend­inga á íslenskum vinnu­mark­aði sem falla utan kerf­is verði tryggð.

Laun æðstu ­stjórn­enda verði að hámarki þre­föld með­al­laun

Alþýðu­sam­band­ið vill að „skýr skil­yrði“ verði sett fyrir öllum opin­berum stuðn­ingi við ­fyr­ir­tæki í gegnum krepp­una. Eitt skil­yrð­anna sem ASÍ nefnir er að laun æðstu ­stjórn­enda fyr­ir­tækis verði ekki hærri en sem nemur þre­földum með­al­heild­ar­laun­um í land­inu, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar.

Einnig vill ASÍ að fyr­ir­tæki sýni fram á að þau fylgi kjara­samn­ing­um, hafi ekki gerst sek um ­launa­þjófnað og stundi ekki félags­leg und­ir­boð. Þá vill ASÍ að eig­end­ur ­fyr­ir­tækja hafi þegar nýtt eigin bjargir og að tryggt sé að stuðn­ingur rík­is­ins nýt­ist til að við­halda störfum og skapa ný.

Að auki vill ASÍ, eins og áður sagði, að ef að opin­ber stuðn­ingur við fyr­ir­tæki nemi 100 millj­ón­um króna eða meira eign­ist ríkið hlut í við­kom­andi fyr­ir­tæki, til sam­ræmis við fram­lag sitt.

Gera kröfu um að verka­lýðs­hreyf­ingin verði við borðið

Í ítar­legum bæk­lingi frá ASÍ, þar sem farið er yfir þessar til­lögur sem nefndar eru að ofan og fleiri, segir að verka­lýðs­hreyf­ingin geri kröfu um að vera „beinn þátt­tak­andi í öllum ákvörð­unum sem hafa áhrif á vinnu­markað og sem varða fram­tíð og afkomu ­launa­fólks.“

„Séu ákvarð­an­ir um atvinnu­upp­bygg­ingu og félags­legar aðgerðir teknar án sam­ráðs og án þeirr­ar ­reynslu sem í hreyf­ing­unni býr er hætt við að þær dugi ekki til fram­tíð­ar­. ­Sam­tök sem starfa í þágu almanna­heilla og gæta rétt­inda við­kvæmra hópa eiga einnig rétt á að taka þátt í ákvarð­ana­töku sem þau varða,“ segir í bæk­lingn­um.

Drífa Snæ­dal sagð­i á fund­inum í dag að í þessum til­lögum ASÍ væri sótt til stefnu sam­bands­ins í gegnum tíð­ina, reynsl­unnar frá síð­ustu kreppu, en ekki síður í alþjóð­aum­hverf­ið, bæði til alþjóð­legu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og umræðu sem hefði átt sér stað á vett­vangi stofn­ana á borð við OECD og Alþjóða­bank­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent