Eigendur Samherja færa eignarhaldið til barna sinna

Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson fara að mestu út úr eigendahópi Samherja. Þeir hafa, ásamt fyrrverandi eiginkonu Þorsteins, gefið börnunum sínum þorra samstæðunnar.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og hafa verið helstu eigendur Samherja.
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og hafa verið helstu eigendur Samherja.
Auglýsing

Aðaleigendur Samherja, fyrrverandi hjónin Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, og Kristján Vilhelmsson hafa ákveðið að framselja hlutabréfaeign sína til barna sinna. Fyrir þá breytingu áttu þau þrjú samanlagt 86,5 prósent hlut í Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, en eftir hana munu þau eiga tvö prósent. 

Samherjasamstæðan, sem samanstendur að Samherja hf. og Samherja Holding, átti eigið fé upp á 111 milljarða króna í lok árs 2018 og það hefur án efa aukist í fyrra, sem var gjöfult ár í íslenskum sjávarútvegi. Breytingarnar varða einungis hlutabréf í Samherja hf. 

Frá þessu er greint á heimasíðu Samherja. Þar segir að stærstu hluthafar verði nú Baldvin og Katla Þorsteinsbörn, sem munu fara samanlagt með um 43,0 prósent hlut í Samherja og Dagný Linda , Halldór Örn, Kristján Bjarni og Katrín Kristjánsbörn, sem munu fara samanlagt með um 41,5 prósent hlutafjár. „Undirbúningur þessara breytinga á eignarhaldi hefur staðið undanfarin tvö ár en áformin og framkvæmd þeirra voru formlega kynnt í stjórn félagsins á miðju ári 2019, samkvæmt heimasíðunni. Með þessum hætti vilja stofnendur Samherja treysta og viðhalda þeim  mikilvægu fjölskyldutengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið hornsteinn í rekstrinum.

Auglýsing

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri munu áfram gegna störfum sínum hjá Samherja. Á heimasíðunni er haft eftir þeim að þeir hafi fullan metnað til að taka þátt í áframhaldandi rekstri Samherja. „Félagið á mikla og bjarta framtíð fyrir sér og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Starfsfólk okkar hefur sýnt eigendum og félaginu einstakt traust í áratugi og lagt grunn að þeim stöðugleika sem er lykilatriði í starfseminni. Nú fáum við nýja kynslóð til liðs við okkur. Við fáum tækifæri til að halda áfram að skapa verðmæti með fullnýtingu hráefnis, veita vinnu og starfsöryggi og tryggja enn frekar þau mikilvægu gildi um sjálfbærni og vandaða umgengni um auðlindina sem verið hefur stefna Samherja frá upphafi.“ 

Skipt upp í tvennt 2018

Samherja var skipt upp í tvö fyrirtæki á árinu 2018. Það var samþykkt 11. maí 2018 á hluthafafundi og skiptingin látin miða við 30. september 2017. 

Eftir það er þorri inn­­­lendrar starf­­sem­i Samherja og starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­sem­i og hluti af fjár­fest­ing­ar­starf­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Holding ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­ur­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­fest­inga­­fé­lagi á Ísland­i. 

Inni í þeim hluta er líka fjárfestingafélagið Sæból, sem hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótturfélög, Esju Shipping Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heimilisfesti á Kýpur. Þau félög héldu meðal annars utan um veiðar Samherja í Namibíu, þar sem samstæðan og stjórnendur hennar eru nú grunaðir um að hafa greitt mútur til að komast yfir ódýran kvóta. 

Auk þess er uppi rökstuddur grunur, eftir ítarlega opinberum Kveiks og Stundarinnar í nóvember í fyrra, um að Samherji hafi stundað umfangsmikla skattasniðgöngu í gegnum Kýpur og aflandsfélög og peningaþvætti á fjármagni sem endaði inn á reikningum norska bankans DNB. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent