Eigendur Samherja færa eignarhaldið til barna sinna

Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson fara að mestu út úr eigendahópi Samherja. Þeir hafa, ásamt fyrrverandi eiginkonu Þorsteins, gefið börnunum sínum þorra samstæðunnar.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og hafa verið helstu eigendur Samherja.
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og hafa verið helstu eigendur Samherja.
Auglýsing

Aðal­eig­endur Sam­herja, fyrr­ver­andi hjónin Þor­steinn Már Bald­vins­son og Helga S. Guð­munds­dótt­ir, og Krist­ján Vil­helms­son hafa ákveðið að fram­selja hluta­bréfa­eign sína til barna sinna. Fyrir þá breyt­ingu áttu þau þrjú sam­an­lagt 86,5 pró­sent hlut í Sam­herja, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, en eftir hana munu þau eiga tvö pró­sent. 

Sam­herj­a­sam­stæð­an, sem sam­anstendur að Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing, átti eigið fé upp á 111 millj­arða króna í lok árs 2018 og það hefur án efa auk­ist í fyrra, sem var gjöf­ult ár í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Breyt­ing­arnar varða ein­ungis hluta­bréf í Sam­herja hf. 

Frá þessu er greint á heima­síðu Sam­herja. Þar segir að stærstu hlut­hafar verði nú Bald­vin og Katla Þor­steins­börn, sem munu fara sam­an­lagt með um 43,0 pró­sent hlut í Sam­herja og Dagný Linda , Hall­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín Krist­jáns­börn, sem munu fara sam­an­lagt með um 41,5 pró­sent hluta­fjár. „Und­ir­bún­ingur þess­ara breyt­inga á eign­ar­haldi hefur staðið und­an­farin tvö ár en áformin og fram­kvæmd þeirra voru form­lega kynnt í stjórn félags­ins á miðju ári 2019, sam­kvæmt heima­síð­unni. Með þessum hætti vilja stofn­endur Sam­herja treysta og við­halda þeim  mik­il­vægu fjöl­skyldu­tengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið horn­steinn í rekstr­in­um.

Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri og Krist­ján Vil­helms­son útgerð­ar­stjóri munu áfram gegna störfum sínum hjá Sam­herja. Á heima­síð­unni er haft eftir þeim að þeir hafi fullan metnað til að ­taka þátt í áfram­hald­andi rekstri Sam­herja. „Fé­lagið á mikla og bjarta fram­tíð fyrir sér og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erf­ið­leika. Starfs­fólk okkar hefur sýnt eig­endum og félag­inu ein­stakt traust í ára­tugi og lagt grunn að þeim stöð­ug­leika sem er lyk­il­at­riði í starf­sem­inni. Nú fáum við nýja kyn­slóð til liðs við okk­ur. Við fáum tæki­færi til að halda áfram að skapa verð­mæti með full­nýt­ingu hrá­efn­is, veita vinnu og starfs­ör­yggi og tryggja enn frekar þau mik­il­vægu gildi um sjálf­bærni og vand­aða umgengni um auð­lind­ina sem verið hefur stefna Sam­herja frá upp­hafi.“ 

Skipt upp í tvennt 2018

Sam­herja var skipt upp í tvö fyr­ir­tæki á árinu 2018. Það var sam­þykkt 11. maí 2018 á hlut­hafa­fundi og skipt­ingin látin miða við 30. sept­em­ber 2017. 

Eftir það er þorri inn­­­­­lendrar starf­­­sem­i Sam­herja og starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­sem­i og hluti af fjár­­­fest­ing­­ar­­starf­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­ur­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagi á Ísland­i. 

Inni í þeim hluta er líka fjár­fest­inga­fé­lagið Sæból, sem hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­ur­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­festi á Kýp­ur. Þau félög héldu meðal ann­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­íu, þar sem sam­stæðan og stjórn­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­ast yfir ódýran kvóta. 

Auk þess er uppi rök­studdur grun­ur, eftir ítar­lega opin­berum Kveiks og Stund­ar­innar í nóv­em­ber í fyrra, um að Sam­herji hafi stundað umfangs­mikla skatta­snið­göngu í gegnum Kýpur og aflands­fé­lög og pen­inga­þvætti á fjár­magni sem end­aði inn á reikn­ingum norska bank­ans DNB. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent