Eigendur Samherja færa eignarhaldið til barna sinna

Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson fara að mestu út úr eigendahópi Samherja. Þeir hafa, ásamt fyrrverandi eiginkonu Þorsteins, gefið börnunum sínum þorra samstæðunnar.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og hafa verið helstu eigendur Samherja.
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og hafa verið helstu eigendur Samherja.
Auglýsing

Aðal­eig­endur Sam­herja, fyrr­ver­andi hjónin Þor­steinn Már Bald­vins­son og Helga S. Guð­munds­dótt­ir, og Krist­ján Vil­helms­son hafa ákveðið að fram­selja hluta­bréfa­eign sína til barna sinna. Fyrir þá breyt­ingu áttu þau þrjú sam­an­lagt 86,5 pró­sent hlut í Sam­herja, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, en eftir hana munu þau eiga tvö pró­sent. 

Sam­herj­a­sam­stæð­an, sem sam­anstendur að Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing, átti eigið fé upp á 111 millj­arða króna í lok árs 2018 og það hefur án efa auk­ist í fyrra, sem var gjöf­ult ár í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Breyt­ing­arnar varða ein­ungis hluta­bréf í Sam­herja hf. 

Frá þessu er greint á heima­síðu Sam­herja. Þar segir að stærstu hlut­hafar verði nú Bald­vin og Katla Þor­steins­börn, sem munu fara sam­an­lagt með um 43,0 pró­sent hlut í Sam­herja og Dagný Linda , Hall­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín Krist­jáns­börn, sem munu fara sam­an­lagt með um 41,5 pró­sent hluta­fjár. „Und­ir­bún­ingur þess­ara breyt­inga á eign­ar­haldi hefur staðið und­an­farin tvö ár en áformin og fram­kvæmd þeirra voru form­lega kynnt í stjórn félags­ins á miðju ári 2019, sam­kvæmt heima­síð­unni. Með þessum hætti vilja stofn­endur Sam­herja treysta og við­halda þeim  mik­il­vægu fjöl­skyldu­tengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið horn­steinn í rekstr­in­um.

Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri og Krist­ján Vil­helms­son útgerð­ar­stjóri munu áfram gegna störfum sínum hjá Sam­herja. Á heima­síð­unni er haft eftir þeim að þeir hafi fullan metnað til að ­taka þátt í áfram­hald­andi rekstri Sam­herja. „Fé­lagið á mikla og bjarta fram­tíð fyrir sér og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erf­ið­leika. Starfs­fólk okkar hefur sýnt eig­endum og félag­inu ein­stakt traust í ára­tugi og lagt grunn að þeim stöð­ug­leika sem er lyk­il­at­riði í starf­sem­inni. Nú fáum við nýja kyn­slóð til liðs við okk­ur. Við fáum tæki­færi til að halda áfram að skapa verð­mæti með full­nýt­ingu hrá­efn­is, veita vinnu og starfs­ör­yggi og tryggja enn frekar þau mik­il­vægu gildi um sjálf­bærni og vand­aða umgengni um auð­lind­ina sem verið hefur stefna Sam­herja frá upp­hafi.“ 

Skipt upp í tvennt 2018

Sam­herja var skipt upp í tvö fyr­ir­tæki á árinu 2018. Það var sam­þykkt 11. maí 2018 á hlut­hafa­fundi og skipt­ingin látin miða við 30. sept­em­ber 2017. 

Eftir það er þorri inn­­­­­lendrar starf­­­sem­i Sam­herja og starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­sem­i og hluti af fjár­­­fest­ing­­ar­­starf­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­ur­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagi á Ísland­i. 

Inni í þeim hluta er líka fjár­fest­inga­fé­lagið Sæból, sem hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­ur­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­festi á Kýp­ur. Þau félög héldu meðal ann­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­íu, þar sem sam­stæðan og stjórn­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­ast yfir ódýran kvóta. 

Auk þess er uppi rök­studdur grun­ur, eftir ítar­lega opin­berum Kveiks og Stund­ar­innar í nóv­em­ber í fyrra, um að Sam­herji hafi stundað umfangs­mikla skatta­snið­göngu í gegnum Kýpur og aflands­fé­lög og pen­inga­þvætti á fjár­magni sem end­aði inn á reikn­ingum norska bank­ans DNB. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent