Telur stjórn Arion banka vera að koma upp „veglegu kaupréttarkerfi“ fyrir starfsmenn

Lífeyrissjóðurinn Gildi, þriðji stærsti eigandi Arion banka, telur stjórn bankans vera að setja upp „ígildi veglegs kaupréttarkerfis fyrir starfsmenn sem þræðir markalínur þeirra laga og reglna sem gilda um takmarkanir á árangurstengdum greiðslum.“

Brynjólfur Bjarnason er stjórnarformaður Arion banka.
Brynjólfur Bjarnason er stjórnarformaður Arion banka.
Auglýsing

Á fram­halds­að­al­fundi í Arion banka, sem fór fram í gær, bókaði líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, þriðji stærsti eig­andi bank­ans með 9,6 pró­sent eign­ar­hlut, sér­stök and­mæli vegna afgreiðslu stjórnar bank­ans á tillgöu um að heim­ila útgáfu áskrift­ar­rétt­inda að hluta­bréfum í Arion banka.

Gildi telur heim­ild­ina fela „fyrst og fremst í sér mögu­leika á því að koma á fót ígildi veg­legs kaup­rétt­ar­kerfis fyrir starfs­menn sem þræðir marka­línur þeirra laga og reglna sem gilda um tak­mark­anir á árang­urstengdum greiðslum hjá starfs­mönnum fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Til­lagan var sam­þykkt á aðal­fundi Arion banka 17. mars síð­ast­lið­inn. Í henni felst að stjórn bank­ans er veitt heim­ild á næstu tveimur árum til að gefa út áskrift­ar­rétt­indi fyrtir allt að 54 miljón nýjum hlutum í félag­inu. Á næstu fimm árum er henni jafn­framt heim­ilt að fram­kvæma nauð­syn­lega hluta­fjár­hækkun í tengslum við nýt­ingu rétt­ind­anna. Miðað við gengi bréfa í Arion banka í dag, sem er 59 krónur á hlut, er virði 54 milljón hluta í bank­anum tæp­lega 3,2 millj­arðar króna.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni sagði: „Stjórn ákveður hverjir fái rétti til að taka þátt í útboði þess­ara rétt­inda. Hvorki hlut­hafar né aðrir skulu njóta for­gangs­réttar til áskrift­ar­rétt­ind­anna né hluta sem gefnir eru út í tengslum við nýt­ingu þeirra. Stjórn ákveður end­an­legt sölu­verð áskrift­ar­rétt­ind­anna á grund­velli áskrift­ar­söfn­unar í lok­uðu útboði og nán­ari skil­mála þeirra.“

Fyrst felld en svo sam­þykkt

Á aðal­fund­inum var kosið um til­lög­una en hún náði ekki nægj­an­legum stuðn­ingi, ⅔ atkvæða hlut­hafa, til að vera sam­þykkt, og var hún því felld. 

Auglýsing
Þann 4. maí sendi Árni Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Gild­is, bréf á Brynjólf Bjarna­son, stjórn­ar­for­mann Arion banka, þar sem hann gerði til­lög­una að umtals­efni og benti á að þrátt fyrir að hún hafi verið felld á aðal­fund­inum hafi Arion banki upp­lýst um það þegar til­kynnt var um nið­ur­stöðu fund­ar­ins í kaup­höll síðar sama dag og aðal­fund­ur­inn fór fram, 17. mars, hafi verið sagt að til­lagan hafi verið sam­þykkt. Í fund­ar­gerð segir að ekki hafi öll atkvæði skilað sér inn og mann­leg mis­tök orðið til þess að þau hafi ekki öll verið tal­in. Hið rétta hafi verið að 80,8 pró­sent greiddra atkvæða hafi sam­þykkt til­lög­una. 

Gildi telur að til­lagan hafi verið felld vegna þess að funda­stjóri hafi úrskurðað um það á fund­in­um. Engin heim­ild hafi verið til að end­ur­skoða þá nið­ur­stöðu eftir á. 

Til að leysa þetta mál vildi Gildi að til­lag­ana yrði borin upp á nýjan leik til atkvæða­greiðslu á fram­halds­að­al­fundi sem fór fram í gær. 14. maí.  Áður en gengið yrði til atkvæða vildi Gildi fá að vita hverjir væru ætl­aðir skil­málar áskrift­ar­rétt­inda og hvað væri áætlað að stórum hluta heim­ild­ar­innar yrði úthlutað til stjórn­enda Arion banka.  

Kaupauka­kerfi sem „þræðir marklín­ur“ laga og reglna

Stjórn Arion banka svar­aði erind­inu 11. maí. Og hafn­aði því. Enn fremur svar­aði stjórn Arion banka ekki spurn­ingum Gild­is. ­Gildi telur það ekki eiga sér neina stoð í lögum að gera það. 

Á fram­halds­að­al­fund­inum í gær, sem var aðal­lega hald­inn til að fresta ætl­aðri tíu millj­arða króna arð­greiðslu sem bank­inn hafði ætlað að greiða hlut­höfum sínum áður en að COVID-19 skall á af fullum þunga, lagði Gildi fram bókum þar sem sjóð­ur­inn sagði að stjórn Arion banka hafi borið að setja málið á dag­skrá. „Af­staða stjórnar til til­tek­inna mál­efna geta ekki ráðið því hvaða mál hlut­hafar taka til umfjöll­un­ar, enda engar slíkar tak­mark­anir á rétti hlut­hafa til að setja mál á dag­skrá. Áskilur sjóð­ur­inn sér rétt til þess að grípa til við­eig­andi aðgerða af þessu til­efni, sem geta m.a. falið í sér kröfu um boðun nýs hlut­hafa­fundar þar sem mál­efnið verði sett á dag­skrá.“

Í bók­un­inni segir enn fremur að það valdi „raunar áhyggjum að óskað hafi verið eftir heim­ild af þessu tagi á aðal­fundi félags­ins. Að mati Gildis felur heim­ild sem þessi fyrst og fremst í sér mögu­leika á því að koma á fót ígildi veg­legs kaup­rétt­ar­kerfis fyrir starfs­menn sem þræðir marka­línur þeirra laga og reglna sem gilda um tak­mark­anir á árang­urstengdum greiðslum hjá starfs­mönnum fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent