Telur stjórn Arion banka vera að koma upp „veglegu kaupréttarkerfi“ fyrir starfsmenn

Lífeyrissjóðurinn Gildi, þriðji stærsti eigandi Arion banka, telur stjórn bankans vera að setja upp „ígildi veglegs kaupréttarkerfis fyrir starfsmenn sem þræðir markalínur þeirra laga og reglna sem gilda um takmarkanir á árangurstengdum greiðslum.“

Brynjólfur Bjarnason er stjórnarformaður Arion banka.
Brynjólfur Bjarnason er stjórnarformaður Arion banka.
Auglýsing

Á fram­halds­að­al­fundi í Arion banka, sem fór fram í gær, bókaði líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, þriðji stærsti eig­andi bank­ans með 9,6 pró­sent eign­ar­hlut, sér­stök and­mæli vegna afgreiðslu stjórnar bank­ans á tillgöu um að heim­ila útgáfu áskrift­ar­rétt­inda að hluta­bréfum í Arion banka.

Gildi telur heim­ild­ina fela „fyrst og fremst í sér mögu­leika á því að koma á fót ígildi veg­legs kaup­rétt­ar­kerfis fyrir starfs­menn sem þræðir marka­línur þeirra laga og reglna sem gilda um tak­mark­anir á árang­urstengdum greiðslum hjá starfs­mönnum fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Til­lagan var sam­þykkt á aðal­fundi Arion banka 17. mars síð­ast­lið­inn. Í henni felst að stjórn bank­ans er veitt heim­ild á næstu tveimur árum til að gefa út áskrift­ar­rétt­indi fyrtir allt að 54 miljón nýjum hlutum í félag­inu. Á næstu fimm árum er henni jafn­framt heim­ilt að fram­kvæma nauð­syn­lega hluta­fjár­hækkun í tengslum við nýt­ingu rétt­ind­anna. Miðað við gengi bréfa í Arion banka í dag, sem er 59 krónur á hlut, er virði 54 milljón hluta í bank­anum tæp­lega 3,2 millj­arðar króna.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni sagði: „Stjórn ákveður hverjir fái rétti til að taka þátt í útboði þess­ara rétt­inda. Hvorki hlut­hafar né aðrir skulu njóta for­gangs­réttar til áskrift­ar­rétt­ind­anna né hluta sem gefnir eru út í tengslum við nýt­ingu þeirra. Stjórn ákveður end­an­legt sölu­verð áskrift­ar­rétt­ind­anna á grund­velli áskrift­ar­söfn­unar í lok­uðu útboði og nán­ari skil­mála þeirra.“

Fyrst felld en svo sam­þykkt

Á aðal­fund­inum var kosið um til­lög­una en hún náði ekki nægj­an­legum stuðn­ingi, ⅔ atkvæða hlut­hafa, til að vera sam­þykkt, og var hún því felld. 

Auglýsing
Þann 4. maí sendi Árni Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Gild­is, bréf á Brynjólf Bjarna­son, stjórn­ar­for­mann Arion banka, þar sem hann gerði til­lög­una að umtals­efni og benti á að þrátt fyrir að hún hafi verið felld á aðal­fund­inum hafi Arion banki upp­lýst um það þegar til­kynnt var um nið­ur­stöðu fund­ar­ins í kaup­höll síðar sama dag og aðal­fund­ur­inn fór fram, 17. mars, hafi verið sagt að til­lagan hafi verið sam­þykkt. Í fund­ar­gerð segir að ekki hafi öll atkvæði skilað sér inn og mann­leg mis­tök orðið til þess að þau hafi ekki öll verið tal­in. Hið rétta hafi verið að 80,8 pró­sent greiddra atkvæða hafi sam­þykkt til­lög­una. 

Gildi telur að til­lagan hafi verið felld vegna þess að funda­stjóri hafi úrskurðað um það á fund­in­um. Engin heim­ild hafi verið til að end­ur­skoða þá nið­ur­stöðu eftir á. 

Til að leysa þetta mál vildi Gildi að til­lag­ana yrði borin upp á nýjan leik til atkvæða­greiðslu á fram­halds­að­al­fundi sem fór fram í gær. 14. maí.  Áður en gengið yrði til atkvæða vildi Gildi fá að vita hverjir væru ætl­aðir skil­málar áskrift­ar­rétt­inda og hvað væri áætlað að stórum hluta heim­ild­ar­innar yrði úthlutað til stjórn­enda Arion banka.  

Kaupauka­kerfi sem „þræðir marklín­ur“ laga og reglna

Stjórn Arion banka svar­aði erind­inu 11. maí. Og hafn­aði því. Enn fremur svar­aði stjórn Arion banka ekki spurn­ingum Gild­is. ­Gildi telur það ekki eiga sér neina stoð í lögum að gera það. 

Á fram­halds­að­al­fund­inum í gær, sem var aðal­lega hald­inn til að fresta ætl­aðri tíu millj­arða króna arð­greiðslu sem bank­inn hafði ætlað að greiða hlut­höfum sínum áður en að COVID-19 skall á af fullum þunga, lagði Gildi fram bókum þar sem sjóð­ur­inn sagði að stjórn Arion banka hafi borið að setja málið á dag­skrá. „Af­staða stjórnar til til­tek­inna mál­efna geta ekki ráðið því hvaða mál hlut­hafar taka til umfjöll­un­ar, enda engar slíkar tak­mark­anir á rétti hlut­hafa til að setja mál á dag­skrá. Áskilur sjóð­ur­inn sér rétt til þess að grípa til við­eig­andi aðgerða af þessu til­efni, sem geta m.a. falið í sér kröfu um boðun nýs hlut­hafa­fundar þar sem mál­efnið verði sett á dag­skrá.“

Í bók­un­inni segir enn fremur að það valdi „raunar áhyggjum að óskað hafi verið eftir heim­ild af þessu tagi á aðal­fundi félags­ins. Að mati Gildis felur heim­ild sem þessi fyrst og fremst í sér mögu­leika á því að koma á fót ígildi veg­legs kaup­rétt­ar­kerfis fyrir starfs­menn sem þræðir marka­línur þeirra laga og reglna sem gilda um tak­mark­anir á árang­urstengdum greiðslum hjá starfs­mönnum fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent