Telur stjórn Arion banka vera að koma upp „veglegu kaupréttarkerfi“ fyrir starfsmenn

Lífeyrissjóðurinn Gildi, þriðji stærsti eigandi Arion banka, telur stjórn bankans vera að setja upp „ígildi veglegs kaupréttarkerfis fyrir starfsmenn sem þræðir markalínur þeirra laga og reglna sem gilda um takmarkanir á árangurstengdum greiðslum.“

Brynjólfur Bjarnason er stjórnarformaður Arion banka.
Brynjólfur Bjarnason er stjórnarformaður Arion banka.
Auglýsing

Á fram­halds­að­al­fundi í Arion banka, sem fór fram í gær, bókaði líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, þriðji stærsti eig­andi bank­ans með 9,6 pró­sent eign­ar­hlut, sér­stök and­mæli vegna afgreiðslu stjórnar bank­ans á tillgöu um að heim­ila útgáfu áskrift­ar­rétt­inda að hluta­bréfum í Arion banka.

Gildi telur heim­ild­ina fela „fyrst og fremst í sér mögu­leika á því að koma á fót ígildi veg­legs kaup­rétt­ar­kerfis fyrir starfs­menn sem þræðir marka­línur þeirra laga og reglna sem gilda um tak­mark­anir á árang­urstengdum greiðslum hjá starfs­mönnum fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Til­lagan var sam­þykkt á aðal­fundi Arion banka 17. mars síð­ast­lið­inn. Í henni felst að stjórn bank­ans er veitt heim­ild á næstu tveimur árum til að gefa út áskrift­ar­rétt­indi fyrtir allt að 54 miljón nýjum hlutum í félag­inu. Á næstu fimm árum er henni jafn­framt heim­ilt að fram­kvæma nauð­syn­lega hluta­fjár­hækkun í tengslum við nýt­ingu rétt­ind­anna. Miðað við gengi bréfa í Arion banka í dag, sem er 59 krónur á hlut, er virði 54 milljón hluta í bank­anum tæp­lega 3,2 millj­arðar króna.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni sagði: „Stjórn ákveður hverjir fái rétti til að taka þátt í útboði þess­ara rétt­inda. Hvorki hlut­hafar né aðrir skulu njóta for­gangs­réttar til áskrift­ar­rétt­ind­anna né hluta sem gefnir eru út í tengslum við nýt­ingu þeirra. Stjórn ákveður end­an­legt sölu­verð áskrift­ar­rétt­ind­anna á grund­velli áskrift­ar­söfn­unar í lok­uðu útboði og nán­ari skil­mála þeirra.“

Fyrst felld en svo sam­þykkt

Á aðal­fund­inum var kosið um til­lög­una en hún náði ekki nægj­an­legum stuðn­ingi, ⅔ atkvæða hlut­hafa, til að vera sam­þykkt, og var hún því felld. 

Auglýsing
Þann 4. maí sendi Árni Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Gild­is, bréf á Brynjólf Bjarna­son, stjórn­ar­for­mann Arion banka, þar sem hann gerði til­lög­una að umtals­efni og benti á að þrátt fyrir að hún hafi verið felld á aðal­fund­inum hafi Arion banki upp­lýst um það þegar til­kynnt var um nið­ur­stöðu fund­ar­ins í kaup­höll síðar sama dag og aðal­fund­ur­inn fór fram, 17. mars, hafi verið sagt að til­lagan hafi verið sam­þykkt. Í fund­ar­gerð segir að ekki hafi öll atkvæði skilað sér inn og mann­leg mis­tök orðið til þess að þau hafi ekki öll verið tal­in. Hið rétta hafi verið að 80,8 pró­sent greiddra atkvæða hafi sam­þykkt til­lög­una. 

Gildi telur að til­lagan hafi verið felld vegna þess að funda­stjóri hafi úrskurðað um það á fund­in­um. Engin heim­ild hafi verið til að end­ur­skoða þá nið­ur­stöðu eftir á. 

Til að leysa þetta mál vildi Gildi að til­lag­ana yrði borin upp á nýjan leik til atkvæða­greiðslu á fram­halds­að­al­fundi sem fór fram í gær. 14. maí.  Áður en gengið yrði til atkvæða vildi Gildi fá að vita hverjir væru ætl­aðir skil­málar áskrift­ar­rétt­inda og hvað væri áætlað að stórum hluta heim­ild­ar­innar yrði úthlutað til stjórn­enda Arion banka.  

Kaupauka­kerfi sem „þræðir marklín­ur“ laga og reglna

Stjórn Arion banka svar­aði erind­inu 11. maí. Og hafn­aði því. Enn fremur svar­aði stjórn Arion banka ekki spurn­ingum Gild­is. ­Gildi telur það ekki eiga sér neina stoð í lögum að gera það. 

Á fram­halds­að­al­fund­inum í gær, sem var aðal­lega hald­inn til að fresta ætl­aðri tíu millj­arða króna arð­greiðslu sem bank­inn hafði ætlað að greiða hlut­höfum sínum áður en að COVID-19 skall á af fullum þunga, lagði Gildi fram bókum þar sem sjóð­ur­inn sagði að stjórn Arion banka hafi borið að setja málið á dag­skrá. „Af­staða stjórnar til til­tek­inna mál­efna geta ekki ráðið því hvaða mál hlut­hafar taka til umfjöll­un­ar, enda engar slíkar tak­mark­anir á rétti hlut­hafa til að setja mál á dag­skrá. Áskilur sjóð­ur­inn sér rétt til þess að grípa til við­eig­andi aðgerða af þessu til­efni, sem geta m.a. falið í sér kröfu um boðun nýs hlut­hafa­fundar þar sem mál­efnið verði sett á dag­skrá.“

Í bók­un­inni segir enn fremur að það valdi „raunar áhyggjum að óskað hafi verið eftir heim­ild af þessu tagi á aðal­fundi félags­ins. Að mati Gildis felur heim­ild sem þessi fyrst og fremst í sér mögu­leika á því að koma á fót ígildi veg­legs kaup­rétt­ar­kerfis fyrir starfs­menn sem þræðir marka­línur þeirra laga og reglna sem gilda um tak­mark­anir á árang­urstengdum greiðslum hjá starfs­mönnum fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent