Flugmenn undirrita fimm ára samning við Icelandair

Samningar náðust í nótt á milli Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna um nýjan kjarasamning, sem mun gilda til ársins 2025. Báðir aðilar lýsa yfir ánægju með niðurstöðuna.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Icelandair Group og Félag ­ís­lenskra atvinnu­flug­manna hafa kom­ist að sam­komu­lagi um nýjan kjara­samn­ing, ­sem gildir til 30. sept­em­ber árið 2025. Í til­kynn­ingu frá Icelandair segir að ­samn­ing­ur­inn sé „í sam­ræmi við þau mark­mið sem lagt var upp með um að auka vinnu­fram­lag og sveigj­an­leika veru­lega.“

Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair Group segir mikla ánægju með að lang­tíma­samn­ingur við flug­menn sé í höfn.

„Þetta er stórt skref til að tryggja sam­keppn­is­hæfn­i ­fé­lags­ins og veiga­mik­ill þáttur í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins. ­Gerðar voru veru­legar breyt­ingar á samn­ingnum sem tryggja aukið vinnu­fram­lag flug­manna og gefa félag­inu auk­inn sveigj­an­leika til þró­unar á leiða­kerf­i Icelanda­ir. Með þessu eru flug­menn að leggj­ast á árarnar með félag­inu til­ fram­tíð­ar,“ er haft eftir Boga Nils í frétta­til­kynn­ingu félags­ins.

Auglýsing

Jón Þór Þor­valds­son, for­maður Félags íslenskra at­vinnu­flug­manna, segir að samn­ing­ur­inn sem und­ir­rit­aður var í nótt sé „tíma­móta­samn­ing­ur“.

„Flug­menn eru stoltir af því að hafa náð mark­mið­unum sem lagt var upp með sem eykur enn á sam­keppn­is­hæfni Icelanda­ir. Samn­ing­ur­inn ­tryggir að félagið er vel í stakk búið að til að sækja fram á hvaða mark­aði sem er til langrar fram­tíðar og nýta þau tæki­færi sem sann­ar­lega munu skapast,“ er haft eftir for­mann­in­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra setur lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar
Samstaða er í ríkisstjórninni um að leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent