Kostaði 314,5 milljónir króna að láta tvo yfirmenn hjá Högum hætta störfum

Stærsta smásölufyrirtæki landsins, sem rekur meðal annars Bónus, hagnaðist um 3,1 milljarð króna á síðasta rekstrarári. Enginn arður verður greiddur út vegna aðstæðna í efnahagslífinu.

Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Auglýsing

Hag­ar, stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki á Íslandi, hagn­að­ist um tæpa 3,1 millj­arða króna á síð­asta rekstr­ar­ári sínu, sem lauk 1. mars síð­ast­lið­inn. Félagið hefur ákveðið að víkja frá arð­greiðslu­stefnu sinni og greiða ekki út arð þrátt fyrir hagnað og er það rök­stutt með vísan við yfir­stand­andi ástand vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Breyt­ing á fram­kvæmda­stjórn Haga, sem greint var frá í lok síð­asta mán­að­ar, kostar félagið 314,5 millj­ónir króna. Í þeirri breyt­ingu felst að Finnur Árna­son, sem hefur verið for­stjóri félags­ins um ára­bil, og Guð­mundur Mart­eins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us, láta af störfum að eigin ósk. Þegar hefur verið greint frá því að Finnur Odds­son, sem hefur verið for­stjóri Origo, taki við starfi Finns í sumar en eft­ir­maður Guð­mundar hefur enn ekki verið ráð­inn. 

Sölu­aukn­ing milli ára

Hagar reka 46 versl­­­anir innan fimm smá­­­sölu­­­fyr­ir­tækja og tveggja vöru­húsa. Þá rekur félagið 28 Olís­­­stöðvar um land allt auk 41 ÓB-­­­stöð. Meg­in­­­starf­­­semi Haga er á sviði mat­vöru en innan þess eru tvær af stærstu versl­un­­­ar­keðjum lands­ins, Bónus og Hag­­­kaup, svo og stoðstarf­­­semi á sviði inn­­­­­kaupa og dreif­ing­­­ar. alls nam vöru­sala Haga á síð­asta rekstr­ar­ári 116,4 millj­örðum króna og fram­legð tíma­bils­ins var 22,2 pró­sent. 

Auglýsing
Veltan jókst úr 84,2 millj­örðum króna, eða alls um 32,2 millj­arða króna milli ára, og var sú sölu­aukn­ingu að mestu til komin vegna áhrifa af Olís sem bætt­ist við sam­stæð­unni. Án áhrifa Olís var sölu­aukn­ingin 4,5 pró­sent. 

EBIT­DA-hagn­aður – hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­gjöld og skatta — var 8,9 millj­arðar króna, og hand­bært fé nam 2,2 millj­örðum króna. Eigið fé félags­ins var 24,6 millj­arðar króna í lok tíma­bils­ins og eig­in­fjár­hlut­fallið 39,2 pró­sent. 

Ætla ekki að greiða arð

Arð­greiðslu­stefna Haga er þannig að stefnt er á að félagið greiði hlut­höfum sínum árlegan arð, sem nemi að lág­marki 5 pró­sent hagn­aðar næst­lið­ins rekstr­ar­árs. Að kaupir félagið eigin bréf og fast­eignir á hag­stæðu verði sem nýt­ast félag­inu í starf­semi sinn­i. 

Þrátt fyrir þessa yfir­lýstu stefnu hefur stjórn Haga ákveðið að leggja til við aðal­fund, sem fer fram þann 9. júní næst­kom­and­i., að ekki verði greiddur arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­árs­ins 2019/20. Ástæða þess að vikið er frá arð­greiðslu­stefnu félags­ins er vegna þeirrar „óvissu sem nú ríkir um efna­hags­horfur í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins.“

End­ur­greiddu 36 millj­ónir

Stjórn Haga ákvað í 8. maí síð­ast­lið­inn að end­­ur­greiða Vinn­u­­mála­­stofnun þann kostnað sem féll til vegna starfs­­fólks dótt­­ur­­fyr­ir­tækja Haga sem nýttu sér hluta­­bóta­­leið­ina í apr­íl­mán­uði, en félagið hafði verið gagn­rýnt fyrir að kaupa eigin hluta­bréf og færa þannig fé til hlut­hafa sinna á sama tíma og félagið nýtir hluta­­bóta­úr­ræði stjórn­­­valda.

Starfs­­menn Zöru, Úti­­lífs og veit­inga­­sölu Olís höfðu verið í skertu starfs­hlut­­falli, en því starfs­­fólki var boðið að fara aftur í það starfs­hlut­­fall sem áður var, sam­­kvæmt til­­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

„Á þessum tíma­­punkti er betur hægt að sjá þau áhrif sem far­ald­­ur­inn mun hafa á félagið í heild og eru þau minni en ótt­­ast var í upp­­hafi. Nú telst því rétt að end­­ur­greiða þá fjár­­hæð sem Vinn­u­­mála­­stofnun greiddi til starfs­­fólks Haga í apr­íl­mán­uð­i,“ sagði í til­­kynn­ingu félags­­ins, en þar kemur fram að end­­ur­greiðslan nemi um 36 millj­­ónum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent