Kostaði 314,5 milljónir króna að láta tvo yfirmenn hjá Högum hætta störfum

Stærsta smásölufyrirtæki landsins, sem rekur meðal annars Bónus, hagnaðist um 3,1 milljarð króna á síðasta rekstrarári. Enginn arður verður greiddur út vegna aðstæðna í efnahagslífinu.

Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Auglýsing

Hag­ar, stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki á Íslandi, hagn­að­ist um tæpa 3,1 millj­arða króna á síð­asta rekstr­ar­ári sínu, sem lauk 1. mars síð­ast­lið­inn. Félagið hefur ákveðið að víkja frá arð­greiðslu­stefnu sinni og greiða ekki út arð þrátt fyrir hagnað og er það rök­stutt með vísan við yfir­stand­andi ástand vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Breyt­ing á fram­kvæmda­stjórn Haga, sem greint var frá í lok síð­asta mán­að­ar, kostar félagið 314,5 millj­ónir króna. Í þeirri breyt­ingu felst að Finnur Árna­son, sem hefur verið for­stjóri félags­ins um ára­bil, og Guð­mundur Mart­eins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us, láta af störfum að eigin ósk. Þegar hefur verið greint frá því að Finnur Odds­son, sem hefur verið for­stjóri Origo, taki við starfi Finns í sumar en eft­ir­maður Guð­mundar hefur enn ekki verið ráð­inn. 

Sölu­aukn­ing milli ára

Hagar reka 46 versl­­­anir innan fimm smá­­­sölu­­­fyr­ir­tækja og tveggja vöru­húsa. Þá rekur félagið 28 Olís­­­stöðvar um land allt auk 41 ÓB-­­­stöð. Meg­in­­­starf­­­semi Haga er á sviði mat­vöru en innan þess eru tvær af stærstu versl­un­­­ar­keðjum lands­ins, Bónus og Hag­­­kaup, svo og stoðstarf­­­semi á sviði inn­­­­­kaupa og dreif­ing­­­ar. alls nam vöru­sala Haga á síð­asta rekstr­ar­ári 116,4 millj­örðum króna og fram­legð tíma­bils­ins var 22,2 pró­sent. 

Auglýsing
Veltan jókst úr 84,2 millj­örðum króna, eða alls um 32,2 millj­arða króna milli ára, og var sú sölu­aukn­ingu að mestu til komin vegna áhrifa af Olís sem bætt­ist við sam­stæð­unni. Án áhrifa Olís var sölu­aukn­ingin 4,5 pró­sent. 

EBIT­DA-hagn­aður – hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­gjöld og skatta — var 8,9 millj­arðar króna, og hand­bært fé nam 2,2 millj­örðum króna. Eigið fé félags­ins var 24,6 millj­arðar króna í lok tíma­bils­ins og eig­in­fjár­hlut­fallið 39,2 pró­sent. 

Ætla ekki að greiða arð

Arð­greiðslu­stefna Haga er þannig að stefnt er á að félagið greiði hlut­höfum sínum árlegan arð, sem nemi að lág­marki 5 pró­sent hagn­aðar næst­lið­ins rekstr­ar­árs. Að kaupir félagið eigin bréf og fast­eignir á hag­stæðu verði sem nýt­ast félag­inu í starf­semi sinn­i. 

Þrátt fyrir þessa yfir­lýstu stefnu hefur stjórn Haga ákveðið að leggja til við aðal­fund, sem fer fram þann 9. júní næst­kom­and­i., að ekki verði greiddur arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­árs­ins 2019/20. Ástæða þess að vikið er frá arð­greiðslu­stefnu félags­ins er vegna þeirrar „óvissu sem nú ríkir um efna­hags­horfur í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins.“

End­ur­greiddu 36 millj­ónir

Stjórn Haga ákvað í 8. maí síð­ast­lið­inn að end­­ur­greiða Vinn­u­­mála­­stofnun þann kostnað sem féll til vegna starfs­­fólks dótt­­ur­­fyr­ir­tækja Haga sem nýttu sér hluta­­bóta­­leið­ina í apr­íl­mán­uði, en félagið hafði verið gagn­rýnt fyrir að kaupa eigin hluta­bréf og færa þannig fé til hlut­hafa sinna á sama tíma og félagið nýtir hluta­­bóta­úr­ræði stjórn­­­valda.

Starfs­­menn Zöru, Úti­­lífs og veit­inga­­sölu Olís höfðu verið í skertu starfs­hlut­­falli, en því starfs­­fólki var boðið að fara aftur í það starfs­hlut­­fall sem áður var, sam­­kvæmt til­­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

„Á þessum tíma­­punkti er betur hægt að sjá þau áhrif sem far­ald­­ur­inn mun hafa á félagið í heild og eru þau minni en ótt­­ast var í upp­­hafi. Nú telst því rétt að end­­ur­greiða þá fjár­­hæð sem Vinn­u­­mála­­stofnun greiddi til starfs­­fólks Haga í apr­íl­mán­uð­i,“ sagði í til­­kynn­ingu félags­­ins, en þar kemur fram að end­­ur­greiðslan nemi um 36 millj­­ónum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent