Kostaði 314,5 milljónir króna að láta tvo yfirmenn hjá Högum hætta störfum

Stærsta smásölufyrirtæki landsins, sem rekur meðal annars Bónus, hagnaðist um 3,1 milljarð króna á síðasta rekstrarári. Enginn arður verður greiddur út vegna aðstæðna í efnahagslífinu.

Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Auglýsing

Hag­ar, stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki á Íslandi, hagn­að­ist um tæpa 3,1 millj­arða króna á síð­asta rekstr­ar­ári sínu, sem lauk 1. mars síð­ast­lið­inn. Félagið hefur ákveðið að víkja frá arð­greiðslu­stefnu sinni og greiða ekki út arð þrátt fyrir hagnað og er það rök­stutt með vísan við yfir­stand­andi ástand vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Breyt­ing á fram­kvæmda­stjórn Haga, sem greint var frá í lok síð­asta mán­að­ar, kostar félagið 314,5 millj­ónir króna. Í þeirri breyt­ingu felst að Finnur Árna­son, sem hefur verið for­stjóri félags­ins um ára­bil, og Guð­mundur Mart­eins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us, láta af störfum að eigin ósk. Þegar hefur verið greint frá því að Finnur Odds­son, sem hefur verið for­stjóri Origo, taki við starfi Finns í sumar en eft­ir­maður Guð­mundar hefur enn ekki verið ráð­inn. 

Sölu­aukn­ing milli ára

Hagar reka 46 versl­­­anir innan fimm smá­­­sölu­­­fyr­ir­tækja og tveggja vöru­húsa. Þá rekur félagið 28 Olís­­­stöðvar um land allt auk 41 ÓB-­­­stöð. Meg­in­­­starf­­­semi Haga er á sviði mat­vöru en innan þess eru tvær af stærstu versl­un­­­ar­keðjum lands­ins, Bónus og Hag­­­kaup, svo og stoðstarf­­­semi á sviði inn­­­­­kaupa og dreif­ing­­­ar. alls nam vöru­sala Haga á síð­asta rekstr­ar­ári 116,4 millj­örðum króna og fram­legð tíma­bils­ins var 22,2 pró­sent. 

Auglýsing
Veltan jókst úr 84,2 millj­örðum króna, eða alls um 32,2 millj­arða króna milli ára, og var sú sölu­aukn­ingu að mestu til komin vegna áhrifa af Olís sem bætt­ist við sam­stæð­unni. Án áhrifa Olís var sölu­aukn­ingin 4,5 pró­sent. 

EBIT­DA-hagn­aður – hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­gjöld og skatta — var 8,9 millj­arðar króna, og hand­bært fé nam 2,2 millj­örðum króna. Eigið fé félags­ins var 24,6 millj­arðar króna í lok tíma­bils­ins og eig­in­fjár­hlut­fallið 39,2 pró­sent. 

Ætla ekki að greiða arð

Arð­greiðslu­stefna Haga er þannig að stefnt er á að félagið greiði hlut­höfum sínum árlegan arð, sem nemi að lág­marki 5 pró­sent hagn­aðar næst­lið­ins rekstr­ar­árs. Að kaupir félagið eigin bréf og fast­eignir á hag­stæðu verði sem nýt­ast félag­inu í starf­semi sinn­i. 

Þrátt fyrir þessa yfir­lýstu stefnu hefur stjórn Haga ákveðið að leggja til við aðal­fund, sem fer fram þann 9. júní næst­kom­and­i., að ekki verði greiddur arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­árs­ins 2019/20. Ástæða þess að vikið er frá arð­greiðslu­stefnu félags­ins er vegna þeirrar „óvissu sem nú ríkir um efna­hags­horfur í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins.“

End­ur­greiddu 36 millj­ónir

Stjórn Haga ákvað í 8. maí síð­ast­lið­inn að end­­ur­greiða Vinn­u­­mála­­stofnun þann kostnað sem féll til vegna starfs­­fólks dótt­­ur­­fyr­ir­tækja Haga sem nýttu sér hluta­­bóta­­leið­ina í apr­íl­mán­uði, en félagið hafði verið gagn­rýnt fyrir að kaupa eigin hluta­bréf og færa þannig fé til hlut­hafa sinna á sama tíma og félagið nýtir hluta­­bóta­úr­ræði stjórn­­­valda.

Starfs­­menn Zöru, Úti­­lífs og veit­inga­­sölu Olís höfðu verið í skertu starfs­hlut­­falli, en því starfs­­fólki var boðið að fara aftur í það starfs­hlut­­fall sem áður var, sam­­kvæmt til­­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

„Á þessum tíma­­punkti er betur hægt að sjá þau áhrif sem far­ald­­ur­inn mun hafa á félagið í heild og eru þau minni en ótt­­ast var í upp­­hafi. Nú telst því rétt að end­­ur­greiða þá fjár­­hæð sem Vinn­u­­mála­­stofnun greiddi til starfs­­fólks Haga í apr­íl­mán­uð­i,“ sagði í til­­kynn­ingu félags­­ins, en þar kemur fram að end­­ur­greiðslan nemi um 36 millj­­ónum króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent