Netverslun 9 prósent af allri verslun Íslendinga í samkomubanninu

Netverslun tók mikið stökk í aprílmánuði samanborið við fyrra ár og nam heilum 9 prósentum af allri verslun með íslenskum kortum. Byggingavöruverslanir virðast hafa notið góðs af breyttu neyslumynstri í samkomubanninu.

Erlend kortavelta hefur ekki verið minni hér á landi frá upphafi mælinga árið 2002.
Erlend kortavelta hefur ekki verið minni hér á landi frá upphafi mælinga árið 2002.
Auglýsing

Net­verslun nam heilum 9 pró­sentum af heild­ar­verslun Íslend­inga í apr­íl­mán­uði, sam­kvæmt nýjum tölum frá Rann­sókna­setri versl­un­ar­innar. Í sama mán­uði í fyrra var net­versl­unin ein­ungis um þrjú pró­sent af allri versl­un, en jókst mjög mikið í ár vegna sam­komu­banns­ins sem var í gildi í apr­íl.

Mikil aukn­ing varð í fata­verslun á net­inu, en hún jókst um tæp 280 pró­sent frá því í sama mán­uði í fyrra fyrra og nam 308 millj­ónum króna. Heilt yfir dróst fata­verslun þó saman um 28 pró­sent, en velta fata­búða nam 1,2 millj­örðum króna.

Korta­velta bygg­inga­vöru­versl­ana nam 2,8 millj­örðum króna í apr­íl, jókst um þriðj­ung frá fyrra og virð­ist ljóst að margir hafi nýtt aukna heima­veru vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins til þess að ráð­ast í ein­hverjar verk­legar fram­kvæmd­ir.

Auglýsing

Mik­ill sam­dráttur varð á sama tíma á veltu veit­inga­þjón­ustu og elds­neyt­is­sölu. Elds­neytis­kaup land­ans minnk­uðu um 1,4 millj­arða króna á milli ára, enda margir búnir að vera að vera vinna heima og fáir að fara í ferðir á milli lands­hluta að nauð­synja­lausu, enda var fólki ráðið frá því.

Greiðslu­korta­velta Íslend­inga í versl­unum inn­an­lands nam 34,7 millj­örðum króna í apríl og jókst um 11 pró­sent sam­an­borið við apríl í fyrra, en heild­ar­korta­velta Íslend­inga inn­an­lands dróst þó saman um 13,6 pró­sent á milli ára og nam 53,1 millj­arði króna.

Erlend korta­velta ekki minni frá upp­hafi mæl­inga

Erlend korta­velta hér­lendis í mán­uð­inum nam 949 millj­ónum króna og hefur aldrei verið lægri að raun­gildi frá því að Seðla­banki Íslands hóf mæl­ingar árið 2002. Enda landið nær alveg lokað fyrir erlendum ferða­mönn­um.

Velta banda­rískra korta var mest í mán­uð­in­um, 241 milljón króna, en í sama mán­uði í fyrra nam velta þeirra hér­lendis 4,45 millj­örðum króna.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent