Sárar minningar vakna á „holdsveiki-nýlendunni“

Enn einu sinni eru þeir einangraðir frá umheiminum, áður vegna holdsveiki en nú vegna COVID-19. Á árum áður skiptu þeir hundruðum en í dag eru þeir um tíu. Allir eru þeir aldraðir og völdu að dvelja áfram á eyjunni sem stjórnvöld neyddu þá til fara til.

Kalaupapa-skaginn og þorpið sem þar er enn.
Kalaupapa-skaginn og þorpið sem þar er enn.
Auglýsing

Þó að nátt­úran sé þar stór­brotin er það ekki hún sem fyrst og fremst varð til þess að Kalaupapa-­þjóð­garð­ur­inn á Hawaii var stofn­að­ur. Innan hans býr fólk – fólkið sem einmitt var ástæða þess að ákveðið var að frið­lýsa svæð­ið. Fólk sem var flutt þangað í ein­angrun gegn vilja sínum fyrir ára­tugum en valdi svo síðar þann kost að búa þar áfram.

Á Moloka­i-eyju í Hawai­i-eyja­kla­s­anum umkringja háir og brattir sjáv­ar­hamrar lág­lendan skaga. Skógi vaxin fjöllin bera mildri veðr­áttu eyj­unnar vitni. Á skag­anum er að finna þorp og þar býr um tugur manna sem á sér ákaf­lega sér­staka sögu. Allt var fólkið flutt nauð­ugt til eyj­unnar eftir að hafa smit­ast af sjúk­dómi sem í dag  kall­ast Han­sen-veiki betur þekkt sem holds­veiki.

Þetta eru þeir einu sem enn lifa og búa á eyj­unni af þeim þús­undum sem fluttar voru þangað í ein­angrun – eða öllu heldur skipað þangað í útlegð – allt frá síð­ari hluta nítj­ándu ald­ar. Allt var þetta gert á grund­velli sér­stakra laga sem áttu að hefta útbreiðslu holds­veiki á Hawaii. Og íbú­arnir sem fyrir voru á skag­anum og höfðu búið þar kyn­slóð fram af kyn­slóð, voru fluttir annað til að rýma fyrir sjúk­lingum holds­veik­i-ný­lend­unnar eins og hún var köll­uð.

Engir vegir liggja að skag­an­um. Þangað þarf að fljúga eða sigla. Þar er eng­inn lög­reglu­mað­ur, ekk­ert sjúkra­hús. Ef ein­hver þarf á lækn­is­þjón­ustu að halda þarf að fljúga með hann til ann­arrar eyju.

Auglýsing

Íbú­arnir eru aldr­að­ir, sumir á tíræð­is­aldri. Og því í hópi þeirra sem geta veikst hvað alvar­leg­ast af COVID-19. Því hefur verið gripið til þess ráðs að banna komur ferða­manna til Kalaupapa-­þjóð­garðs­ins. Líkt og ann­ars staðar í heim­inum hafa ferða­lög til Hawaii nán­ast lagst af en þó koma þangað nokkrir tugir ferða­manna í viku hverri og ein­hverjir þeirra höfðu hug á því að heim­sækja Kalaupapa.

Holds­veiki er smit­sjúk­dómur sem orsakast af bakt­eríu sem leggst sér­stak­lega á kald­ari svæði lík­am­ans svo sem fing­ur, tær, eyru og nef. Talið er að holds­veiki smit­ist við snert­ingu og með dropa- og úða­smiti. Sjúk­dóm­ur­inn leggst á taugar í útlimum og getur valdið til­finn­inga­leysi, krepptum vöðvum og löm­un­um. Nú er til auð­veld lækn­ing við holds­veiki en skemmdir á taugum og öðrum vefjum eru þó var­an­leg­ar. Tek­ist hefur að útrýma holds­veiki víð­ast hvar í heim­inum en hún er þó enn land­læg á vissum svæð­um, m.a. á Ind­landi.

Faðir Damien ásamt stúlknakór í Kalaupapa um miðjan áttundaáratug nítjándu aldar. Mynd: Wikipedia

Frum­byggjar Hawaii voru ein­angr­aðir í hund­ruð ára og þegar fólk af evr­ópskum upp­runa hóf að venja komur sínar þangað bar það með sér smit­sjúk­dóma sem lögð­ust þungt á eyja­skeggja. Talið er að holds­veiki hafi komið þangað um árið 1830. Á árunum 1865-1969, eða í tæpa öld, voru um 8.000 Hawai­i-­búar sem smit­ast höfðu af sjúk­dómnum fluttir nauð­ugir til Kalaupapa. Talið er að þegar mest lét hafi um 1.200 karl­ar, konur og börn verið þar sam­tím­is. Lang­flestir þeirra voru frum­byggjar og margir þeirra voru teknir frá fjöl­skyldum sínum ungir að árum. Yngsti sjúk­ling­ur­inn sem þangað var fluttur var fjög­urra ára.

Fólkið var lengi vel nokkuð eitt á báti og varð að bjarga sér. Það voru helst trú­boðar og frum­byggjar sem fyrir voru á eyj­unni sem réttu fram hjálp­ar­hönd.

Sífellt fleiri voru sendir til eyj­unnar og lífs­bar­áttan harðn­aði sam­hliða. Og þó að lækn­ing við holds­veiki hafi fund­ist og borist til Hawaii árið 1949 var það ekki fyrr en tveimur ára­tugum síðar sem ein­angr­un­ar­lög­unum hörðu var aflétt. Þá mátti fólkið sem hafði verið flutt á Moloka­i-eyju loks snúa aftur til síns heima.

Ótt­uð­ust úti­lokun

En margir ákváðu að vera um kyrrt. Það voru meðal ann­ars þeir sem höfðu dvalið þar í ára­tugi, þekktu ekk­ert annað og vildu gera eyj­una að sínu heim­ili til fram­tíð­ar. Aðrir höfðu misst allt sam­band við fjöl­skyldur sínar og höfðu að engu að hverfa ann­ars stað­ar. Það var líka hræðslan við úti­lokun og  áreiti sem varð til þess að margir töldu það skásta kost­inn að dvelja áfram á „ný­lend­unn­i“.

Næstu ár og ára­tugi fækk­aði fólk­inu á skag­anum ein­angr­aða smám saman og þeir sem eftir voru vildu halda sögu fólks­ins sem þangað hafði verið flutt til haga. Ákveðið var að leita til þjóð­garða­stofn­unar Banda­ríkj­anna og árið 1980 var Kalaupapa-skag­inn gerður að þjóð­garði vegna sögu sinn­ar.

Þjóð­garðs­verð­irnir í garð­inum hafa ann­ars konar hlut­verk en flestir kollegar þeirra ann­ars staðar í heim­in­um. Þeir safna m.a. sögum frá núver­andi og fyrr­ver­andi íbú­um. Þá ber þeim einnig að vernda hina fáu íbúa sem eftir eru og veita þeim þá þjón­ustu sem þeir þurfa.

Eng­inn mátti snerta þá

Á meðan lögin voru í gildi mátti eng­inn nálg­ast þá eða snerta. Á skag­anum var sér­stakt hús sem notað var til að sótt­hreinsa allt sem fór til og frá sjúk­ling­un­um.  Og eftir að fólkið hafði allt lækn­ast og lögin voru afnumin varð það áfram fyrir miklum for­dómum og mis­mun­un. Þar sem fólkið bar þess merki að hafa veikst varð það auð­veld­lega fyrir aðkasti.

Ára­tuga langa ein­angrun er erfitt að rjúfa. Að hafa orðið af snert­ingu í langan tíma hafði miklar afleið­ingar á líðan fólks­ins. Faðm­lög og handa­bönd hafa verið hluti af lækn­ing­unni síð­ustu ár. En núna, á tímum COVID-19, hefur orðið að láta af allri snert­ingu á ný. Þetta hefur vakið erf­iðar minn­ingar hjá íbú­unum sem hafa deilt sögum af ein­semd og mis­munun sem þeir urðu fyrir meira og minna allt sitt líf.

Grafreitur í Kalaupapa-þjóðgarðinum.

Á vef­síðu þjóð­garðs­ins má lesa reynslu­sögur margra þeirra sem fluttir voru á eyj­una. Einn þeirra greinir svo frá dvöl­inni þar sem lauk árið 1977:

„Þeir náðu mér í skól­an­um. Þetta var á Stóru-Eyju. Ég var tólf ára. Ég grét og bað um móður mína og fjöl­skyldu. En heil­brigð­is­yf­ir­völd voru ekk­ert að tvínóna við hlut­ina á þessum tíma. Þau sendu mig til Kalaupapa. Þangað sendu þau okkur flest. Flestir komu þangað til að deyja.“

Kona sem bjó á eyj­unni til loka átt­unda ára­tug­ar­ins lýsir sinni reynslu með þessum hætti:

„Ég var á Kalaupapa í þrjá­tíu ár. Ég mátti loks fara árið 1966. Móðir mín var enn á lífi svo ég skrif­aði henni og sagði að ég væri loks­ins læknuð og að ég gæti komið heim. Það leið langur tími þar til svar­bréf hennar kom. Hún skrif­aði: Ekki koma heim. Vertu á Kalaupapa.

Ég held að mamma hafi skamm­ast sín fyrir mig.“

Síð­ustu ár hafa ætt­ingjar þeirra sem fluttir voru til Kalaupapa komið þangað til að leita upp­lýs­inga um ást­vini sína. Nokkrir graf­reitir eru á skag­an­um. Um þús­und grafir eru merktar en stein­arnir eru flestir orðnir mjög veðrað­ir. Til að kom­ast til Kalaupapa þarf að fá sér­stakt leyfi. Þar er ekki stunduð fjölda­ferða­mennska. Þegar síð­asti íbú­inn fellur frá stendur mögu­lega til að hleypa þangað fleiri ferða­mönnum sem vilja fræð­ast um hina átak­an­legu sögu fólks­ins sem neytt var til að flytja þangað og svo þeirra sem gátu ekki hugsað sér að fara það­an. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent