Sárar minningar vakna á „holdsveiki-nýlendunni“

Enn einu sinni eru þeir einangraðir frá umheiminum, áður vegna holdsveiki en nú vegna COVID-19. Á árum áður skiptu þeir hundruðum en í dag eru þeir um tíu. Allir eru þeir aldraðir og völdu að dvelja áfram á eyjunni sem stjórnvöld neyddu þá til fara til.

Kalaupapa-skaginn og þorpið sem þar er enn.
Kalaupapa-skaginn og þorpið sem þar er enn.
Auglýsing

Þó að nátt­úran sé þar stór­brotin er það ekki hún sem fyrst og fremst varð til þess að Kalaupapa-­þjóð­garð­ur­inn á Hawaii var stofn­að­ur. Innan hans býr fólk – fólkið sem einmitt var ástæða þess að ákveðið var að frið­lýsa svæð­ið. Fólk sem var flutt þangað í ein­angrun gegn vilja sínum fyrir ára­tugum en valdi svo síðar þann kost að búa þar áfram.

Á Moloka­i-eyju í Hawai­i-eyja­kla­s­anum umkringja háir og brattir sjáv­ar­hamrar lág­lendan skaga. Skógi vaxin fjöllin bera mildri veðr­áttu eyj­unnar vitni. Á skag­anum er að finna þorp og þar býr um tugur manna sem á sér ákaf­lega sér­staka sögu. Allt var fólkið flutt nauð­ugt til eyj­unnar eftir að hafa smit­ast af sjúk­dómi sem í dag  kall­ast Han­sen-veiki betur þekkt sem holds­veiki.

Þetta eru þeir einu sem enn lifa og búa á eyj­unni af þeim þús­undum sem fluttar voru þangað í ein­angrun – eða öllu heldur skipað þangað í útlegð – allt frá síð­ari hluta nítj­ándu ald­ar. Allt var þetta gert á grund­velli sér­stakra laga sem áttu að hefta útbreiðslu holds­veiki á Hawaii. Og íbú­arnir sem fyrir voru á skag­anum og höfðu búið þar kyn­slóð fram af kyn­slóð, voru fluttir annað til að rýma fyrir sjúk­lingum holds­veik­i-ný­lend­unnar eins og hún var köll­uð.

Engir vegir liggja að skag­an­um. Þangað þarf að fljúga eða sigla. Þar er eng­inn lög­reglu­mað­ur, ekk­ert sjúkra­hús. Ef ein­hver þarf á lækn­is­þjón­ustu að halda þarf að fljúga með hann til ann­arrar eyju.

Auglýsing

Íbú­arnir eru aldr­að­ir, sumir á tíræð­is­aldri. Og því í hópi þeirra sem geta veikst hvað alvar­leg­ast af COVID-19. Því hefur verið gripið til þess ráðs að banna komur ferða­manna til Kalaupapa-­þjóð­garðs­ins. Líkt og ann­ars staðar í heim­inum hafa ferða­lög til Hawaii nán­ast lagst af en þó koma þangað nokkrir tugir ferða­manna í viku hverri og ein­hverjir þeirra höfðu hug á því að heim­sækja Kalaupapa.

Holds­veiki er smit­sjúk­dómur sem orsakast af bakt­eríu sem leggst sér­stak­lega á kald­ari svæði lík­am­ans svo sem fing­ur, tær, eyru og nef. Talið er að holds­veiki smit­ist við snert­ingu og með dropa- og úða­smiti. Sjúk­dóm­ur­inn leggst á taugar í útlimum og getur valdið til­finn­inga­leysi, krepptum vöðvum og löm­un­um. Nú er til auð­veld lækn­ing við holds­veiki en skemmdir á taugum og öðrum vefjum eru þó var­an­leg­ar. Tek­ist hefur að útrýma holds­veiki víð­ast hvar í heim­inum en hún er þó enn land­læg á vissum svæð­um, m.a. á Ind­landi.

Faðir Damien ásamt stúlknakór í Kalaupapa um miðjan áttundaáratug nítjándu aldar. Mynd: Wikipedia

Frum­byggjar Hawaii voru ein­angr­aðir í hund­ruð ára og þegar fólk af evr­ópskum upp­runa hóf að venja komur sínar þangað bar það með sér smit­sjúk­dóma sem lögð­ust þungt á eyja­skeggja. Talið er að holds­veiki hafi komið þangað um árið 1830. Á árunum 1865-1969, eða í tæpa öld, voru um 8.000 Hawai­i-­búar sem smit­ast höfðu af sjúk­dómnum fluttir nauð­ugir til Kalaupapa. Talið er að þegar mest lét hafi um 1.200 karl­ar, konur og börn verið þar sam­tím­is. Lang­flestir þeirra voru frum­byggjar og margir þeirra voru teknir frá fjöl­skyldum sínum ungir að árum. Yngsti sjúk­ling­ur­inn sem þangað var fluttur var fjög­urra ára.

Fólkið var lengi vel nokkuð eitt á báti og varð að bjarga sér. Það voru helst trú­boðar og frum­byggjar sem fyrir voru á eyj­unni sem réttu fram hjálp­ar­hönd.

Sífellt fleiri voru sendir til eyj­unnar og lífs­bar­áttan harðn­aði sam­hliða. Og þó að lækn­ing við holds­veiki hafi fund­ist og borist til Hawaii árið 1949 var það ekki fyrr en tveimur ára­tugum síðar sem ein­angr­un­ar­lög­unum hörðu var aflétt. Þá mátti fólkið sem hafði verið flutt á Moloka­i-eyju loks snúa aftur til síns heima.

Ótt­uð­ust úti­lokun

En margir ákváðu að vera um kyrrt. Það voru meðal ann­ars þeir sem höfðu dvalið þar í ára­tugi, þekktu ekk­ert annað og vildu gera eyj­una að sínu heim­ili til fram­tíð­ar. Aðrir höfðu misst allt sam­band við fjöl­skyldur sínar og höfðu að engu að hverfa ann­ars stað­ar. Það var líka hræðslan við úti­lokun og  áreiti sem varð til þess að margir töldu það skásta kost­inn að dvelja áfram á „ný­lend­unn­i“.

Næstu ár og ára­tugi fækk­aði fólk­inu á skag­anum ein­angr­aða smám saman og þeir sem eftir voru vildu halda sögu fólks­ins sem þangað hafði verið flutt til haga. Ákveðið var að leita til þjóð­garða­stofn­unar Banda­ríkj­anna og árið 1980 var Kalaupapa-skag­inn gerður að þjóð­garði vegna sögu sinn­ar.

Þjóð­garðs­verð­irnir í garð­inum hafa ann­ars konar hlut­verk en flestir kollegar þeirra ann­ars staðar í heim­in­um. Þeir safna m.a. sögum frá núver­andi og fyrr­ver­andi íbú­um. Þá ber þeim einnig að vernda hina fáu íbúa sem eftir eru og veita þeim þá þjón­ustu sem þeir þurfa.

Eng­inn mátti snerta þá

Á meðan lögin voru í gildi mátti eng­inn nálg­ast þá eða snerta. Á skag­anum var sér­stakt hús sem notað var til að sótt­hreinsa allt sem fór til og frá sjúk­ling­un­um.  Og eftir að fólkið hafði allt lækn­ast og lögin voru afnumin varð það áfram fyrir miklum for­dómum og mis­mun­un. Þar sem fólkið bar þess merki að hafa veikst varð það auð­veld­lega fyrir aðkasti.

Ára­tuga langa ein­angrun er erfitt að rjúfa. Að hafa orðið af snert­ingu í langan tíma hafði miklar afleið­ingar á líðan fólks­ins. Faðm­lög og handa­bönd hafa verið hluti af lækn­ing­unni síð­ustu ár. En núna, á tímum COVID-19, hefur orðið að láta af allri snert­ingu á ný. Þetta hefur vakið erf­iðar minn­ingar hjá íbú­unum sem hafa deilt sögum af ein­semd og mis­munun sem þeir urðu fyrir meira og minna allt sitt líf.

Grafreitur í Kalaupapa-þjóðgarðinum.

Á vef­síðu þjóð­garðs­ins má lesa reynslu­sögur margra þeirra sem fluttir voru á eyj­una. Einn þeirra greinir svo frá dvöl­inni þar sem lauk árið 1977:

„Þeir náðu mér í skól­an­um. Þetta var á Stóru-Eyju. Ég var tólf ára. Ég grét og bað um móður mína og fjöl­skyldu. En heil­brigð­is­yf­ir­völd voru ekk­ert að tvínóna við hlut­ina á þessum tíma. Þau sendu mig til Kalaupapa. Þangað sendu þau okkur flest. Flestir komu þangað til að deyja.“

Kona sem bjó á eyj­unni til loka átt­unda ára­tug­ar­ins lýsir sinni reynslu með þessum hætti:

„Ég var á Kalaupapa í þrjá­tíu ár. Ég mátti loks fara árið 1966. Móðir mín var enn á lífi svo ég skrif­aði henni og sagði að ég væri loks­ins læknuð og að ég gæti komið heim. Það leið langur tími þar til svar­bréf hennar kom. Hún skrif­aði: Ekki koma heim. Vertu á Kalaupapa.

Ég held að mamma hafi skamm­ast sín fyrir mig.“

Síð­ustu ár hafa ætt­ingjar þeirra sem fluttir voru til Kalaupapa komið þangað til að leita upp­lýs­inga um ást­vini sína. Nokkrir graf­reitir eru á skag­an­um. Um þús­und grafir eru merktar en stein­arnir eru flestir orðnir mjög veðrað­ir. Til að kom­ast til Kalaupapa þarf að fá sér­stakt leyfi. Þar er ekki stunduð fjölda­ferða­mennska. Þegar síð­asti íbú­inn fellur frá stendur mögu­lega til að hleypa þangað fleiri ferða­mönnum sem vilja fræð­ast um hina átak­an­legu sögu fólks­ins sem neytt var til að flytja þangað og svo þeirra sem gátu ekki hugsað sér að fara það­an. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent