Þrettán fyrirtæki voru með yfir 150 starfsmenn á hlutabótaleiðinni í apríl

Um 73 prósent allra fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleið stjórnvalda í apríl voru einungis með einn til þrjá starfsmenn í skertu starfshlutfalli, en þrettán fyrirtæki voru hvert um sig með yfir 150 starfsmenn á hlutabótaleiðinni.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Auglýsing

Þrettán fyr­ir­tæki nýttu hluta­bóta­leið stjórn­valda fyrir 150 starfs­menn eða fleiri hvert í síð­asta mán­uði. Í heild­ina voru þessi þrettán fyr­ir­tæki með um 14 pró­sent allra þeirra starfs­manna sem nýttu sér hluta­bóta­úr­ræð­ið, eða vel á fimmta þús­und manns.

Átta af þessum fyr­ir­tækjum eru í ferða­þjón­ustu­tengdri starf­semi, fjögur í verslun og eitt í iðn­aði, sam­kvæmt því sem fram kemur í nýjustu skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um stöðu og horfur á íslenskum vinnu­mark­aði.

Langstærst þess­ara fyr­ir­tækja er Icelanda­ir, sem setti 92 pró­sent allra starfs­manna sinna í minnkað starfs­hlut­fall í mars.

Auglýsing

Um tvö þús­und þeirra var síðan sagt upp í stærstu hóp­upp­sögn Íslands­sög­unnar í lok apr­íl, eftir að stjórn­völd lýstu því yfir að í vændum væri frum­varp sem fæli í sér að ríkið myndi greiða bróð­ur­part launa starfs­manna á upp­sagn­ar­fresti.

Um 73 pró­sent fyr­ir­tækja með 1-3 starfs­menn í skertu starfs­hlut­falli

Alls nýttu 6.320 fyr­ir­tæki sér hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda í apr­íl, en lang­flest voru þau ein­ungis með einn til þrjá starfs­menn í skertu starfs­hlut­fall. Þannig var háttað hjá um 4.600 fyr­ir­tækj­um, eða um 73 pró­sentum allra fyr­ir­tækja sem nýttu hluta­bóta­leið­ina.

Vinnu­mála­stofnun hefur verið beðin um að birta lista yfir öll þau fyr­ir­tæki sem nýtt hafa hluta­bóta­leið­ina, en það hefur ekki enn verið gert.

Unnur Sverr­is­dóttir for­stjóri stofn­un­ar­innar hefur haft áhyggjur af því að slíkt stang­ist á við per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið þar sem í til­felli minni fyr­ir­tækja sé auð­velt að per­sónu­greina ein­staka starfs­menn. Álit Per­sónu­verndar var þó að birt­ing list­ans stang­að­ist ekki á við ákvæði laga um per­sónu­vernd.

„Ég er ennþá svo­­lítið hugsi þrátt fyrir álit Per­­són­u­verndar – og hef stuðn­­ing per­­són­u­vernd­­ar­­full­­trúa stofn­un­­ar­innar í því – hvort að það sé rétt að birta lista yfir fyr­ir­tæki, til dæmis með fimm starfs­­menn eða færri. Og þá er ég nátt­úru­­lega að hugsa um það traust sem ég tel að þurfi að ríkja á milli okkar og skjól­­stæð­inga okk­­ar,“ sagði Unnur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna síð­asta föstu­dag.

Spá 14,8 atvinnu­leysi í maí

Sam­an­lagt atvinnu­leysi á íslenskum vinnu­mark­aði í lok apríl var 17,8 pró­sent, en almennt atvinnu­leysi var 7,5 pró­sent og til við­bótar var 10,3 pró­sent vinnu­mark­að­ar­ins á hluta­bóta­leið­inn­i. Þeir sem fengu hluta­bætur voru að með­al­tali í rösk­lega 40 pró­senta starfs­hlut­falli.

Vinnu­mála­stofnun spáir því að atvinnu­leysið verði 14,8 pró­sent í lok þessa mán­að­ar, en þann 15. maí höfðu um 7.500 manns þegar skráð sig af hluta­bóta­leið­inni, ýmist vegna þess að þeim hafði verið sagt upp störfum eða gátu snúið til baka í sitt fyrra starf í kjöl­far til­slak­ana á sótt­varna­ráð­stöf­un­um. 

Vinnu­mála­stofnun áætlar að um helm­ingur hafi farið hvora leið og gerir ráð fyrir að frek­ari fækkun verði á hluta­bóta­leið­inni í maí. ­Stofn­unin býst við því að all­margir þeirra sem fara af hluta­bótum vegna upp­sagna komi inn á atvinnu­leys­is­skrá þegar upp­sagn­ar­fresti þeirra lýkur þegar líður á sum­ar­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent