Þrettán fyrirtæki voru með yfir 150 starfsmenn á hlutabótaleiðinni í apríl

Um 73 prósent allra fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleið stjórnvalda í apríl voru einungis með einn til þrjá starfsmenn í skertu starfshlutfalli, en þrettán fyrirtæki voru hvert um sig með yfir 150 starfsmenn á hlutabótaleiðinni.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Auglýsing

Þrettán fyr­ir­tæki nýttu hluta­bóta­leið stjórn­valda fyrir 150 starfs­menn eða fleiri hvert í síð­asta mán­uði. Í heild­ina voru þessi þrettán fyr­ir­tæki með um 14 pró­sent allra þeirra starfs­manna sem nýttu sér hluta­bóta­úr­ræð­ið, eða vel á fimmta þús­und manns.

Átta af þessum fyr­ir­tækjum eru í ferða­þjón­ustu­tengdri starf­semi, fjögur í verslun og eitt í iðn­aði, sam­kvæmt því sem fram kemur í nýjustu skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um stöðu og horfur á íslenskum vinnu­mark­aði.

Langstærst þess­ara fyr­ir­tækja er Icelanda­ir, sem setti 92 pró­sent allra starfs­manna sinna í minnkað starfs­hlut­fall í mars.

Auglýsing

Um tvö þús­und þeirra var síðan sagt upp í stærstu hóp­upp­sögn Íslands­sög­unnar í lok apr­íl, eftir að stjórn­völd lýstu því yfir að í vændum væri frum­varp sem fæli í sér að ríkið myndi greiða bróð­ur­part launa starfs­manna á upp­sagn­ar­fresti.

Um 73 pró­sent fyr­ir­tækja með 1-3 starfs­menn í skertu starfs­hlut­falli

Alls nýttu 6.320 fyr­ir­tæki sér hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda í apr­íl, en lang­flest voru þau ein­ungis með einn til þrjá starfs­menn í skertu starfs­hlut­fall. Þannig var háttað hjá um 4.600 fyr­ir­tækj­um, eða um 73 pró­sentum allra fyr­ir­tækja sem nýttu hluta­bóta­leið­ina.

Vinnu­mála­stofnun hefur verið beðin um að birta lista yfir öll þau fyr­ir­tæki sem nýtt hafa hluta­bóta­leið­ina, en það hefur ekki enn verið gert.

Unnur Sverr­is­dóttir for­stjóri stofn­un­ar­innar hefur haft áhyggjur af því að slíkt stang­ist á við per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið þar sem í til­felli minni fyr­ir­tækja sé auð­velt að per­sónu­greina ein­staka starfs­menn. Álit Per­sónu­verndar var þó að birt­ing list­ans stang­að­ist ekki á við ákvæði laga um per­sónu­vernd.

„Ég er ennþá svo­­lítið hugsi þrátt fyrir álit Per­­són­u­verndar – og hef stuðn­­ing per­­són­u­vernd­­ar­­full­­trúa stofn­un­­ar­innar í því – hvort að það sé rétt að birta lista yfir fyr­ir­tæki, til dæmis með fimm starfs­­menn eða færri. Og þá er ég nátt­úru­­lega að hugsa um það traust sem ég tel að þurfi að ríkja á milli okkar og skjól­­stæð­inga okk­­ar,“ sagði Unnur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna síð­asta föstu­dag.

Spá 14,8 atvinnu­leysi í maí

Sam­an­lagt atvinnu­leysi á íslenskum vinnu­mark­aði í lok apríl var 17,8 pró­sent, en almennt atvinnu­leysi var 7,5 pró­sent og til við­bótar var 10,3 pró­sent vinnu­mark­að­ar­ins á hluta­bóta­leið­inn­i. Þeir sem fengu hluta­bætur voru að með­al­tali í rösk­lega 40 pró­senta starfs­hlut­falli.

Vinnu­mála­stofnun spáir því að atvinnu­leysið verði 14,8 pró­sent í lok þessa mán­að­ar, en þann 15. maí höfðu um 7.500 manns þegar skráð sig af hluta­bóta­leið­inni, ýmist vegna þess að þeim hafði verið sagt upp störfum eða gátu snúið til baka í sitt fyrra starf í kjöl­far til­slak­ana á sótt­varna­ráð­stöf­un­um. 

Vinnu­mála­stofnun áætlar að um helm­ingur hafi farið hvora leið og gerir ráð fyrir að frek­ari fækkun verði á hluta­bóta­leið­inni í maí. ­Stofn­unin býst við því að all­margir þeirra sem fara af hluta­bótum vegna upp­sagna komi inn á atvinnu­leys­is­skrá þegar upp­sagn­ar­fresti þeirra lýkur þegar líður á sum­ar­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent