Þingmenn segjast hafa orðið fyrir bæði einelti og kynbundinni áreitni

Á annan tug þingmanna hafa upplifað einelti og/eða kynbundið áreiti í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt, samkvæmt nýrri könnun frá Félagsvísindastofnun sem þingið lét vinna og birt var í dag. Niðurstöðurnar eru „sláandi“ að sögn forseta Alþingis.

Alþingi
Auglýsing

Fimmtán þing­menn segj­ast hafa orðið fyrir ein­elti í starfi eða í tengslum við starf sitt, eða 35,7 pró­sent þeirra 42 þing­manna sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­innar í könnun á starfs­um­hverf­inu á Alþingi sem fram­kvæmd var fyrr á árinu og birt var á vef Alþingis í dag.

Alls 20 pró­sent af þeim 153 starfs­mönnum á Alþingi sem svör­uðu könn­un­inni sögð­ust hafa orðið fyrir ein­elti í starfi sínu og 18,4 pró­sent þátt­tak­enda sögðu að þeir hefðu ein­hvern­tím­ann orðið fyrir kyn­bund­inni áreitni á starfs­tíma sínum á Alþingi eða í tengslum við starf sitt þar.

Í síð­ar­nefnda hópnum voru 14 þing­menn, af alls 44 þing­mönnum sem svör­uðu spurn­ing­unni. Meiri­hluti þeirra starfs­manna á Alþingi sem sögð­ust hafa orðið fyrir kyn­bund­inni áreitni sögðu að það hefði verið af hendi fleiri en eins ein­stak­lings.

Auglýsing

Þeir sem beittu kyn­bund­inni áreitni voru sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar að miklum meiri­hluta karl­ar, eða 74 pró­sent. Yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem sögð­ust hafa orðið fyrir kyn­bund­inni áreitni sögð­ust ekki hafa til­kynnt áreitn­ina, eða 25 af þeim 27 starfs­mönnum á Alþingi sem sögð­ust hafa orðið fyrir slíkri áreitni.

Í til­kynn­ingu frá Alþingi um nið­ur­stöður könn­un­ar­innar segir að hún hafi leitt í ljós að erfið sam­skipti, ein­elti, kyn­ferð­is­leg og kyn­bundin áreitni hafi fremur mælst meðal þing­manna en almennt meðal starfs­fólks skrif­stofu Alþing­is.

Helm­ingur þing­manna telur að starf sitt hafi valdið fjöl­skyld­unni erf­ið­leikum

Þing­menn beðnir um að svara áttum beinum spurn­ingum um áhrif þing­starfs­ins, sem samdar voru upp úr sam­bæri­legum rann­sóknum sem lagðar hafa verið fyrir á evr­ópskum þjóð­þing­um.

Alls svör­uðu 45 þing­menn þessum spurn­ingum og í ljós kom að helm­ingur þeirra taldi að starf þeirra sem þing­menn hefði valdið fjöl­skyldu­með­limum þeirra erf­ið­leik­um. Hlut­falls­lega voru svipað margar konur og karlar sem sögðu að svo væri.

Af þeim höfðu einnig 23,3 pró­sent upp­lifað að myndir og/eða ummæli um þau sem höfðu kyn­ferð­is­legar vís­anir eða inn­tak hefðu birst í fjöl­miðl­u­m,  Hlut­falls­lega fleiri konur en karlar höfðu slíka reynslu eða 31,6 pró­sent kven­kyns þing­manna og 16,7 pró­sent karla á þing­i. 

Þá töldu 29,5 pró­sent sig hafa orðið fyrir áreitni og hegðun sem væri ítrekuð og ógn­andi. Hlut­falls­lega fleiri konur en karlar höfðu slíka reynslu eða 36,8 pró­sent kvenna og 24 pró­sent karla á þingi.

Tæp 16 pró­sent þing­mann­anna sem svör­uðu greindu svo frá því að hafa orðið fyrir lík­am­legu ofbeldi í tengslum við starf sitt á Alþingi og þá greindu 14,6 pró­sent svar­enda frá því að nánum fjöl­skyldu­með­limum hefði verið hótað ofbeldi í tengslum við störf sín á Alþingi.

Nið­ur­stöð­urnar „slá­andi“ að mati for­seta Alþingis

Alls var könn­unin send á 206 manns sem vinna á Alþingi, þing­menn, starfs­menn þing­flokka og starfs­fólk Alþing­is. Svar­hlut­fallið könn­un­ar­inn­ar, sem Félags­vís­inda­stofnun vann, var því 74,3 pró­sent.

Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis sagði við upp­haf þing­fundar fyrr í dag að nið­ur­stöð­urnar væru nokkuð slá­andi og þau skila­boð þing­for­set­ans eru ítrekuð í til­kynn­ingu þings­ins um könn­un­ina.

„Ég tel afar mik­il­vægt að þessi könnun hafi verið gerð sem liður í aðgerð­um, í ferli, til að takast á við og laga það sem betur má fara. Við hljótum að taka nið­ur­stöð­urnar alvar­lega, slá­andi sem þær eru, fylgja þeim eftir og halda vinn­unni áfram,“ er haft eftir Stein­grími.

For­sætis­nefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í jan­úar að stofna jafn­réttis­nefnd Alþing­is. Nefndin er skipuð þeim Guð­jóni Brjáns­syni og Bryn­dísi Har­alds­dóttur af hálfu for­sætis­nefndar og af hálfu starfs­fólks skrif­stofu Alþingis sitja í henni Ragna Árna­dóttir skrif­stofu­stjóri og Saga Stein­þórs­dóttir starfs­manna­stjóri. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Alþingi er nefnd­inni ætlað að ræða eft­ir­fylgni könn­un­ar­innar og mun jafn­réttis­nefnd Alþingis hafa sam­ráð við jafn­réttis­nefnd skrif­stofu Alþingis eftir því sem til­efni verður til.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent