Þingmenn segjast hafa orðið fyrir bæði einelti og kynbundinni áreitni

Á annan tug þingmanna hafa upplifað einelti og/eða kynbundið áreiti í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt, samkvæmt nýrri könnun frá Félagsvísindastofnun sem þingið lét vinna og birt var í dag. Niðurstöðurnar eru „sláandi“ að sögn forseta Alþingis.

Alþingi
Auglýsing

Fimmtán þing­menn segj­ast hafa orðið fyrir ein­elti í starfi eða í tengslum við starf sitt, eða 35,7 pró­sent þeirra 42 þing­manna sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­innar í könnun á starfs­um­hverf­inu á Alþingi sem fram­kvæmd var fyrr á árinu og birt var á vef Alþingis í dag.

Alls 20 pró­sent af þeim 153 starfs­mönnum á Alþingi sem svör­uðu könn­un­inni sögð­ust hafa orðið fyrir ein­elti í starfi sínu og 18,4 pró­sent þátt­tak­enda sögðu að þeir hefðu ein­hvern­tím­ann orðið fyrir kyn­bund­inni áreitni á starfs­tíma sínum á Alþingi eða í tengslum við starf sitt þar.

Í síð­ar­nefnda hópnum voru 14 þing­menn, af alls 44 þing­mönnum sem svör­uðu spurn­ing­unni. Meiri­hluti þeirra starfs­manna á Alþingi sem sögð­ust hafa orðið fyrir kyn­bund­inni áreitni sögðu að það hefði verið af hendi fleiri en eins ein­stak­lings.

Auglýsing

Þeir sem beittu kyn­bund­inni áreitni voru sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar að miklum meiri­hluta karl­ar, eða 74 pró­sent. Yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem sögð­ust hafa orðið fyrir kyn­bund­inni áreitni sögð­ust ekki hafa til­kynnt áreitn­ina, eða 25 af þeim 27 starfs­mönnum á Alþingi sem sögð­ust hafa orðið fyrir slíkri áreitni.

Í til­kynn­ingu frá Alþingi um nið­ur­stöður könn­un­ar­innar segir að hún hafi leitt í ljós að erfið sam­skipti, ein­elti, kyn­ferð­is­leg og kyn­bundin áreitni hafi fremur mælst meðal þing­manna en almennt meðal starfs­fólks skrif­stofu Alþing­is.

Helm­ingur þing­manna telur að starf sitt hafi valdið fjöl­skyld­unni erf­ið­leikum

Þing­menn beðnir um að svara áttum beinum spurn­ingum um áhrif þing­starfs­ins, sem samdar voru upp úr sam­bæri­legum rann­sóknum sem lagðar hafa verið fyrir á evr­ópskum þjóð­þing­um.

Alls svör­uðu 45 þing­menn þessum spurn­ingum og í ljós kom að helm­ingur þeirra taldi að starf þeirra sem þing­menn hefði valdið fjöl­skyldu­með­limum þeirra erf­ið­leik­um. Hlut­falls­lega voru svipað margar konur og karlar sem sögðu að svo væri.

Af þeim höfðu einnig 23,3 pró­sent upp­lifað að myndir og/eða ummæli um þau sem höfðu kyn­ferð­is­legar vís­anir eða inn­tak hefðu birst í fjöl­miðl­u­m,  Hlut­falls­lega fleiri konur en karlar höfðu slíka reynslu eða 31,6 pró­sent kven­kyns þing­manna og 16,7 pró­sent karla á þing­i. 

Þá töldu 29,5 pró­sent sig hafa orðið fyrir áreitni og hegðun sem væri ítrekuð og ógn­andi. Hlut­falls­lega fleiri konur en karlar höfðu slíka reynslu eða 36,8 pró­sent kvenna og 24 pró­sent karla á þingi.

Tæp 16 pró­sent þing­mann­anna sem svör­uðu greindu svo frá því að hafa orðið fyrir lík­am­legu ofbeldi í tengslum við starf sitt á Alþingi og þá greindu 14,6 pró­sent svar­enda frá því að nánum fjöl­skyldu­með­limum hefði verið hótað ofbeldi í tengslum við störf sín á Alþingi.

Nið­ur­stöð­urnar „slá­andi“ að mati for­seta Alþingis

Alls var könn­unin send á 206 manns sem vinna á Alþingi, þing­menn, starfs­menn þing­flokka og starfs­fólk Alþing­is. Svar­hlut­fallið könn­un­ar­inn­ar, sem Félags­vís­inda­stofnun vann, var því 74,3 pró­sent.

Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis sagði við upp­haf þing­fundar fyrr í dag að nið­ur­stöð­urnar væru nokkuð slá­andi og þau skila­boð þing­for­set­ans eru ítrekuð í til­kynn­ingu þings­ins um könn­un­ina.

„Ég tel afar mik­il­vægt að þessi könnun hafi verið gerð sem liður í aðgerð­um, í ferli, til að takast á við og laga það sem betur má fara. Við hljótum að taka nið­ur­stöð­urnar alvar­lega, slá­andi sem þær eru, fylgja þeim eftir og halda vinn­unni áfram,“ er haft eftir Stein­grími.

For­sætis­nefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í jan­úar að stofna jafn­réttis­nefnd Alþing­is. Nefndin er skipuð þeim Guð­jóni Brjáns­syni og Bryn­dísi Har­alds­dóttur af hálfu for­sætis­nefndar og af hálfu starfs­fólks skrif­stofu Alþingis sitja í henni Ragna Árna­dóttir skrif­stofu­stjóri og Saga Stein­þórs­dóttir starfs­manna­stjóri. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Alþingi er nefnd­inni ætlað að ræða eft­ir­fylgni könn­un­ar­innar og mun jafn­réttis­nefnd Alþingis hafa sam­ráð við jafn­réttis­nefnd skrif­stofu Alþingis eftir því sem til­efni verður til.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent