Þingmenn segjast hafa orðið fyrir bæði einelti og kynbundinni áreitni

Á annan tug þingmanna hafa upplifað einelti og/eða kynbundið áreiti í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt, samkvæmt nýrri könnun frá Félagsvísindastofnun sem þingið lét vinna og birt var í dag. Niðurstöðurnar eru „sláandi“ að sögn forseta Alþingis.

Alþingi
Auglýsing

Fimmtán þing­menn segj­ast hafa orðið fyrir ein­elti í starfi eða í tengslum við starf sitt, eða 35,7 pró­sent þeirra 42 þing­manna sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­innar í könnun á starfs­um­hverf­inu á Alþingi sem fram­kvæmd var fyrr á árinu og birt var á vef Alþingis í dag.

Alls 20 pró­sent af þeim 153 starfs­mönnum á Alþingi sem svör­uðu könn­un­inni sögð­ust hafa orðið fyrir ein­elti í starfi sínu og 18,4 pró­sent þátt­tak­enda sögðu að þeir hefðu ein­hvern­tím­ann orðið fyrir kyn­bund­inni áreitni á starfs­tíma sínum á Alþingi eða í tengslum við starf sitt þar.

Í síð­ar­nefnda hópnum voru 14 þing­menn, af alls 44 þing­mönnum sem svör­uðu spurn­ing­unni. Meiri­hluti þeirra starfs­manna á Alþingi sem sögð­ust hafa orðið fyrir kyn­bund­inni áreitni sögðu að það hefði verið af hendi fleiri en eins ein­stak­lings.

Auglýsing

Þeir sem beittu kyn­bund­inni áreitni voru sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar að miklum meiri­hluta karl­ar, eða 74 pró­sent. Yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem sögð­ust hafa orðið fyrir kyn­bund­inni áreitni sögð­ust ekki hafa til­kynnt áreitn­ina, eða 25 af þeim 27 starfs­mönnum á Alþingi sem sögð­ust hafa orðið fyrir slíkri áreitni.

Í til­kynn­ingu frá Alþingi um nið­ur­stöður könn­un­ar­innar segir að hún hafi leitt í ljós að erfið sam­skipti, ein­elti, kyn­ferð­is­leg og kyn­bundin áreitni hafi fremur mælst meðal þing­manna en almennt meðal starfs­fólks skrif­stofu Alþing­is.

Helm­ingur þing­manna telur að starf sitt hafi valdið fjöl­skyld­unni erf­ið­leikum

Þing­menn beðnir um að svara áttum beinum spurn­ingum um áhrif þing­starfs­ins, sem samdar voru upp úr sam­bæri­legum rann­sóknum sem lagðar hafa verið fyrir á evr­ópskum þjóð­þing­um.

Alls svör­uðu 45 þing­menn þessum spurn­ingum og í ljós kom að helm­ingur þeirra taldi að starf þeirra sem þing­menn hefði valdið fjöl­skyldu­með­limum þeirra erf­ið­leik­um. Hlut­falls­lega voru svipað margar konur og karlar sem sögðu að svo væri.

Af þeim höfðu einnig 23,3 pró­sent upp­lifað að myndir og/eða ummæli um þau sem höfðu kyn­ferð­is­legar vís­anir eða inn­tak hefðu birst í fjöl­miðl­u­m,  Hlut­falls­lega fleiri konur en karlar höfðu slíka reynslu eða 31,6 pró­sent kven­kyns þing­manna og 16,7 pró­sent karla á þing­i. 

Þá töldu 29,5 pró­sent sig hafa orðið fyrir áreitni og hegðun sem væri ítrekuð og ógn­andi. Hlut­falls­lega fleiri konur en karlar höfðu slíka reynslu eða 36,8 pró­sent kvenna og 24 pró­sent karla á þingi.

Tæp 16 pró­sent þing­mann­anna sem svör­uðu greindu svo frá því að hafa orðið fyrir lík­am­legu ofbeldi í tengslum við starf sitt á Alþingi og þá greindu 14,6 pró­sent svar­enda frá því að nánum fjöl­skyldu­með­limum hefði verið hótað ofbeldi í tengslum við störf sín á Alþingi.

Nið­ur­stöð­urnar „slá­andi“ að mati for­seta Alþingis

Alls var könn­unin send á 206 manns sem vinna á Alþingi, þing­menn, starfs­menn þing­flokka og starfs­fólk Alþing­is. Svar­hlut­fallið könn­un­ar­inn­ar, sem Félags­vís­inda­stofnun vann, var því 74,3 pró­sent.

Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis sagði við upp­haf þing­fundar fyrr í dag að nið­ur­stöð­urnar væru nokkuð slá­andi og þau skila­boð þing­for­set­ans eru ítrekuð í til­kynn­ingu þings­ins um könn­un­ina.

„Ég tel afar mik­il­vægt að þessi könnun hafi verið gerð sem liður í aðgerð­um, í ferli, til að takast á við og laga það sem betur má fara. Við hljótum að taka nið­ur­stöð­urnar alvar­lega, slá­andi sem þær eru, fylgja þeim eftir og halda vinn­unni áfram,“ er haft eftir Stein­grími.

For­sætis­nefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í jan­úar að stofna jafn­réttis­nefnd Alþing­is. Nefndin er skipuð þeim Guð­jóni Brjáns­syni og Bryn­dísi Har­alds­dóttur af hálfu for­sætis­nefndar og af hálfu starfs­fólks skrif­stofu Alþingis sitja í henni Ragna Árna­dóttir skrif­stofu­stjóri og Saga Stein­þórs­dóttir starfs­manna­stjóri. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Alþingi er nefnd­inni ætlað að ræða eft­ir­fylgni könn­un­ar­innar og mun jafn­réttis­nefnd Alþingis hafa sam­ráð við jafn­réttis­nefnd skrif­stofu Alþingis eftir því sem til­efni verður til.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent