„Hinn blákaldi veruleiki“ að hluti fyrirtækja í ferðaþjónustu munu ekki lifa af

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að fjármunir verði frekar notaðir til að örva eftirspurn eftir ferðaþjónustu en að halda á lífi fyrirtækjum sem séu ekki lífvænleg. Það sé t.d. hægt að gera með því að skala upp hugmyndir um stafrænar ávísanir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Það liggur fyrir að mörg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu muni þurfa að hætta starf­semi, segir Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra. Það sé ljóst að ekki verður sofið í öllum hót­el­her­bergj­un­um, allir bíla­leigu­bíl­arnir verða ekki leigðir og ekki verða nægi­lega margir við­skipta­vinir til þess að öll afþrey­ing­ar­þjón­ustu­fyr­ir­tækin standi undir sér.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­­legu við­tali Kjarn­ans við Sig­urð Inga sem birt var um liðna helgi. Við­talið er hluti af umfjöll­un­­ar­röð Kjarn­ans þar sem sjónum er beint að þeirri fram­­tíð sem gæti sprottið upp úr stöð­unni sem nú blasir við Íslandi efna­hags­­lega. Fyrsti hluti þeirrar umfjöll­unar voru við­­töl við alla þrjá for­­menn stjórn­­­ar­­flokk­anna. 

„Ég held að það sé hinn blá­kaldi raun­veru­leiki sem að eng­inn vildi horfast í augu við upp­haf­lega, en flestir eru að gera sér grein fyr­ir. Í starfs­grein sem var nokkuð mikið skuld­sett og stóð frammi fyrir áskor­unum allt síð­ast­liðið ár, og jafn­vel síð­ast­liðin tvö ár, er óum­flýj­an­legt að það verði ein­hverjar breyt­ing­ar. Ég held að það sé aug­ljóst að nokkur hluti þeirra fyr­ir­tækja mun ekki lifa þetta af.“

Frekar að nota fjár­mun­ina til að örva eft­ir­spurn

Sig­urður Ingi segir að í stað þess að ríkið haldi þeim fyr­ir­tækjum sem séu ekki líf­væn­leg gang­andi án þess að þau séu í neinni starf­semi sé betra að nota fjár­muni til að ýta undir að þau sem geti bjargað sér eigi meiri mögu­leika með því að örva inn­lenda eft­ir­spurn.

Auglýsing
„Ég held að þetta sé skyn­sam­ari leið, en hið óhjá­kvæmi­lega er að mörg fyr­ir­tæki þurfa nú að taka þá ákvörðun hvað leið þau ætla að fara. Og síðan eru ein­hver sem geta kom­ist í skjól og verið til­búin til að takast á við það þegar heim­ur­inn verður meira eðli­leg­ur. En hann verður aldrei óbreytt­ur. Það er það sem að allir þurfa að átta sig á.“

Ein leið sem hann sér til að örva eft­ir­spurn­ina í ferða­þjón­ustu í sumar er að skala upp fyrri hug­myndir um að dreifa 1,5 millj­arði króna til lands­manna í formi staf­rænna ávís­ana til að eyða í ferða­þjón­ustu inn­an­lands. „Tækni­lausnin liggur fyr­ir, útfærslan er ein­föld. Það væri hægt að skala þetta upp og búa til veru­lega eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ust­unni á Íslandi og flétta það síðan saman við opnun landamæra sem verður þó háð því hvernig öðrum löndum tekst að eiga við plág­una.“

Hægt er að lesa við­talið við Sig­urð Inga í heild sinni hér og hlusta á það hér fyrir neð­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent