„Hinn blákaldi veruleiki“ að hluti fyrirtækja í ferðaþjónustu munu ekki lifa af

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að fjármunir verði frekar notaðir til að örva eftirspurn eftir ferðaþjónustu en að halda á lífi fyrirtækjum sem séu ekki lífvænleg. Það sé t.d. hægt að gera með því að skala upp hugmyndir um stafrænar ávísanir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Það liggur fyrir að mörg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu muni þurfa að hætta starf­semi, segir Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra. Það sé ljóst að ekki verður sofið í öllum hót­el­her­bergj­un­um, allir bíla­leigu­bíl­arnir verða ekki leigðir og ekki verða nægi­lega margir við­skipta­vinir til þess að öll afþrey­ing­ar­þjón­ustu­fyr­ir­tækin standi undir sér.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­­legu við­tali Kjarn­ans við Sig­urð Inga sem birt var um liðna helgi. Við­talið er hluti af umfjöll­un­­ar­röð Kjarn­ans þar sem sjónum er beint að þeirri fram­­tíð sem gæti sprottið upp úr stöð­unni sem nú blasir við Íslandi efna­hags­­lega. Fyrsti hluti þeirrar umfjöll­unar voru við­­töl við alla þrjá for­­menn stjórn­­­ar­­flokk­anna. 

„Ég held að það sé hinn blá­kaldi raun­veru­leiki sem að eng­inn vildi horfast í augu við upp­haf­lega, en flestir eru að gera sér grein fyr­ir. Í starfs­grein sem var nokkuð mikið skuld­sett og stóð frammi fyrir áskor­unum allt síð­ast­liðið ár, og jafn­vel síð­ast­liðin tvö ár, er óum­flýj­an­legt að það verði ein­hverjar breyt­ing­ar. Ég held að það sé aug­ljóst að nokkur hluti þeirra fyr­ir­tækja mun ekki lifa þetta af.“

Frekar að nota fjár­mun­ina til að örva eft­ir­spurn

Sig­urður Ingi segir að í stað þess að ríkið haldi þeim fyr­ir­tækjum sem séu ekki líf­væn­leg gang­andi án þess að þau séu í neinni starf­semi sé betra að nota fjár­muni til að ýta undir að þau sem geti bjargað sér eigi meiri mögu­leika með því að örva inn­lenda eft­ir­spurn.

Auglýsing
„Ég held að þetta sé skyn­sam­ari leið, en hið óhjá­kvæmi­lega er að mörg fyr­ir­tæki þurfa nú að taka þá ákvörðun hvað leið þau ætla að fara. Og síðan eru ein­hver sem geta kom­ist í skjól og verið til­búin til að takast á við það þegar heim­ur­inn verður meira eðli­leg­ur. En hann verður aldrei óbreytt­ur. Það er það sem að allir þurfa að átta sig á.“

Ein leið sem hann sér til að örva eft­ir­spurn­ina í ferða­þjón­ustu í sumar er að skala upp fyrri hug­myndir um að dreifa 1,5 millj­arði króna til lands­manna í formi staf­rænna ávís­ana til að eyða í ferða­þjón­ustu inn­an­lands. „Tækni­lausnin liggur fyr­ir, útfærslan er ein­föld. Það væri hægt að skala þetta upp og búa til veru­lega eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ust­unni á Íslandi og flétta það síðan saman við opnun landamæra sem verður þó háð því hvernig öðrum löndum tekst að eiga við plág­una.“

Hægt er að lesa við­talið við Sig­urð Inga í heild sinni hér og hlusta á það hér fyrir neð­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent