Segir sumargjafir eigenda Samherja til afkomenda „kannski í stærri kantinum“

Þingmaður VG segir að tilfærsla eigenda Samherja á fjármunum til afkomendanna endurspegli stórgallað kvótakerfi hér á landi.

Lilja Rafney Magnúsdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Auglýsing

„Sum­ar­gjafir eru góður og þjóð­legur siður – að gefa börn­unum sínum sum­ar­gjafir – en sum­ar­gjafir eig­enda Sam­herja til barn­anna sinna eru kannski í stærri kant­in­um. Þær nema tugum millj­arða króna í til­færslu frá eig­endum Sam­herja til afkom­enda sinna og þetta end­ur­speglar stór­gallað kvóta­kerfi með óheftu fram­sali og sam­þjöppun til stórra fjár­magns­eig­enda.“

Þetta sagði Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, undir dag­skrár­liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Fjár­magns­eig­endur í stórum útgerð­ar­fé­lögum í engum tengslum við hags­muni þjóð­ar­innar

„Fjár­magnið stýrir að stórum hluta hverjir nýta sjáv­ar­auð­lind­ina og hvar hún er nýtt og hvar arð­ur­inn á auð­lind­inni lend­ir. Það hefur orðið gíf­ur­leg sam­þjöppun í grein­inni á þessum þrjá­tíu árum sem óhefta fram­salið var sett á og fjár­magns­eig­endur hluta­bréfa í stórum útgerð­ar­fé­lögum eru í engum tengslum við hags­muni þjóð­ar­innar eða íbúa sjáv­ar­byggð­anna sem hafa margoft þurft að blæða fyrir þegar lifi­brauð þeirra og afkoma fer á einni nótt­u.“

Hún sagði að þetta gæti varla kall­ast ásætt­an­legt við stjórn á sam­eig­in­legu auð­lind Íslend­inga.

Auglýsing

Gall­arnir komið í ljós

Lilja Raf­ney sagði enn fremur að þegar óhefta fram­salið hefði verið sett á árið 1990 með lögum þá hefði það verið gert með hag­ræð­ing­ar­kröfu að leið­ar­ljósi – að lög­mál mark­að­ar­ins myndu auka hag­kvæmi veið­anna. „En frá þeim tíma hafa allir þessir gallar komið í ljós og komið í veg fyrir eðli­lega þróun í sjáv­ar­byggðum lands­ins. Græðgi, brask og miklir fjár­munir hafa runnið frá grein­inni í óskylda starf­sem­i.“

Þing­mað­ur­inn benti á að hægt væri að stýra auð­lind­inni með öðrum hætti með nýt­ing­ar­samn­ing­um, end­ur­út­hlutun og að koma auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá. „Það verður að koma í veg fyrir að svona miklir fjár­munir af sam­eig­in­legum auð­lindum okkar renni á milli kyn­slóða sem byggj­ast á sam­eign þjóð­ar­inn­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent