Pósturinn nýtti hlutabótaleiðina fyrir 125 starfsmenn

Íslandspóstur, opinbert hlutafélag, nýtti hlutabótaleið stjórnvalda fyrir 125 starfsmenn í apríl. Birgir Jónsson forstjóri segir að magnminnkun í erlendum pakkasendingum og innlendum bréfum hafi leitt til þess að verkefnum fækkaði.

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Auglýsing

Alls voru 125 starfs­menn Íslands­pósts í minnk­uðu starfs­hlut­falli í apr­íl­mán­uði, en opin­bera hluta­fé­lagið nýtti sér hluta­bóta­leið stjórn­valda. Birgir Jóns­son for­stjóri Íslands­pósts stað­festir þetta í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans og segir nokkrar ástæður fyrir því að Póst­ur­inn nýtti sér þetta úrræði.

Í fyrsta lagi segir hann að nán­ast allar erlendar send­ingar hafi horfið úr kerfi fyr­ir­tæk­is­ins í kjöl­far COVID-19 og að tekju­tapið af þeim sökum verði alla­vega hálfur millj­arður á árinu, sem sé mikið högg fyrir rekst­ur­inn. „Við vitum í raun ekki hvenær eða hvort allt þetta magn kemur til baka enda alls óvíst hvað tekur við í fram­hald­inu, bæði þegar litið er á sam­göngur og einnig vilja eða getu fólks til að panta erlendis frá á kreppu­tíma,“ segir Birg­ir.

Auglýsing

Einnig segir hann að orðið hafi meiri sam­dráttur í bréfum en gert var ráð fyr­ir, með til­heyr­andi tekju­tapi. For­stjór­inn segir að inn­lendar pakka­send­ingar hafi auk­ist nokkuð vegna aukn­ingar í net­versl­un, en það vegi þó ekki upp tekju­tapið nema að litlum hluta. 

Magn­minnkunin hafi leitt til þess að verk­efni hafi minnkað eða jafn­vel horfið hjá hluta starfs­manna, og að auki hafi verið ómögu­legt fyrir hluta starfs­manna að sinna störfum sínum vegna til­mæla almanna­varna og sótt­varna­lækn­is, til dæmis vegna fjölda­tak­mark­ana og lokun mötu­neyta.

„Hluta­bóta­leiðin er hugsuð til þess að verja ráðn­ing­ar­sam­band og með því að nýta okkur hana keyptum við okkur tíma til að sjá hvernig málin þró­ast hjá okk­ur, við erum að von­ast til þess að magnið erlendis frá vaxi aftur en ef ekki þá munum við þurfa að grípa til erf­iðra aðgerða enda er ekki hægt að hafa starfs­fólk án verk­efna og ekk­ert fyr­ir­tæki getur verið með fólk á launum ef það eru ekki tekjur á mót­i,“ segir Birgir í svari sínu.

Hann segir alla starfs­menn sem voru á hluta­bóta­leið­inni nú komna aftur til starfa, en engin trygg­ing væri fyrir því að erlenda magnið kæmi allt til baka þrátt fyrir að aukn­ing hefði verið merkj­an­leg und­an­farnar vik­ur.

„Við sjáum ekki fyrir okkur að nýta þetta úrræði frekar en hefur verið gert, þetta var fyrst og fremst gert með það í huga að hjálpa okkur að taka mesta höggið og sjá hvernig málin þró­uð­ust þannig að við gætum tekið betri ákvarð­anir þegar fram líða stund­ir,“ segir Birg­ir.

Hann segir að hafa verði í huga að þrátt fyrir að Póst­ur­inn hafi verið að rétta úr kútnum á síð­ustu mán­uðum hafi verið mik­ill tap­rekstur hjá fyr­ir­tæk­inu á und­an­förnum árum og eins og staðan sé í dag sé fyr­ir­tækið „mjög brot­hætt“ og þoli illa mikil skakka­föll í rekstr­in­um.

Fyr­ir­tæki en ekki stofnun

Ein­hverjum kann að þykja það skjóta skökku við að rík­is­fyr­ir­tæki eins og Íslands­póstur nýti sér hluta­bóta­úr­ræð­ið, en Birgir segir að það verði að „horfa til þess að Póst­ur­inn er fyr­ir­tæki en ekki stofnun og stjórn­endum ber skylda til þess að reka það sem slíkt og nýta öll úrræði til þess að hámarka hag­kvæmni í rekstr­in­um.“

Hann bætir við að úrræðið hafi ekki verið nýtt á fyrsta árs­fjórð­ungi og hafi því ekk­ert að gera með jákvæða afkomu Íslands­pósts á fyrsta hluta árs­ins.

„Póst­ur­inn hefur verið að grípa til ýmissa aðgerða til að hag­ræða í rekstr­inum og mun halda því áfram, lyk­il­stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa lagt mikla áherslu á að verja þann góða árangur sem fyr­ir­tækið hefur náð og afþökk­uðu til að mynda kjara­samn­ings­bundnar launa­hækk­anir á þessum miklu óvissu­tím­um. Við munum halda áfram að vinna að því að þjón­usta við­skipta­vini okkar sem best á sama tíma og við ætlum okkur að skila skil­virkara og öfl­ugra fyr­ir­tæki í öllum þáttum rekstr­ar­ins,“ segir Birg­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent