Flugfreyjufélagið hafnar lokatilboði Icelandair

Forstjóri Icelandair segir það mikil vonbrigði að tilboði félagsins hafi verið hafnað. Nýr kjarasamningur er talin forsenda þess að hægt verði að ná í nýtt hlutafé inn í Icelandair.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ) hefur hafnað loka­til­boði um nýjan kjara­samn­ing frá Icelanda­ir. Við­ræður milli deilu­að­ila hafa staðið yfir um nokk­urra vikna skeið enda hefur verið greint frá því að gerð kjara­samn­ings við lyk­il­stéttir sé ein af for­sendum þess að Icelandair geti sótt sér nálægt 30 millj­örðum króna í nýtt hluta­fé. Áður höfðu samn­inga­nefndir Icelandair og FFÍ átt í við­ræðum í um 16 mán­uði án þess að nið­ur­staða feng­ist í kjara­mál flug­freyja og flug­þjóna. Icelandair hefur þegar náð samn­ingum við flug­virkja og flug­menn. 

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir þessa nið­ur­stöðu mikil von­brigð­i. „Þetta var okkar loka­til­boð og byggir það á sama grunni og þeir samn­ingar sem gerðir hafa verið við stétt­ar­fé­lög flug­manna og flug­virkja. Í til­boð­inu eru fólgnar grunn­launa­hækk­an­ir, auk­inn sveigj­an­leiki varð­andi vinnu­tíma en á sama tíma tryggir það sam­keppn­is­hæfni og sveigj­an­leika Icelanda­ir. Því miður verður ekki lengra kom­ist í við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands og þurfum við nú að skoða aðrar leið­ir. Við ætlum okkur að koma félag­inu í gegnum þær krefj­andi aðstæður sem nú ríkja og styrkja rekstur þess til fram­tíð­ar.”

Í til­kynn­ingu frá félag­inu segir að eftir að FFÍ lagði fram til­lögur sem ræddar hafi verið í morgun ítrek­aði Icelandair loka­til­boð sitt sem tók mið af þeirri umræðu sem fór fram, að því marki sem félagið treysti sér til. Í kjöl­farið hafn­aði samn­inga­nefnd FFÍ til­boði Icelanda­ir. „Að mati Icelandair eru til­lögur FFÍ þess eðlis að samn­ing­ur­inn fari í kjöl­farið langt frá þeim mark­miðum sem sett voru í kjara­við­ræðum félags­ins við stétt­ar­fé­lög flug­stétta, en Icelandair hefur þegar gert lang­tíma­samn­inga við Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) og Flug­virkja­fé­lag Íslands (FVFÍ). Þeir samn­ingar kveða í meg­in­at­riðum á um sveigj­an­leika og við­bót við vinnu­skyldu og styðja þar með við mark­mið Icelandair Group um að auka sam­keppn­is­hæfni félags­ins á alþjóða­mark­aði en á sama tíma verja ráð­stöf­un­ar­tekjur starfs­fólks og tryggja því gott starfs­um­hverf­i.“

Auglýsing

Icelandair segir að til­boðið sem hafi verið hafnað hafi inni­hald­ið eft­ir­gjafir frá fyrra til­boði Icelandair sem áttu að koma til móts við þau sjón­ar­mið félags­manna þá. „Til­boðið fól meðal ann­ars í sér hækkun allra grunn­launa, með sér­stakri áherslu á lægstu laun, val um starfs­hlut­fall, að flug­stunda­há­mörk innan mán­aðar væru færð nið­ur, auk þess sem skorður voru settar um hámarks­fjölda laus­ráð­inna flug­freyja og flug­þjóna.“

Icelandair Group til­kynnti í lok síð­asta mán­aðar að félagið ætl­aði að auka hlutafé sitt um 30 þús­und milljón hluti. Útgefið hlutafé í dag er 5.437.660.653 hlut­­ir. Núver­andi eign hlut­hafa verður því 15,3 pró­­sent af útgefnu hlutafé ef það tekst að selja alla ætl­­uðu hluta­fjár­­aukn­ing­una. 

Fyr­ir­hugað hluta­fjár­­út­­­boð, sem verður almennt og fer fram í jún­í­mán­uði, á að safna rúm­­lega 29 millj­­örðum króna, eða 200 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala, í aukið hluta­­fé. Miðað við það má ætla að til standi að selja hvern hlut í hluta­fjár­­út­­­boð­inu á rúm­­lega eina krónu á hlut. 

Tekin verður ákvörðun um hvort að af útboð­inu verði á hlut­hafa­fundi sem hald­inn verður á föstu­dag, 22. maí. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021
Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.
Kjarninn 1. október 2020
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi
Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.
Kjarninn 1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
Kjarninn 1. október 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn hafa verið mismunandi sýnilegir vegna COVID-19. Svandís Svavarsdóttir nýtur nú meira trausts en áður, Katrín Jakobsdóttir stendur í stað en traust til Lilju Alfreðsdóttur hefur helmingast á rúmu ári.
Katrín nýtur mest trausts en traust til Lilju helmingast milli ára
Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins raða sér í þrjú efstu sætin yfir þá ráðherra sem landsmenn treysta síst. Þeim fækkar sem segjast treysta Lilju Alfreðsdóttur mest en fjölgar sem nefna Svandísi Svavarsdóttur eða Sigurð Inga Jóhannsson.
Kjarninn 1. október 2020
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent