Flugfreyjufélagið hafnar lokatilboði Icelandair

Forstjóri Icelandair segir það mikil vonbrigði að tilboði félagsins hafi verið hafnað. Nýr kjarasamningur er talin forsenda þess að hægt verði að ná í nýtt hlutafé inn í Icelandair.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ) hefur hafnað loka­til­boði um nýjan kjara­samn­ing frá Icelanda­ir. Við­ræður milli deilu­að­ila hafa staðið yfir um nokk­urra vikna skeið enda hefur verið greint frá því að gerð kjara­samn­ings við lyk­il­stéttir sé ein af for­sendum þess að Icelandair geti sótt sér nálægt 30 millj­örðum króna í nýtt hluta­fé. Áður höfðu samn­inga­nefndir Icelandair og FFÍ átt í við­ræðum í um 16 mán­uði án þess að nið­ur­staða feng­ist í kjara­mál flug­freyja og flug­þjóna. Icelandair hefur þegar náð samn­ingum við flug­virkja og flug­menn. 

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir þessa nið­ur­stöðu mikil von­brigð­i. „Þetta var okkar loka­til­boð og byggir það á sama grunni og þeir samn­ingar sem gerðir hafa verið við stétt­ar­fé­lög flug­manna og flug­virkja. Í til­boð­inu eru fólgnar grunn­launa­hækk­an­ir, auk­inn sveigj­an­leiki varð­andi vinnu­tíma en á sama tíma tryggir það sam­keppn­is­hæfni og sveigj­an­leika Icelanda­ir. Því miður verður ekki lengra kom­ist í við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands og þurfum við nú að skoða aðrar leið­ir. Við ætlum okkur að koma félag­inu í gegnum þær krefj­andi aðstæður sem nú ríkja og styrkja rekstur þess til fram­tíð­ar.”

Í til­kynn­ingu frá félag­inu segir að eftir að FFÍ lagði fram til­lögur sem ræddar hafi verið í morgun ítrek­aði Icelandair loka­til­boð sitt sem tók mið af þeirri umræðu sem fór fram, að því marki sem félagið treysti sér til. Í kjöl­farið hafn­aði samn­inga­nefnd FFÍ til­boði Icelanda­ir. „Að mati Icelandair eru til­lögur FFÍ þess eðlis að samn­ing­ur­inn fari í kjöl­farið langt frá þeim mark­miðum sem sett voru í kjara­við­ræðum félags­ins við stétt­ar­fé­lög flug­stétta, en Icelandair hefur þegar gert lang­tíma­samn­inga við Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) og Flug­virkja­fé­lag Íslands (FVFÍ). Þeir samn­ingar kveða í meg­in­at­riðum á um sveigj­an­leika og við­bót við vinnu­skyldu og styðja þar með við mark­mið Icelandair Group um að auka sam­keppn­is­hæfni félags­ins á alþjóða­mark­aði en á sama tíma verja ráð­stöf­un­ar­tekjur starfs­fólks og tryggja því gott starfs­um­hverf­i.“

Auglýsing

Icelandair segir að til­boðið sem hafi verið hafnað hafi inni­hald­ið eft­ir­gjafir frá fyrra til­boði Icelandair sem áttu að koma til móts við þau sjón­ar­mið félags­manna þá. „Til­boðið fól meðal ann­ars í sér hækkun allra grunn­launa, með sér­stakri áherslu á lægstu laun, val um starfs­hlut­fall, að flug­stunda­há­mörk innan mán­aðar væru færð nið­ur, auk þess sem skorður voru settar um hámarks­fjölda laus­ráð­inna flug­freyja og flug­þjóna.“

Icelandair Group til­kynnti í lok síð­asta mán­aðar að félagið ætl­aði að auka hlutafé sitt um 30 þús­und milljón hluti. Útgefið hlutafé í dag er 5.437.660.653 hlut­­ir. Núver­andi eign hlut­hafa verður því 15,3 pró­­sent af útgefnu hlutafé ef það tekst að selja alla ætl­­uðu hluta­fjár­­aukn­ing­una. 

Fyr­ir­hugað hluta­fjár­­út­­­boð, sem verður almennt og fer fram í jún­í­mán­uði, á að safna rúm­­lega 29 millj­­örðum króna, eða 200 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala, í aukið hluta­­fé. Miðað við það má ætla að til standi að selja hvern hlut í hluta­fjár­­út­­­boð­inu á rúm­­lega eina krónu á hlut. 

Tekin verður ákvörðun um hvort að af útboð­inu verði á hlut­hafa­fundi sem hald­inn verður á föstu­dag, 22. maí. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent