Telja Icelandair hafa notfært sér óvissu vegna faraldursins til að klekkja á flugfreyjum

Icelandair hefur að mati stjórnar Eflingar notfært sér óvissu og efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins til að klekkja á flugfreyjum á einkar tækifærissinnaðan og ósanngjarnan hátt.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Stjórn Efl­ingar lýsir reiði og undrun vegna fram­göngu Icelandair í garð flug­freyja og stétt­ar­fé­lags þeirra, Flug­freyju­fé­lags Íslands, í tengslum við yfir­stand­andi kjara­við­ræð­ur.

Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Efl­ingar vegna kjara­deilu Icelandair og Flug­freyju­fé­lags Íslands sem sam­þykkt var í dag.

Fram kom í fréttum Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins í morgun að Icelandair íhug­aði að ráða flug­freyjur sem standa fyrir utan Flug­freyju­fé­lag Íslands ef ekki náð­ust samn­ingar við stétt­ar­fé­lag­ið. Enn fremur að sett yrði á lagg­irnar nýtt stétt­ar­fé­lag fyrir þær flug­freyjur sem fylgja Flug­freyju­fé­lag­inu ekki að málum og látið reyna á ákvæði þess efnis fyrir félags­dómi.

Auglýsing

Icelandair hefur að mati stjórnar Efl­ingar not­fært sér óvissu og efna­hags­sam­drátt vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins til að klekkja á flug­freyjum á einkar tæki­fær­is­sinn­aðan og ósann­gjarnan hátt. Stjórn Efl­ingar telur að flug­freyjur eins og annað verka­fólk innan vébanda ASÍ eigi rétt á sam­bæri­legum kjara­samn­ingi og þeim sem nú er í gildi hjá yfir­gnæf­andi meiri­hluta félags­manna aðild­ar­fé­laga ASÍ.

Telja slíka starfs­hætti grófa ögrun við lög og venjur

„Fréttir í helstu fjöl­miðlum herma að Icelandair hygg­ist leita leiða til að ráða flug­freyjur utan stétt­ar­fé­laga eða jafn­vel beita sér fyrir stofnun sér­staks stétt­ar­fé­lags í þeim til­gangi að geta samið um verri kjör fyrir flug­freyj­ur.

Þessir starfs­hættir eru gróf ögrun við lög, venjur og sam­eig­in­legan skil­ing aðila sem íslenskur vinnu­mark­aður byggir á,“ segir í álykt­un­inni.

Enn fremur kemur fram að verka­fólk eigi ský­lausan rétt til að bind­ast sam­tökum í stétt­ar­fé­lagi til að semja um sín kaup og kjör. Sá réttur sé mann­rétt­indi og var­inn af bæði lögum og stjórn­ar­skrá. Allt verka­fólk eigi ríka hags­muni af því að standa sam­eig­in­legan vörð um þennan rétt.

Ætli íslensk stór­fyr­ir­tæki nú með aðstoð hins opin­bera að hefja árásir á þessi grunn­rétt­indi verka­fólks mun Efl­ing ekki horfa upp á það þegj­andi og hljóða­laust, að því er fram kemur í álykt­un­inni.

Líf­eyr­is­sjóðir hljóta að hafna því að fjár­festa í slíkum fyr­ir­tækjum

­Stjórn Efl­ingar bendir á að Icelandair sé að stórum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða, sem eru sam­eig­in­legir sjóðir launa­fólks og undir stjórn þeirra. Líf­eyr­is­sjóðir hljóti að hafna því að fjár­festa í fyr­ir­tækjum sem stunda beinar árásir á grunn­rétt­indi launa­fólks.

Að sama skapi bendir stjórn Efl­ingar á að íslenska ríkið haldi nú uppi rekstri Icelandair með beinum stuðn­ingi. Stjórn Efl­ingar krefst þess að íslenska rík­ið, rétt eins og líf­eyr­is­sjóð­ir, hafni því að styðja við fyr­ir­tæki sem stunda árásir á lögvarin rétt­indi verka­fólks.

For­stjór­inn neitar þessu

Fram kom í frétt RÚV í morgun að Icelandair hefði ekki verið í við­ræðum við önnur stétt­ar­fé­lög um gerð kjara­samn­ings um störf flug­freyja og flug­þjóna hjá félag­inu. Þetta kom fram í bréfi Boga Nils Boga­son­ar, for­stjóra Icelanda­ir, til Flug­freyju­fé­lags Íslands í dag. „Það stað­fest­ist hér með að Icelandair hefur ekki verið í við­ræðum við önnur stétt­ar­fé­lög um gerð kjara­samn­ings um störf flug­freyja og flug­þjóna hjá félag­inu. Það hefur verið mark­mið félags­ins frá upp­hafi við­ræðna að tryggja nýjan kjara­samn­ing á milli Icelandair og FFÍ sem tryggir hags­muni beggja aðila og von­ast Icelandair enn til þess að slík nið­ur­staða náist fram í tæka tíð,“ segir Bogi Nils, að því er fram kemur í frétt RÚV. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent