Telja Icelandair hafa notfært sér óvissu vegna faraldursins til að klekkja á flugfreyjum

Icelandair hefur að mati stjórnar Eflingar notfært sér óvissu og efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins til að klekkja á flugfreyjum á einkar tækifærissinnaðan og ósanngjarnan hátt.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Stjórn Efl­ingar lýsir reiði og undrun vegna fram­göngu Icelandair í garð flug­freyja og stétt­ar­fé­lags þeirra, Flug­freyju­fé­lags Íslands, í tengslum við yfir­stand­andi kjara­við­ræð­ur.

Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Efl­ingar vegna kjara­deilu Icelandair og Flug­freyju­fé­lags Íslands sem sam­þykkt var í dag.

Fram kom í fréttum Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins í morgun að Icelandair íhug­aði að ráða flug­freyjur sem standa fyrir utan Flug­freyju­fé­lag Íslands ef ekki náð­ust samn­ingar við stétt­ar­fé­lag­ið. Enn fremur að sett yrði á lagg­irnar nýtt stétt­ar­fé­lag fyrir þær flug­freyjur sem fylgja Flug­freyju­fé­lag­inu ekki að málum og látið reyna á ákvæði þess efnis fyrir félags­dómi.

Auglýsing

Icelandair hefur að mati stjórnar Efl­ingar not­fært sér óvissu og efna­hags­sam­drátt vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins til að klekkja á flug­freyjum á einkar tæki­fær­is­sinn­aðan og ósann­gjarnan hátt. Stjórn Efl­ingar telur að flug­freyjur eins og annað verka­fólk innan vébanda ASÍ eigi rétt á sam­bæri­legum kjara­samn­ingi og þeim sem nú er í gildi hjá yfir­gnæf­andi meiri­hluta félags­manna aðild­ar­fé­laga ASÍ.

Telja slíka starfs­hætti grófa ögrun við lög og venjur

„Fréttir í helstu fjöl­miðlum herma að Icelandair hygg­ist leita leiða til að ráða flug­freyjur utan stétt­ar­fé­laga eða jafn­vel beita sér fyrir stofnun sér­staks stétt­ar­fé­lags í þeim til­gangi að geta samið um verri kjör fyrir flug­freyj­ur.

Þessir starfs­hættir eru gróf ögrun við lög, venjur og sam­eig­in­legan skil­ing aðila sem íslenskur vinnu­mark­aður byggir á,“ segir í álykt­un­inni.

Enn fremur kemur fram að verka­fólk eigi ský­lausan rétt til að bind­ast sam­tökum í stétt­ar­fé­lagi til að semja um sín kaup og kjör. Sá réttur sé mann­rétt­indi og var­inn af bæði lögum og stjórn­ar­skrá. Allt verka­fólk eigi ríka hags­muni af því að standa sam­eig­in­legan vörð um þennan rétt.

Ætli íslensk stór­fyr­ir­tæki nú með aðstoð hins opin­bera að hefja árásir á þessi grunn­rétt­indi verka­fólks mun Efl­ing ekki horfa upp á það þegj­andi og hljóða­laust, að því er fram kemur í álykt­un­inni.

Líf­eyr­is­sjóðir hljóta að hafna því að fjár­festa í slíkum fyr­ir­tækjum

­Stjórn Efl­ingar bendir á að Icelandair sé að stórum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða, sem eru sam­eig­in­legir sjóðir launa­fólks og undir stjórn þeirra. Líf­eyr­is­sjóðir hljóti að hafna því að fjár­festa í fyr­ir­tækjum sem stunda beinar árásir á grunn­rétt­indi launa­fólks.

Að sama skapi bendir stjórn Efl­ingar á að íslenska ríkið haldi nú uppi rekstri Icelandair með beinum stuðn­ingi. Stjórn Efl­ingar krefst þess að íslenska rík­ið, rétt eins og líf­eyr­is­sjóð­ir, hafni því að styðja við fyr­ir­tæki sem stunda árásir á lögvarin rétt­indi verka­fólks.

For­stjór­inn neitar þessu

Fram kom í frétt RÚV í morgun að Icelandair hefði ekki verið í við­ræðum við önnur stétt­ar­fé­lög um gerð kjara­samn­ings um störf flug­freyja og flug­þjóna hjá félag­inu. Þetta kom fram í bréfi Boga Nils Boga­son­ar, for­stjóra Icelanda­ir, til Flug­freyju­fé­lags Íslands í dag. „Það stað­fest­ist hér með að Icelandair hefur ekki verið í við­ræðum við önnur stétt­ar­fé­lög um gerð kjara­samn­ings um störf flug­freyja og flug­þjóna hjá félag­inu. Það hefur verið mark­mið félags­ins frá upp­hafi við­ræðna að tryggja nýjan kjara­samn­ing á milli Icelandair og FFÍ sem tryggir hags­muni beggja aðila og von­ast Icelandair enn til þess að slík nið­ur­staða náist fram í tæka tíð,“ segir Bogi Nils, að því er fram kemur í frétt RÚV. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent