Stjórnvöld taki af öll tvímæli um að þau hyggist ekki styðja „ólögmætt og ósiðlegt athæfi Icelandair“

ASÍ mótmælir því sem komið hefur fram í fjölmiðlum um hugsanleg viðbrögð Icelandair í kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Forstjóri Icelandair segir félagið ekki hafa verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) mót­mælir harð­lega því sem lýst er í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu í dag sem hugs­an­legum við­brögðum Icelandair í kjara­deilu félags­ins við Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ). Í báðum til­vikum er vísað til heim­ilda innan Icelanda­ir. Sam­kvæmt fréttum Morg­un­blaðs­ins skoðar Icelandair mögu­leika á að stofna nýtt stétt­ar­fé­lag flug­freyja og sam­kvæmt Frétta­blað­inu hyggst Icelandair láta reyna á for­gangs­rétt­ar­á­kvæði kjara­samn­ings FFÍ fyrir félags­dómi náist ekki samn­ing­ur.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu ASÍ vegna frétta um Icelandair sem sam­bandið sendi frá sér í dag.

Í henni segir að þessar vanga­veltur séu settar fram á mjög við­kvæmu stigi samn­inga­við­ræðna og virð­ist til­gang­ur­inn vera að hafa áhrif á starf­semi FFÍ og reka fleyg í sam­stöðu félags­manna. Þær byggi einnig á mik­illi van­þekk­ingu á íslenskri og alþjóð­legri vinnu­lög­gjöf og kjara­samn­ingi FFÍ.

Auglýsing

Seg­ist ekki hafa verið í við­ræðum við önnur stétt­ar­fé­lög

Fram kom í frétt RÚV nú rétt fyrir hádegi að Icelandair hefði ekki verið í við­ræðum við önnur stétt­ar­fé­lög um gerð kjara­samn­ings um störf flug­freyja og flug­þjóna hjá félag­inu. Þetta kemur fram í bréfi Boga Nils Boga­son­ar, for­stjóra Icelanda­ir, til Flug­freyju­fé­lags Íslands í dag. „Það stað­fest­ist hér með að Icelandair hefur ekki verið í við­ræðum við önnur stétt­ar­fé­lög um gerð kjara­samn­ings um störf flug­freyja og flug­þjóna hjá félag­inu. Það hefur verið mark­mið félags­ins frá upp­hafi við­ræðna að tryggja nýjan kjara­samn­ing á milli Icelandair og FFÍ sem tryggir hags­muni beggja aðila og von­ast Icelandair enn til þess að slík nið­ur­staða náist fram í tæka tíð,“ segir Bogi Nils, að því er fram kemur í frétt RÚV. 

Við þetta verði ekki unað í íslensku sam­fé­lagi

Alþýðu­sam­band Íslands áréttar í yfir­lýs­ingu sinni að stétt­ar­fé­lög séu félög launa­fólks sem njóta verndar í stjórn­ar­skrá og að atvinnu­rek­endum sé óheim­ilt að skipta sér af. Icelandair geti ekki sjálft stofnað til eða haft frum­kvæði að stofnun stétt­ar­fé­laga. Við slíkt atferli verði ekki unað í íslensku sam­fé­lagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðild­ar­fé­lög ASÍ hafi heim­ildir til þess að veita FFÍ stuðn­ing í yfir­stand­andi kjara­deilu með boðun sam­úð­ar­vinnu­stöðv­ana og fulla heim­ild til þess að verja rétt­ar­stöðu sína gegn ólög­mætum árás­um.

Raun­ger­ist fyrr­nefndar vanga­veltur eigi Icelandair ekk­ert til­kall til stuðn­ings úr opin­berum sjóðum eða við­bót­ar­hluta­fjár úr líf­eyr­is­sjóðum launa­fólks. ASÍ krefst þess að stjórn­völd stígi fram og taki af öll tví­mæli um að þau hygg­ist ekki styðja ólög­mætt og ósið­legt athæfi Icelanda­ir.

Flug­freyjur staðið sam­ein­aðar og komið fram af heil­indum í kjara­við­ræðum

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, bendir á í yfir­lýs­ing­unni að flug­freyjur hafi verið samn­ings­lausar lengi. Þær hafi staðið sam­ein­aðar og komið fram af heil­indum í kjara­við­ræð­um. Að mæta þeim á þessu stigi samn­inga­við­ræðna með hót­unum um að ganga gegn lögum og leik­reglum á íslenskum vinnu­mark­aði sé með öllu óvið­un­andi.

„Fram­ganga Icelandair í samn­inga­við­ræðum við flug­freyjur hefur verið með ólík­indum og er til þess fallin að draga úr almennu trausti í garð þessa rót­gróna flug­fé­lags. Þetta er ekki flug­fé­lagið okkar allra sem býður okkur vel­komin heim. Við munum ekki sætta okkur við aðferðir sem á ensku eru kall­aðar union busting og ganga út á að grafa undan sam­stöðu launa­fólks og eyði­leggja verka­lýðs­fé­lög. Verka­lýðs­hreyf­ingin mun ekki sitja með hendur í skauti and­spænis slíkum aðgerð­u­m,“ segir hún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent