Stjórnvöld taki af öll tvímæli um að þau hyggist ekki styðja „ólögmætt og ósiðlegt athæfi Icelandair“

ASÍ mótmælir því sem komið hefur fram í fjölmiðlum um hugsanleg viðbrögð Icelandair í kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Forstjóri Icelandair segir félagið ekki hafa verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) mót­mælir harð­lega því sem lýst er í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu í dag sem hugs­an­legum við­brögðum Icelandair í kjara­deilu félags­ins við Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ). Í báðum til­vikum er vísað til heim­ilda innan Icelanda­ir. Sam­kvæmt fréttum Morg­un­blaðs­ins skoðar Icelandair mögu­leika á að stofna nýtt stétt­ar­fé­lag flug­freyja og sam­kvæmt Frétta­blað­inu hyggst Icelandair láta reyna á for­gangs­rétt­ar­á­kvæði kjara­samn­ings FFÍ fyrir félags­dómi náist ekki samn­ing­ur.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu ASÍ vegna frétta um Icelandair sem sam­bandið sendi frá sér í dag.

Í henni segir að þessar vanga­veltur séu settar fram á mjög við­kvæmu stigi samn­inga­við­ræðna og virð­ist til­gang­ur­inn vera að hafa áhrif á starf­semi FFÍ og reka fleyg í sam­stöðu félags­manna. Þær byggi einnig á mik­illi van­þekk­ingu á íslenskri og alþjóð­legri vinnu­lög­gjöf og kjara­samn­ingi FFÍ.

Auglýsing

Seg­ist ekki hafa verið í við­ræðum við önnur stétt­ar­fé­lög

Fram kom í frétt RÚV nú rétt fyrir hádegi að Icelandair hefði ekki verið í við­ræðum við önnur stétt­ar­fé­lög um gerð kjara­samn­ings um störf flug­freyja og flug­þjóna hjá félag­inu. Þetta kemur fram í bréfi Boga Nils Boga­son­ar, for­stjóra Icelanda­ir, til Flug­freyju­fé­lags Íslands í dag. „Það stað­fest­ist hér með að Icelandair hefur ekki verið í við­ræðum við önnur stétt­ar­fé­lög um gerð kjara­samn­ings um störf flug­freyja og flug­þjóna hjá félag­inu. Það hefur verið mark­mið félags­ins frá upp­hafi við­ræðna að tryggja nýjan kjara­samn­ing á milli Icelandair og FFÍ sem tryggir hags­muni beggja aðila og von­ast Icelandair enn til þess að slík nið­ur­staða náist fram í tæka tíð,“ segir Bogi Nils, að því er fram kemur í frétt RÚV. 

Við þetta verði ekki unað í íslensku sam­fé­lagi

Alþýðu­sam­band Íslands áréttar í yfir­lýs­ingu sinni að stétt­ar­fé­lög séu félög launa­fólks sem njóta verndar í stjórn­ar­skrá og að atvinnu­rek­endum sé óheim­ilt að skipta sér af. Icelandair geti ekki sjálft stofnað til eða haft frum­kvæði að stofnun stétt­ar­fé­laga. Við slíkt atferli verði ekki unað í íslensku sam­fé­lagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðild­ar­fé­lög ASÍ hafi heim­ildir til þess að veita FFÍ stuðn­ing í yfir­stand­andi kjara­deilu með boðun sam­úð­ar­vinnu­stöðv­ana og fulla heim­ild til þess að verja rétt­ar­stöðu sína gegn ólög­mætum árás­um.

Raun­ger­ist fyrr­nefndar vanga­veltur eigi Icelandair ekk­ert til­kall til stuðn­ings úr opin­berum sjóðum eða við­bót­ar­hluta­fjár úr líf­eyr­is­sjóðum launa­fólks. ASÍ krefst þess að stjórn­völd stígi fram og taki af öll tví­mæli um að þau hygg­ist ekki styðja ólög­mætt og ósið­legt athæfi Icelanda­ir.

Flug­freyjur staðið sam­ein­aðar og komið fram af heil­indum í kjara­við­ræðum

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, bendir á í yfir­lýs­ing­unni að flug­freyjur hafi verið samn­ings­lausar lengi. Þær hafi staðið sam­ein­aðar og komið fram af heil­indum í kjara­við­ræð­um. Að mæta þeim á þessu stigi samn­inga­við­ræðna með hót­unum um að ganga gegn lögum og leik­reglum á íslenskum vinnu­mark­aði sé með öllu óvið­un­andi.

„Fram­ganga Icelandair í samn­inga­við­ræðum við flug­freyjur hefur verið með ólík­indum og er til þess fallin að draga úr almennu trausti í garð þessa rót­gróna flug­fé­lags. Þetta er ekki flug­fé­lagið okkar allra sem býður okkur vel­komin heim. Við munum ekki sætta okkur við aðferðir sem á ensku eru kall­aðar union busting og ganga út á að grafa undan sam­stöðu launa­fólks og eyði­leggja verka­lýðs­fé­lög. Verka­lýðs­hreyf­ingin mun ekki sitja með hendur í skauti and­spænis slíkum aðgerð­u­m,“ segir hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent