Vextir lækkaðir myndarlega – Eru nú eitt prósent

Seðlabanki Íslands hefur lækkað stýrivexti sína um 0,75 prósentustig niður í 1,0 prósent.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að lækka meg­in­vexti bank­ans um 0,75 pró­sentu­stig, niður í eitt pró­sent. Vextir hafa verið lækk­­aðir þrí­vegis frá því að yfir­stand­andi efna­hags­á­stand vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hófst og alls hafa stýri­vextir lækkað um 3,75 pró­­­­­sent­u­­­­­stig frá því í maí í fyrra. Þeir hafa aldrei verið lægri í Íslands­sög­unni.

Í til­kynn­ingu hennar kemur einnig fram að á­kveðið hefur verið að hætta að bjóða upp 30 daga bundin inn­lán. „Felur það í sér að meg­in­vextir bank­ans verða virk­ari og vaxta­skila­boð bank­ans skýr­ari. Aðgerðin ætti að öðru óbreyttu að auka laust fé í umferð og styrkja miðlun pen­inga­stefn­unnar enn frek­ar.“

Auglýsing
Samkvæmt nýrri þjóð­hags­spá Seðla­bank­ans sem birt er í maí­hefti Pen­inga­mála, sem kemur út í dag, kemur fram að bank­inn spáir átta pró­sent sam­drætti lands­fram­leiðslu í ár. Þar vegi þyngst yfir 80 pró­sent fækkun í komum ferða­manna til lands­ins. „Út­lit er fyrir að atvinnu­leysi auk­ist mikið og fari í um 12 pró­sent á þriðja fjórð­ungi árs­ins en verði tæp­lega 9 pró­sent á árinu öllu. Sam­kvæmt spá bank­ans taka efna­hags­um­svif smám saman að fær­ast í eðli­legt horf á seinni hluta þessa árs og spáð er tæp­lega 5 pró­sent hag­vexti á næsta ári. Óvissan er hins vegar óvenju mikil og þróun efna­hags­mála mun ráð­ast af fram­vindu far­sótt­ar­innar og því hvernig tekst til við að vinda ofan af sótt­varn­ar­að­gerð­u­m.“

Verð­bólga mæld­ist 2,2 pró­sent í apr­íl. Hún hefur sam­fellt verið undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans frá því í des­em­ber 2019.  Í til­kynn­ingu pen­inga­stefnu­nefndar er bent á að gengi krón­unnar hafi lækkað frá því að far­sóttin barst til lands­ins en á móti vegi mikil lækkun olíu­verðs og lækkun mat­væla- og hrá­vöru­verðs. „Þá hafa verð­bólgu­vænt­ingar lítið breyst og kjöl­festa þeirra í verð­bólgu­mark­miði bank­ans virð­ist traust. Sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans eykst verð­bólga lít­il­lega á næstu mán­uðum vegna áhrifa geng­is­lækk­unar krón­unn­ar. Auk­inn slaki í þjóð­ar­bú­inu mun hins vegar vega þyngra þegar líða tekur á þetta ár og horfur eru á að verð­bólga verði undir 2% á seinni hluta spá­tím­ans.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent