„Svona er þetta, sagan eldgamla og endalausa, tvískinnungurinn og hræsnin eru ótrúleg“

Formaður Eflingar skýtur föstum skotum að formanni Samtaka atvinnulífsins. „Eyjólfur segðu mér, af hverju ert þú svona miklu meira virði en fólkið sem vinnur vinnuna sem býr til hagnaðinn?“ spyr hún.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gerir launamál og orð Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag.

Hún segir að hann sé einn þeirra sem nú fara fram með áróður um að ekkert sé mikilvægara en að vinnuaflið afsali sér kjarasamningbundnum launahækkunum. „Hann er sár yfir því að ég og aðrir innan hreyfingar vinnandi fólks skulum ekki taka undir það með auðstéttinni að auðvitað sé sjálfsagt að skerða kjör vinnadi fólks, um leið og kreppan bankar,“ skrifar hún.

„Hann lætur eins og hann viti ekki að fátt er mikilvægara til að stytta kreppur en að launafólk hafi eitthvað á milli handanna til að nota í sínu nærumhverfi; eitthvað afgangs til að ferðast innanlands, kaupa nýja úlpu handa afkvæmum, fara kannski út að borða. Það er ekki hægt að hugsa sér skynsamlegri ráðstöfun en tryggja vinnuaflinu hækkanir; ekki flytjum við aurana okkar í skattaskjól eða troðum þeim inní banka, nei, við notum þá til að kaupa okkur ís og pulsu.“

Auglýsing

Ríkasta fólkið notar öll tækifæri til að taka meira til sín á meðan verka- og láglaunafólk á að fórna eigin hagsmunum

Sólveig Anna segir að á sama tíma og Eyjólfur agíteri markvisst fyrir því „með hræðsluáróðri að fólk afsali sér kjarasamningbundnum hækkunum“, sem það þurfti að berjast fyrir, sé hann að skammta sjálfum sér launahækkun.

Hún bendir á að hann sitji í stjórn Fasteignafélagsins Eik og að sú stjórn hafi ákveðið að leggja það til á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 10. júni næstkomandi að laun stjórnarmanna hækki. „Ef að þetta verður samþykkt á aðalfundi mun Eyjólfur hækka í launum fyrir stjórnarformennsku úr 650 þúsund krónum í 668 þúsund krónum á mánuði. Einnig er lagt til hlutfall árangurstengdra greiðslna verði hækkað úr 10 prósent í 16 prósent af heildarlaunakjörum,“ skrifar hún.

„Svona er þetta, sagan eldgamla og endalausa, tvískinnungurinn og hræsnin eru ótrúleg; ríkasta fólkið notar öll tækifæri til að taka meira til sín á meðan verka- og láglaunafólk á að vera svo illa haldið af sjálfhatri að það sé ávallt til að fórna eigin hagsmunum um leið og eitthvað bjátar á.

Mikið væri nú gott og gaman ef einhver fréttamanneskja spyrði Eyjólf þessarar spurningar: Eyjólfur segðu mér, af hverju ert þú svona miklu meira virði en fólkið sem vinnur vinnuna sem býr til hagnaðinn?“ segir hún að lokum.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, er einn af þeim sem nú fara fram með áróður um að ekkert sé...

Posted by Sólveig Anna Jónsdóttir on Friday, May 22, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent