„Svona er þetta, sagan eldgamla og endalausa, tvískinnungurinn og hræsnin eru ótrúleg“

Formaður Eflingar skýtur föstum skotum að formanni Samtaka atvinnulífsins. „Eyjólfur segðu mér, af hverju ert þú svona miklu meira virði en fólkið sem vinnur vinnuna sem býr til hagnaðinn?“ spyr hún.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gerir launamál og orð Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag.

Hún segir að hann sé einn þeirra sem nú fara fram með áróður um að ekkert sé mikilvægara en að vinnuaflið afsali sér kjarasamningbundnum launahækkunum. „Hann er sár yfir því að ég og aðrir innan hreyfingar vinnandi fólks skulum ekki taka undir það með auðstéttinni að auðvitað sé sjálfsagt að skerða kjör vinnadi fólks, um leið og kreppan bankar,“ skrifar hún.

„Hann lætur eins og hann viti ekki að fátt er mikilvægara til að stytta kreppur en að launafólk hafi eitthvað á milli handanna til að nota í sínu nærumhverfi; eitthvað afgangs til að ferðast innanlands, kaupa nýja úlpu handa afkvæmum, fara kannski út að borða. Það er ekki hægt að hugsa sér skynsamlegri ráðstöfun en tryggja vinnuaflinu hækkanir; ekki flytjum við aurana okkar í skattaskjól eða troðum þeim inní banka, nei, við notum þá til að kaupa okkur ís og pulsu.“

Auglýsing

Ríkasta fólkið notar öll tækifæri til að taka meira til sín á meðan verka- og láglaunafólk á að fórna eigin hagsmunum

Sólveig Anna segir að á sama tíma og Eyjólfur agíteri markvisst fyrir því „með hræðsluáróðri að fólk afsali sér kjarasamningbundnum hækkunum“, sem það þurfti að berjast fyrir, sé hann að skammta sjálfum sér launahækkun.

Hún bendir á að hann sitji í stjórn Fasteignafélagsins Eik og að sú stjórn hafi ákveðið að leggja það til á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 10. júni næstkomandi að laun stjórnarmanna hækki. „Ef að þetta verður samþykkt á aðalfundi mun Eyjólfur hækka í launum fyrir stjórnarformennsku úr 650 þúsund krónum í 668 þúsund krónum á mánuði. Einnig er lagt til hlutfall árangurstengdra greiðslna verði hækkað úr 10 prósent í 16 prósent af heildarlaunakjörum,“ skrifar hún.

„Svona er þetta, sagan eldgamla og endalausa, tvískinnungurinn og hræsnin eru ótrúleg; ríkasta fólkið notar öll tækifæri til að taka meira til sín á meðan verka- og láglaunafólk á að vera svo illa haldið af sjálfhatri að það sé ávallt til að fórna eigin hagsmunum um leið og eitthvað bjátar á.

Mikið væri nú gott og gaman ef einhver fréttamanneskja spyrði Eyjólf þessarar spurningar: Eyjólfur segðu mér, af hverju ert þú svona miklu meira virði en fólkið sem vinnur vinnuna sem býr til hagnaðinn?“ segir hún að lokum.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, er einn af þeim sem nú fara fram með áróður um að ekkert sé...

Posted by Sólveig Anna Jónsdóttir on Friday, May 22, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent