„Svona er þetta, sagan eldgamla og endalausa, tvískinnungurinn og hræsnin eru ótrúleg“

Formaður Eflingar skýtur föstum skotum að formanni Samtaka atvinnulífsins. „Eyjólfur segðu mér, af hverju ert þú svona miklu meira virði en fólkið sem vinnur vinnuna sem býr til hagnaðinn?“ spyr hún.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gerir launamál og orð Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag.

Hún segir að hann sé einn þeirra sem nú fara fram með áróður um að ekkert sé mikilvægara en að vinnuaflið afsali sér kjarasamningbundnum launahækkunum. „Hann er sár yfir því að ég og aðrir innan hreyfingar vinnandi fólks skulum ekki taka undir það með auðstéttinni að auðvitað sé sjálfsagt að skerða kjör vinnadi fólks, um leið og kreppan bankar,“ skrifar hún.

„Hann lætur eins og hann viti ekki að fátt er mikilvægara til að stytta kreppur en að launafólk hafi eitthvað á milli handanna til að nota í sínu nærumhverfi; eitthvað afgangs til að ferðast innanlands, kaupa nýja úlpu handa afkvæmum, fara kannski út að borða. Það er ekki hægt að hugsa sér skynsamlegri ráðstöfun en tryggja vinnuaflinu hækkanir; ekki flytjum við aurana okkar í skattaskjól eða troðum þeim inní banka, nei, við notum þá til að kaupa okkur ís og pulsu.“

Auglýsing

Ríkasta fólkið notar öll tækifæri til að taka meira til sín á meðan verka- og láglaunafólk á að fórna eigin hagsmunum

Sólveig Anna segir að á sama tíma og Eyjólfur agíteri markvisst fyrir því „með hræðsluáróðri að fólk afsali sér kjarasamningbundnum hækkunum“, sem það þurfti að berjast fyrir, sé hann að skammta sjálfum sér launahækkun.

Hún bendir á að hann sitji í stjórn Fasteignafélagsins Eik og að sú stjórn hafi ákveðið að leggja það til á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 10. júni næstkomandi að laun stjórnarmanna hækki. „Ef að þetta verður samþykkt á aðalfundi mun Eyjólfur hækka í launum fyrir stjórnarformennsku úr 650 þúsund krónum í 668 þúsund krónum á mánuði. Einnig er lagt til hlutfall árangurstengdra greiðslna verði hækkað úr 10 prósent í 16 prósent af heildarlaunakjörum,“ skrifar hún.

„Svona er þetta, sagan eldgamla og endalausa, tvískinnungurinn og hræsnin eru ótrúleg; ríkasta fólkið notar öll tækifæri til að taka meira til sín á meðan verka- og láglaunafólk á að vera svo illa haldið af sjálfhatri að það sé ávallt til að fórna eigin hagsmunum um leið og eitthvað bjátar á.

Mikið væri nú gott og gaman ef einhver fréttamanneskja spyrði Eyjólf þessarar spurningar: Eyjólfur segðu mér, af hverju ert þú svona miklu meira virði en fólkið sem vinnur vinnuna sem býr til hagnaðinn?“ segir hún að lokum.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, er einn af þeim sem nú fara fram með áróður um að ekkert sé...

Posted by Sólveig Anna Jónsdóttir on Friday, May 22, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent