Svona er nýja tveggja metra reglan

Hvernig verður tveggja metra reglan útfærð þegar 200 í stað 50 mega koma saman eftir helgi þegar þriðja og stærsta skrefið í afléttingu takmarkana á samkomum verður tekið?

Íslendingar voru flestir fljótir að temja sér tveggja metra regluna. Ennþá skal gera þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð.
Íslendingar voru flestir fljótir að temja sér tveggja metra regluna. Ennþá skal gera þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð.
Auglýsing

Sóttvarnalæknir segir að aflétting takmarkana í skrefum, meðal annars með opnun sundlauga, virðist ekki hafa leitt til aukningar á sjúkdómstilfellum. Þriðja skrefið í afléttingu verður tekið á mánudag, 25. maí. Það er stórt miðað við fyrri skref og fyrir utan að fjöldi þeirra sem koma má saman fer úr 50 í 200 og opna megi líkamsræktarstöðvar, skemmtistaði og krár að nýju, þá verða breytingar á tveggja metra reglunni.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis sem liggur til grundvallar breytingum á samkomubanni er auglýstar voru í dag, segir að hugmyndin sé að sett verði regla sem er svipuð reglu er varðar aðgengi fatlaðs fólks að ýmissi þjónustu. Sem sagt, að gert verði ráð fyrir að einstaklingar, sérstaklega þeir sem viðkvæmir ery, þurfi meira pláss en aðrir og að einnig geti reglan verið val fólks. „Þannig má fólk sitja eða standa þétt en bjóða þarf þeim sem það vilja að halda tveggja metra fjarlægð,“ stendur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Eftir að þriðja skrefið verður tekið eftir helgi er fólk þó áfram hvatt til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra „eftir því sem aðstæður leyfa“ en frá og með mánudeginum verður framkvæmd reglurnar hins vegar breytt nokkuð. Horft er til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til dæmis á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta kosti nokkur sæti sem geri þetta kleift.

Auglýsing

Í auglýsingunni segir að í rýmum sem gert er ráð fyrir að almenningur eigi aðgang að, hvort sem er án skilyrða eða að uppfylltum skilyrðum, svo sem með greiðslu aðgangsgjalds eða vegna vinnusambands, „skal leitast við að bjóða einstaklingum að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum eins og kostur er“.

Svo segir: „Þar sem veitt er lögbundin þjónusta eða almenningur á ekki kost á öðru en að mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum.“ Undir rými í þessum skilningi falla meðal annars: Verslanir, veitingastaðir, sund- og baðstaðir, líkamsræktarstöðvar, íþróttamannvirki, heilbrigðisstofnanir, vinnustaðir, almenningssamgöngur, leik- og bíóhús og móttökur stofnana og fyrirtækja.

Frá upphafi COVID-19 faraldursins hér á landi hafa greinst smit hjá rúmlega 1.800 einstaklingum. Undanfarið hefur nýsmitum fækkað verulega og hafa aðeins fimm einstaklingar greinst það sem af er maímánuði.

Takmarkanir á samkomum vegna yfirstandandi faraldurs COVID-19 voru fyrst settar 13. mars og síðan hertar þann 24. sama mánaðar. Samkvæmt auglýsingu frá 24. mars  áttu takmarkanirnar að standa til 12. apríl. Sóttvarnalæknir sendi minnisblað til ráðherra 1. apríl þar sem lagt var til að takmörkunum á samkomum yrði framhaldið til 4. maí og voru þær tillögur staðfestar.

Í dag hafa 1.803 einstaklingar greinst með COVID-19 hér á landi. Af þeim hafa 115 lagst inn á sjúkrahús, 30 á gjörgæsludeild og 18 hafa þurft á aðstoð öndunarvéla að halda. Tíu hafa látist. Nýsmitum hefur hins vegar fækkað verulega á undanförnum dögum og hafa einungis fimm einstaklingar greinst sem af er maí mánuði.

Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð 4 maí sem ekki virðist hafa leitt til aukningar á sjúkdómstilfellum, segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegum hámarksfjölda gesta og næsta aflétting takmarkana er svo fyrirhuguð 25. maí.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent