Vinnumálastofnun birtir lista yfir hluta þeirra fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina

Búið er að birta lista yfir öll þau fyrirtæki sem settu sex eða fleiri starfsmenn á hlutabótaleiðina svökölluðu. Hægt er að lesa listann í heild sinni hér.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Auglýsing

Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtækið sem nýttu hlutabótaleiðina, en listinn er takmarkaður við þau fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hana. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að með þeim hætti sé orðið við þeirri „kröfu með fullnægjandi hætti, að birta upplýsingar um og veita aðhald með ráðstöfun á opinberu fé, tryggja gagnsæja stjórnsýslu, gæta almannahagsmuna og tryggja um leið að persónuvernduð réttindi einstaklinga.“

Alls staðfestu 2.950 fyrirtæki samkomulag um að setja einn starfsmann á hlutabótaleiðina, 1.138 settu tvo starfsmenn, 568 þrjá starfsmenn og 372 fyrirtæki settu fjóra starfsmenn á leiðina. Þá settu alls 245 fyrirtæki fimm starfsmenn á hlutabætur.

Á vef Vinnumálastofnunar segir það ákall sem verið hefur um birtingu listans, sem hefur komið bæði frá almenningi og stjórnmálamönnum, sé skiljanlegt þar sem miklir efnahagslegir hagsmunir séu í húfi. Viðbúið er að hlutabótaleiðin muni kosta skattgreiðendur nokkra tugi milljarða króna. 

Vinnumálastofnun bendir þó á að með því að birta upplýsingar yfir öll fyrirtæki sem hafa staðfest samkomulag um minnkað starfshlutfall hjá starfsfólki sínu, kunni hún um leið að vera að upplýsa um þá einstaklinga sem hafa sótt um greiðslur atvinnuleysistrygginga. „Hér vegast því á mikilvægir hagsmunir sem stofnuninni er skylt að vernda. Annars vegar réttur almennings til upplýsinga um ráðstöfun á opinberu fé og hins vegar réttur einstaklinga og vernd persónuupplýsinga þeirra. Enginn einstaklingur sem sækir um greiðslur atvinnuleysistrygginga á að eiga það á hættu að birtar verði upplýsingar á opinberum vettvangi þar að lútandi. Vinnumálastofnun getur ekki brugðist þeim trúnaði. Af því leiðir að taka verður til skoðunar hvort upplýsingar sem birtar eru skulu að einhverju leyti takmarkaðar. Á það einkum við um einstaklinga í eigin atvinnurekstri og nöfn fámennra fyrirtækja þar sem birting á nafni fyrirtækisins getur um leið gefið til kynna upplýsingar um þann starfsmann eða þá starfsmenn sem fá greiddar atvinnuleysistryggingar.“ 

Auglýsing
Þess vegna hafi verið ákveðið að draga línuna við sex starfsmenn. 

Kjarninn greindi frá því í vikunni að þrettán fyr­ir­tæki nýttu hluta­bóta­leið stjórn­valda fyrir 150 starfs­menn eða fleiri hvert í síð­asta mán­uði. Í heild­ina voru þessi þrettán fyr­ir­tæki með um 14 pró­sent allra þeirra starfs­manna sem nýttu sér hluta­bóta­úr­ræð­ið, eða vel á fimmta þús­und manns.

Átta af þessum fyr­ir­tækjum eru í ferða­þjón­ustu­tengdri starf­semi, fjögur í verslun og eitt í iðn­aði.

Langstærst þess­ara fyr­ir­tækja er Icelandair, sem setti 92 pró­sent allra starfs­manna sinna í minnkað starfs­hlut­fall í mars.

Hér er hægt að nálgast listann yfir þau fyrirtæki sem nýttu leiðina sem Vinnumálastofnun ákvað að nafngreina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent