Þrenn mislæg gatnamót á 5,3 kílómetra kafla

Vegagerðin áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur, um 5,3 kílómetra leið. Byggð verða þrenn mislæg gatnamót og fyllingar settar í Rauðavatn. Framkvæmdasvæðið liggur um friðlýst svæði, fólkvanginn Rauðhóla.

Möguleg útfærsla  fyrir mislæg vegamót við Norðlingavað.
Möguleg útfærsla fyrir mislæg vegamót við Norðlingavað.
Auglýsing

Vega­gerð­in, í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg og Mos­fells­bæ, áformar að tvö­falda Suð­ur­lands­veg frá vega­mótum við Bæj­ar­háls að Hólmsá ofan Reykja­vík­ur. Lagður verður 2 + 2 vegur og teng­ingum fækkað frá því sem nú er. Byggð verða þrenn mis­læg vega­mót; við Breið­holts­braut, Norð­linga­vað og Hafra­vatns­veg. Gerðir verða nýir reið-, hjóla- og göngu­stíg­ar. 

Mark­mið fram­kvæmd­ar­innar er að auka umferð­ar­ör­yggi allra far­ar­máta og tryggja greið­ari umferð um Suð­ur­lands­veg með því að aðskilja akst­urs­stefn­ur. Veg­ur­inn verður tvö­fald­aður í allt að fimm áföngum og er fram­kvæmd­inni ætlað að leysa umferð­ar­mál til næstu ára­tuga.

Þetta kemur fram í til­lögu að mats­á­ætlun fyrir hina fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmd sem nú hefur verið aug­lýst á vef Skipu­lags­stofn­un­ar.

Auglýsing

Fram­kvæmd­inni verður skipt í að minnsta kosti fimm áfanga og í fyrstu tveimur verður veg­ur­inn tvö­fald­aður án mis­lægra vega­móta. Ný akbraut verður lögð að mestu norðan núver­andi veg­ar. Aðlaga þarf teng­ingar mis­lægra vega­móta við Bæj­ar­háls og teng­ingar við hring­torg við Breið­holts­braut. Við vega­mót Breið­holts­brautar er land­rými tak­markað og einnig þrengdi bygg­ing bens­ín­stöðvar Olís að veg­svæði við Rauða­vatns­skóg. Á þeim veg­kafla verður lagður vegur með þröngu þver­sniði.

Við Norð­linga­vað þarf í fyrri áföngum að tvö­falda hring­torg. Suð­ur­lands­vegur liggur síðan á bökkum Bugðu (Hólmsár) austan Norð­linga­holts og verður áhersla á að raska ekki ánni og árbakk­an­um.

Í áföngum 3 til 5 verða mis­læg vega­mót byggð við öll vega­mótin á kafl­anum nema við Heið­merk­ur­veg.

Ný tenging við Heiðmörk hjá Rauðhólum. Mynd: Vegagerðin

Árið 2009 gerði verk­fræði­stofan EFLA til­lögu að mats­á­ætlun vegna breikk­unar Suð­ur­lands­vegar sem var sam­þykkt af Skipu­lags­stofn­un. Í kjöl­farið var gerð frum­mats­skýrsla og nauð­syn­legar rann­sóknir tengdar þeirri vinnu voru fram­kvæmd­ar. Ekki var farið út í fram­kvæmdir á þessum tíma og því var frum­mats­skýrsla ekki send til Skipu­lags­stofn­un­ar.

Suð­ur­lands­vegur er hluti af hring­veg­inum og er aðal­sam­göngu­leiðin suður og austur um land. Veg­ur­inn um fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði er ein akrein í hvora átt. Tvö­falt hring­torg er við Breið­holts­braut og ein­falt hring­torg er við Norð­linga­vað. Bíla­stæði eru beggja vegna við veg hjá Rauða­vatns­skógi þar sem fjöl­margir stöðva og fólk sam­ein­ast í bíla fyrir ferðir austur fyrir fjall eða til að fara í göngu­ferðir í Rauða­vatns­skógi og á Hólms­heiði.

Mikil umferð er um veg við Rauð­hóla til og frá Heið­mörk og um Hafra­vatns­veg og þurfa veg­far­endur oft að sæta lagi til að kom­ast inn á veg­inn. Nokkur íbúð­ar- og sum­ar­hús eru sunnan Suð­ur­lands­vegar og hefur mark­visst verið unnið að því á und­an­förnum árum að fækka teng­ingum og gera þær örugg­ari. Enn er þó hægt að aka inn á veg­inn á átta stöðum til við­bótar því sem að ofan er talið.

Mislæg vegamót við Hafravatnsveg. Mynd: Vegagerðin/Sigurður Valur

„Öllu fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda­svæði hefur verið umbylt á und­an­förnum ára­tugum þannig að þar er vart að finna nátt­úru­legt gróð­ur­lendi eða óhreyfða jarð­mynd­un,“ segir í skýrsl­unni. Á svæð­inu við Rauða­vatn hafa verið lagðir stígar og landið jafn­að. Við sunn­an­vert vatnið hefur verið fyllt út í það til að koma núver­andi Suð­ur­lands­vegi fyrir ásamt reið­stíg og göngu­stíg.

Rauða­vatn og nágrenni þess er vin­sælt úti­vist­ar­svæð­i.  Vatnið hvílir á fremur lekum grá­grýt­is­grunni og án afrennslis á yfir­borði. Vatna­sviðið er um 3 km². Miklar vatns­borðs­sveiflur ein­kenna vatnið og því er strand­svæði vatns­ins lítt gró­ið. Skóg­ur­inn við Rauða­vatn, sem gengur undir nafn­inu Rauða­vatns­stöðin eða Rauða­vatns­skógur er í grunn­inn einn elsti rækt­aði skógur Íslands. Ræktun hófst á svæð­inu að til­stuðlan danskra frum­kvöðla í skóg­rækt og land­græðslu árið 1901.  Við fram­kvæmd­ina verður reynt að skerða hann sem allra minnst, segir í skýrsl­unni.

Möguleg útfærsla fyrir vegamót við Heiðmerkurveg. Mynd: Vegagerðin/Sigurður Valur

Heild­ar­flat­ar­mál lands sem fer undir mann­virki til við­bótar þeim vegum og stígum sem fyrir eru verður um 40 hekt­arar og heild­ar­lengd vega sem verða tvö­fald­aðir er um 5,3 kíló­metr­ar. Svæðið er að mestu í eigu Reykja­vík­ur­borgar en nokkur svæði eru í eigu ein­stak­linga. Nokkuð er um leigu­lóð­ir, bæði sum­ar- og heils­árs­húsa.

Helstu áhrif á fram­kvæmda­tíma fel­ast í beinum áhrifum á því land­svæði sem fer undir veg. Þeir þrír val­kostir sem til skoð­unar eru fyrir mis­læg vega­mót við Breið­holts­braut fela allir í sér fyll­ingar í Rauða­vatni. Lagt verður mat á umfang og áhrif fyll­inga í Rauða­vatni vegna mis­mun­andi val­kosta. Veg­fyll­ingar geta einnig haft áhrif á líf­ríki. Nýr vegur og mis­læg vega­mót hafa einnig sjón­ræn áhrif.

Leita þarf leyfis hjá Umhverf­is­stofnun þar sem fram­kvæmda­svæðið liggur um frið­lýst svæði, fólk­vang­inn Rauð­hóla. Í reglu­gerð fólk­vangs­ins seg­ir: „Óheim­ilt er að gera á svæð­inu mann­virki né gera jarð­ra­sk, nema leyfi Umhverf­is­stofn­unar komi til. Eft­ir­lit með fólk­vang­inum er í höndum Umhverf­is­sviðs Reykja­vík­ur.“

Allir geta kynnt sér til­lög­una og lagt fram athuga­semd­ir. Athuga­semd­ir skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 8. júní 2020 til­ ­Skipu­lags­stofn­unar bréfleiðis eða með tölvu­pósti á skipu­lag@­skipu­lag.­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent