„Við erum með efniviðinn í annan faraldur“

Út frá faraldsfræðilegu sjónarmiði ætti ekki að opna landið. En það er ekki raunhæft. Hagsmunamat er nú sett á vogarskálarnar á móti heilsufarslegum ávinningi.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.
Auglýsing

Ég held að eng­inn viti nákvæm­lega svarið við því hvernig best er að opna landa­mæri. Allar þjóð­ir heims eru að glíma við þessa spurn­ingu. Hvað á að gera – hver er besta og réttasta leið­in.

Þetta seg­ir Már Krist­jáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar Land­spít­al­ans sem var gest­ur Krist­jáns Krist­jáns­sonar á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Krist­ján ­spurði hann í upp­hafi þáttar hvernig yfir­völd taki ákvarð­anir um að opna landa­mæri sín á ný, líkt og Spán­verjar hafa nú ákveðið að gera. Már sagð­ist telja að slík ákvörðun væri að sumu leyti hags­muna­mat. Hag­rænir þættir væru ­settir á vog­ar­skál­arnar á móti þeim heilsu­fars­legu. „Þetta er snúið og ­til­finn­inga­þrungið mál.“

Ferða­þjón­ust­an er gríð­ar­lega mik­il­væg atvinnu­grein á Spáni og því má, að mati Más, ganga út frá því að hags­munir hennar hafi vegið þungt við ákvörðun stjórn­valda. Ráða­menn ó­líkra landa líti á þetta með mis­mun­andi aug­um. „Hvað er síðan rétt að ger­a, það er önnur saga,“ sagði Már.

Auglýsing

En myndi ein­hver ­mæla með því að ferð­ast til Spánar á næst­unni?

Að mati Más hafa miklar breyt­ingar orðið á hegðun fólks síð­ustu mán­uði. Fólk hefur tamið ­sér fjar­lægð­ar­regl­ur, aukið hrein­læti og fleira. „Við vitum meira um veiruna, hven­rig hún smit­ast. Þorri fólks veit þetta,“ sagði hann.

Fyrir þá sem eru skyn­samir og var­kár­ir, „það er í lagi fyrir þá að ferð­ast til Spán­ar, ég get ekki ímyndað mér ann­að.“

En svo er það annað mál hvort að fólk fylgi hinum nýju sam­fé­lags­legu regl­um, t.d. þeir ­ferða­menn sem munu koma hingað til lands. „En þetta er eins og með margt ann­að, þessi óvissa. Þú veist ekki hvort ferða­maður hegð­ar­ ­sér vel. En við vitum ekki hvað þetta mun hafa í för með sér.“

Sáttur við ákvörð­un­ina

Spurður hvað ­þyrfti að hans mati að ger­ast svo að landa­mær­unum hér yrði aftur lokað bent­i hann á að ef mörg smit kæmu upp á mörgum stöðum þá væri að fara af stað far­aldur og þá þyrfti að bregð­ast við. Yfir­völd hér á landi hefðu lært marg­t ­síð­ustu mán­uði og ef smit koma aftur upp verði beitt þeim úrræðum sem til­ ­staðar eru.

Már sagð­ist sáttur við þá ákvörðun að opna landið en sagði að setja þyrfti eins marga varnagla og hægt væri svo að inn í sam­fé­lagið komi ekki aftur óheft smit. En hann benti á að allar for­sendur fyrir því að fá smit inn í landið væru enn til­ ­stað­ar. „Við erum með efni­við­inn í annan far­aldur og þess vegna þurfum við að hegða okkur skyn­sam­lega. Rík­is­stjórnin og heil­brigð­is­yf­ir­völd þurfa að setj­a eins mikla fyr­ir­vara á komur fólks og hægt er.“

Auglýsing

Að skima ­fólk við kom­una til lands­ins og beita áfram sótt­kví væru allt saman leiðir til­ þess að ná því mark­miði. Hann benti einnig á nauð­syn þess að fræða ferða­menn. „Ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiri­háttar áföll.“

Már sagði að sumir teldu nær óum­flýj­an­legt að annar far­aldur blossi upp. Sagði Már ­mótefna­mæl­ingar þar skipta sköp­um. Hins vegar væri ekki ljóst hversu mikla vörn ­mótefni væri að veita þeim sem hefðu sýkst og náð sér af sjúk­dómn­um. Kór­ónu­veirur almennt gangi ár eftir ár í sam­fé­lög­um. Mótefnið sem mynd­ast dug­ar ­gegn þeim í kannski tvö ár og svo getur fólk smit­ast aft­ur. Hins vegar væri ekk­ert vitað um það hversu lengi mótefni gegn nýju kór­ónu­veirunni veitir vernd. „Kannski er þetta ævi­löng vernd fyrir þess­ari veiru, von­and­i.“

Hver vill taka fyrsta bit­ann?

Már líkt­i þeirri ákvörðun að opna landið við heita kart­öflu. „Hver á að taka fyrsta bit­ann og brenna sig?“

Á Ísland­i hafi sér­fræð­ingar leitt aðgerða­á­ætl­anir í far­aldr­in­um. En svo kemur að því að opna landið og þá taka stjórn­mála­menn­irnir aftur for­ystu.

Tvennt er í stöð­unni: Að gera ekk­ert og gera eitt­hvað. Með því að opna landið getur svo tvennt ger­st: Annar far­aldur kemur eða ekki. „Það er vont að spyrða nafnið sitt við hvora ákvörðun sem er,“ sagði Már spurður um hvort það að opna landið væri póli­tísk ákvörðun frekar en vís­inda­leg. . „Þú ert í vondri stöðu sama hvort þú ­gerir eitt­hvað eða ekk­ert. Þá kemur til kasta stjórn­mála­manna. Þeir þurfa að ­taka ákvarð­anir og standa og falla með því.“

Hvað muni ger­ast er spurn­ing sem engan veg­inn er hægt að svara núna. „Ég get ekki sagt að hér verði örugg­lega þús­und manns sýkt­ir. Er það mögu­legt? Það er vissu­lega mögu­legt. En frekar ólík­legt. Að því gefnu að ­menn verði skyn­samir og þær aðgerðir sem fara á í verði komnar í gagn­ið.“



Ef ákvörð­un­in yrði aðeins tekin út frá vís­inda­legum grunni þá væri það fag­legt mat Más að ­gera ekki neitt, opna ekki landa­mær­in, og láta aldrei koma upp smit á Íslandi. „En það er ekki raun­hæft.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent