„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“

Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra telur það vera mjög áhuga­vert að skoða hug­myndir um þrepa­skiptan erfða­fjár­skatt. Þetta kom fram í svari hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Katrínu hvort rík­is­stjórnin myndi beita sér fyrir sam­þykkt stig­vax­andi erfða­fjár­skatti, þar sem ígildi hóf­legs sparn­aðar – til að mynda ein­býl­is­húss – bæri áfram 10 pró­sent skatt en pró­sentan hækk­aði til muna þegar um væri að ræða jafn­vel hund­ruð millj­ón­um, jafn­vel millj­arða.

Ástæðan fyrir fyr­ir­spurn Loga var að „í síð­ustu viku var slegið Íslands­met í arð­greiðslu þegar ágóði af sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar var afhentur nýrri kyn­slóð“. Vís­aði hann þarna í ákvörðun aðal­­eig­enda Sam­herja, fyrr­ver­andi hjón­anna Þor­­steins Más Bald­vins­­sonar og Helgu S. Guð­­munds­dótt­­ur, og Krist­jáns Vil­helms­­son­ar, en þau ákváðu að fram­­selja hluta­bréfa­­eign sína til barna sinna í síð­ustu viku. 

Auglýsing

Logi vildi enn fremur vita hvort áform væru uppi um stór­eigna­skatt á aðila sem eiga fleiri hund­ruð millj­ónir í hreina eign, líkt og for­sæt­is­ráð­herra boð­aði fyrir kosn­ing­ar. Eða hvort önnur áform væru upp og hver þau væru þá.

Katrín fjall­aði ekki meira um hug­myndir um þrepa­skiptan erfða­fjár­skatt en ­sagði að í öðru lagi teldi hún að hún og hátt­virtur þing­maður og fleiri for­menn flokka bæru ríka skyldu til þess að ljúka vinnu við nýtt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá. „Ég rifja það upp að hér var spurt árið 2012 hvort fólk vildi sjá ákvæði um auð­lindir í þjóð­ar­eign í stjórn­ar­skrá og svar­aði yfir­gnæf­andi meiri hluti þjóð­ar­innar því ját­andi. Sömu nið­ur­stöður birt­ist í nýlegri skoð­ana­könnun sem for­menn flokka á Alþingi létu gera. Ég tel að það sé í raun og veru und­ir­staða þess að við getum rætt auð­linda­nýt­ingu á Íslandi að við und­ir­strikum þann rétt í stjórn­ar­skrá,“ sagði hún.

Logi kom í pontu í annað sinn og sagði að vissu­lega bæri þeim á þingi skylda til að afgreiða nýtt og sam­þykkja auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá en að það væri ekki sama hvernig það liti út. „Þar þarf að passa upp á hluti eins og að það sé gjald­taka af eðli­legum toga og tíma­bind­ing heim­ilda og annað slíkt. Slíkt er ekki uppi á borð­inu í augna­blik­in­u.“

Logi Einarsson Mynd: Birgir Þór

Katrín svar­aði og sagði að mjög mik­il­vægt væri að þau sam­ein­uð­ust um auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá og að ekki væri sama hvernig það væri. „En erum við ekki öll sam­mála um að auð­lind­irnar beri ekki að afhenda með var­an­legum hætti? Er það ekki und­ir­stöðu­at­riði? Og erum við ekki sam­mála um að í stjórn­ar­skrá eigi að birt­ast grunn­lín­urnar sem leggja lög­gjaf­anum lín­urn­ar? Og erum við ekki sam­mála um hvað það merkir að afhenda ekki auð­lindir með var­an­legum hætti? Því að það er mjög vel útskýrt. Það er útskýrt að það eru þá ann­að­hvort tíma­bundin afnot eða upp­segj­an­leg með til­teknum fyr­ir­vara sem er, ef ég man rétt, það sem stóð í auð­linda­á­kvæði auð­linda­nefnd­ar­innar 2000 og er útskýrt með þessum hætti í því frum­varpi sem kynnt var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.“

Telur ráð­herr­ann Sjálf­stæð­is­flokk­inn til fram­sæk­inna vinstri hreyf­inga?

Þing­mað­ur­inn fjall­aði einnig um í fyr­ir­spurn­inni nýlega grein eftir for­sæt­is­ráð­herr­ann og við­tal í vefriti Progressive International sem vakti athygli hans. „Þar segir hún meðal ann­ars að þótt vinstri menn í Evr­ópu greini á um margt sé það skylda þeirra á við­sjár­verðum tímum að vinna saman að því að leita lausna. Jafn­framt þurfi á tímum lofts­lags­breyt­inga og efna­hags­legs ójöfn­uðar að marka djarfa og fram­sækna stefnu með félags­legt rétt­læti, jafn­rétti kynj­anna, lofts­lags­mál og alþjóð­lega sam­vinnu að leið­ar­ljósi,“ sagði Log­i. 

Hann sagð­ist vera þessu hjart­an­lega sam­mála og að það þyrfti kannski ekki að koma á óvart „því að um þessi verk­efni og skyldu vinstri flokka hef ég margoft rætt hér. Nú veit ég ekki hvort for­sæt­is­ráð­herra telur sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn lík­legt til að ná þeim rót­tæku félags­legu og efna­hags­legu breyt­ingum sem hún taldi nauð­syn­legar í grein­inni eða hvort hún telji Sjálf­stæð­is­flokk­inn jafn­vel til fram­sæk­inna vinstri hreyf­inga í Evr­ópu, eða hvort henni finn­ist þessi skylda vinstri flokka í Evr­ópu til að vinna saman að rót­tækum aðgerðum bara eiga við ann­ars staðar en á Íslandi. En látum það vera og ræðum frekar ójöfn­uð­inn sem for­sæt­is­ráð­herra gerði að umtals­efni í grein­inn­i.“

Katrín þakk­aði Loga fyrir að vekja athygli á „þeim ágæta félags­skap, Progressive International, sem snýst um alþjóð­legt sam­starf fram­sæk­inna afla í heimi þar sem við sjáum mikið bakslag víða, til dæmis þegar kemur að rétt­indum fólks“.

Nægði þar að líta til næstu nágranna í Evr­ópu og nýlegrar lög­gjafar í Ung­verja­landi til að mynda um rétt­indi trans­fólks. „Við höfum ekki verið á þeirri leið á Íslandi, sem betur fer, enda tel ég mjög mik­il­vægt að vinstri sinn­aðir flokkar leiti allra leiða til að ná raun­veru­legum áhrif­um. Þau höfum við séð birt­ast á þessu kjör­tíma­bili þó að hátt­virtur þing­maður vilji ekki ræða þann árang­ur, til að mynda í nýlegum lögum um kyn­rænt sjálf­ræði, svo ég taki bara eitt lítið dæmi. Ég gæti nefnt mörg dæmi sem tengj­ast jafn­rétti kynj­anna, lofts­lags­breyt­ingum og jöfn­uð­i,“ sagði hún.

Nauð­syn­legt að vinstri menn sam­ein­uð­ust gegn hægri öflum

Logi sagði að í umræddri grein tal­aði for­sæt­is­ráð­herra enn fremur um nauð­syn þess að vinstri menn sam­ein­uð­ust gegn hægri öfl­um, sér í lagi útlend­inga­andúð. „Nú geri ég mér grein fyrir því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn telst kannski ekki til öfga­hægri afla þótt hann hafi birt sér­kenni­legar skoð­anir sínar í til dæmis málum eins og varð­aði þung­un­ar­rof og öðru og í útlend­inga­málum nú. Ég velti því fyrir mér í þessu sam­hengi hvernig for­sæt­is­ráð­herra getur rétt­lætt það að hafa eft­ir­látið hægri flokki sem rekur harða útlend­inga­stefnu stjórn útlend­inga­mála hér á landi og hvort hæstv. ráð­herra, for­maður hreyf­ingar Vinstri grænna, sé að veita flokki um ómann­lega útlend­inga­stefnu ákveðið lög­mæti í núver­andi rík­is­stjórn.“

For­sæt­is­ráð­herr­ann lauk máli sínu með því að segja ekki hefðu fleiri fengið alþjóð­lega vernd á Íslandi en árið 2019. „Ís­lensk stjórn­völd fóru aðra leið, og ég var ekki hluti af rík­is­stjórn þá þannig að það er ekki svo að það sé endi­lega mér að þakka en stjórn­völd til að mynda ann­ars staðar á Norð­ur­löndum sem settu mun harð­ari útlend­inga­reglur á sínum tíma þegar flótta­manna­bylgjan gekk yfir Evr­ópu. Ég veit því ekki alveg í hvað hátt­virtur þing­maður er að vísa þegar um er að ræða mál sem, sem betur fer, til­tölu­lega mikil sam­staða hefur verið um hér á þing­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reykjavíkurstjórn líklegasti valkosturinn við sitjandi ríkisstjórn
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 5. júlí 2020
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent