Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag

Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra þakk­aði heil­brigð­is­starfs­fólki um allt land fyrir vel unnin störf í bar­átt­unni við COVID-19 á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sem jafn­framt var sá síð­asti. Í ræðu sinni sagði hún það líka hafa verið verk­efni sam­fé­lags­ins alls að laga sig að breyttum aðstæðum og að þar hafi tek­ist vel til.

Það markar ákveðin tíma­mót að reglu­legir upp­lýs­inga­fundir almanna­varna hafi nú runnið sitt skeið á enda. Svan­dís nýtti samt sem áður tæki­færið til að minna á að sigur gegn veirunni væri ekki í höfn: „En verk­efn­inu er ekki lokið við þurfum áfram að fara var­lega og eftir því sem sam­fé­lagið opn­ast meira verðum við að leggja meiri áherslu á að gleyma ekki ein­földu regl­unum um að passa okkur sjálf, hand­þvott, sprittun og hæfi­lega fjar­lægð.“ 

Auglýsing
Enn sé fjöldi fólks og fjöl­skyldur að glíma við COVID-19, afleið­ingar sjúk­dóms­ins og eft­ir­köst. „Tíu manns hafa lát­ist og er fjöl­skyldum þeirra hér vottuð sam­úð. En nú er komið að næstu skref­um, næsta kafla þar sem við búum okkur undir að opna landa­mæri. Afar var­lega. Verk­efn­is­stjórn sem hefur fengið það hlut­verk að stýra und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins um sýna­töku og grein­ingar á COVID-19 meðal far­þega sem koma til lands­ins mun skila fyrstu til­lögum til mín á fundi síðar í dag, og í kjöl­farið fæ ég minn­is­blað frá sótt­varn­ar­lækni með til­lögu um næstu skref varð­andi opnun lands­ins. Þetta er flókið verk­efni sem snertir mörg mál­efna­svið og mörg ráðu­neyti og þarf að skoða bæði út frá sótt­varn­ar­legum rök­semdum og efna­hags­legum Þeim spurn­ingum öllum verður svarað á næstu dög­um.“

Undir lok ræð­unnar ítrek­aði Svan­dís þakk­læti sitt í garð þrí­eyk­is­ins, þeirra Ölmu, Víðis og Þór­ólfs. Hún færði þeim að lokum þakk­læt­is­vott í formi blóma fyrir þeirra „ein­staka fram­lag á sann­ar­lega for­dæma­lausum tím­um.“

28. febr­úar kom fyrsta smitið og allt breytt­ist. Fréttir og vanga­veltur – rakn­ing­arteymið – spálíkanið -...

Posted by Svan­dís Svav­ars­dóttir on Monday, May 25, 2020

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent