„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“

Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði á Alþingi í dag að hann teldi að Íslend­ingar þyrftu að fara var­lega í vind­ork­una rétt eins og ann­að. Þeir þyrftu að skoða hana út frá þeim þáttum sem snúa að nátt­úr­unni og nátt­úru­vernd­inni til þess að geta haft áfram það land sem þeir aug­lýsa – sem hent­aði vel fyrir ferða­þjón­ustu. Hann telur enn fremur að vind­orka sé eitt­hvað sem Íslend­ingar eigi að skoða eins og aðra orku­gjafa. 

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, beindi fyr­ir­spurn til umhverf­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma varð­andi nýt­ingu vind­orku. Hann benti á að Orku­stofnun hefði lagt til 43 virkj­un­ar­kosti til skoð­unar í tengslum við vinnu verk­efn­is­stjórnar um ramma­á­ætl­un. 34 þeirra fjöll­uðu um vind­orku, það er vind­myllu­garða sem dreifast vítt og breitt um land­ið. 

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn vís­aði í frétt Stöðvar 2 síðan í gær þar sem fram kom að eig­endur Hróð­nýj­ar­staða norðan Búð­ar­dals, sem áforma 24 vind­myllur í nafni Storm Orku, hefðu falið Skúla Thorodd­sen lög­manni að reka mál sitt en þeir telja vind­orku ekki falla undir lög um ramma­á­ætl­un. Skúli sagði við frétta­stofu Stöðvar 2 það alls ekki rétt sem umhverf­is­ráðu­neytið héldi fram að vind­orka félli undir lög­in.

„Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórn­ar­skrár­inn­ar; um eign­ar­rétt, um atvinnu­frelsi, um skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga og um jafn­ræð­i,“ sagði hann en Skúli telur þessa réttaró­vissu valda skað­legum töfum á vind­orku­verk­efnum þar sem Skipu­lags­stofnun dragi lapp­irn­ar. Hann telur ríkið geta skapað sér bóta­skyldu og hefur ritað umhverf­is­ráð­herra and­mæla­bréf.

Berg­þór sagði að lög­mað­ur­inn teldi umhverf­is­ráðu­neytið vaða í villu hvað þetta varð­aði og teldi enn fremur réttaró­viss­una, sem meðal ann­ars hverf­ist um ákvæði stjórn­ar­skrár um eign­ar­rétt og atvinnu­frelsi, um skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga og jafn­ræði, vera þeirrar gerðar að bóta­skylda gæti skap­ast á hendur rík­is­ins vegna þessa.

Hann spurði því Guð­mund Inga hver afstaða hans væri til þess hvort nýt­ing vind­orku ætti heima undir lögum um ramma­á­ætl­un.

Enn fremur hvort hann teldi að lög um umhverf­is­mat og skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga næði nægi­lega utan um þessi verk­efni og hvort hann teldi reglu­verk­inu ábóta­vant. „Má eiga von á útspili ráð­herra hvað breyt­ingar varðar og í hverju munu þær breyt­ingar helst felast?“ spurði Berg­þór. 

Mál­efni vind­orku ­yfir 10 MW heyra undir ramma­á­ætlun

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagði það vera mat umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins og atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins að mál­efni vind­orku heyri undir ramma­á­ætl­un, það er allt sem væri yfir 10 MW.

„Fyrsta skiptið sem orku­nýt­ing­ar­kostir sem þessir voru teknir fyrir í ramma­á­ætlun var þegar verk­efn­is­stjórn 3. áfanga fjall­aði um eina tvo kosti, ann­ars vegar vind­orku­ver við Blöndu og hins vegar á haf­inu fyrir ofan Búr­fell, þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna und­ir.“

Hvað varðar spurn­ingu Berg­þórs um hvort skipu­lags­lög og mat á umhverf­is­á­hrifum væru nægj­an­leg til þess að takast á við þetta þá hefðu yfir­völd komið sér saman um að stórir orku­kost­ir, sem eru til umfjöll­unar hverju sinni í sam­fé­lag­inu, ættu að fara fyrir ramma­á­ætl­un.

Umhverf­is­ráð­herra telur það vera mik­il­vægt að halda áfram á þeirri leið. „Það þýðir hins vegar ekki að það getur verið að mis­mun­andi leiðir henti fyrir mis­mun­andi orku­vinnslu­kosti. Það getur hentað betur að fara eina leið þegar kemur að vindi en aðra þegar kemur að vatni, það er þegar verið er að meta með hvaða hætti eigi að flokka þetta í svæði sem ber að vernda og svæði sem ber að nýta. Í því augna­miði erum við að skoða leiðir í ráðu­neyt­inu, og höfum verið að því í sam­vinnu við atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­ið, hvort við ættum að horfa til frek­ari útfærslu á því þegar kemur að vind­orkunn­i,“ sagði ráð­herr­ann. 

Skoðað heild­rænt yfir land­ið hvar þessir kostir ættu við

Berg­þór kom þá aftur í pontu og sagði að áhuga­vert væri að heyra frekar „um þessar vanga­veltur ráð­herr­ans er snúa að nýt­ingu vind­orku. En bara til að ég átti mig almenni­lega á því þá er í raun­inni afstaða ráð­herra sú að verk­efni yfir 10 MW fari undir ramma­á­ætl­un­ina en verk­efni undir 10 MW séu þar utan.“

Jafn­framt væri áhuga­vert að heyra afstöðu ráð­herra til vind­myllu­garða og þess að nýta vind­orku með þeim hætti sem þar væri stundað á breiðum grunni. Hann spurði því Guð­mund Inga hver afstaða hans væri til þess­ara svoköll­uðu vind­myllu­garða og hvort ráð­herra hugn­að­ist þetta vel sem fram­tíð­ar­orku­nýt­ing eða hefði hann efa­semdir um að þarna væri fetuð skyn­sam­leg leið.

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagði að verið væri að skoða á milli þeirra þriggja ráðu­neyta sem hann nefndi áður hvort hægt væri að horfa til nýt­ingar vind­orku­hug­mynda með þeim hætti að skoðað yrði heild­rænt yfir landið hvar þessir kostir ættu við og hvar ekki, „að gróf­skipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá ein­hverjum ákveðnum við­miðum – gæti verið frið­lýst svæði, við­kvæmt fugla­svæði og svo fram­vegis – þá erum við búin að tak­marka í raun­inni það svæði þar sem hægt væri að nýta það og síðan yrði þá ákveðin máls­með­ferð utan um þau svæði þar sem hægt er að nýta það og það er eitt­hvað sem við erum að skoða núna á milli ráðu­neyt­anna,“ sagði hann. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent