„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“

Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði á Alþingi í dag að hann teldi að Íslend­ingar þyrftu að fara var­lega í vind­ork­una rétt eins og ann­að. Þeir þyrftu að skoða hana út frá þeim þáttum sem snúa að nátt­úr­unni og nátt­úru­vernd­inni til þess að geta haft áfram það land sem þeir aug­lýsa – sem hent­aði vel fyrir ferða­þjón­ustu. Hann telur enn fremur að vind­orka sé eitt­hvað sem Íslend­ingar eigi að skoða eins og aðra orku­gjafa. 

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, beindi fyr­ir­spurn til umhverf­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma varð­andi nýt­ingu vind­orku. Hann benti á að Orku­stofnun hefði lagt til 43 virkj­un­ar­kosti til skoð­unar í tengslum við vinnu verk­efn­is­stjórnar um ramma­á­ætl­un. 34 þeirra fjöll­uðu um vind­orku, það er vind­myllu­garða sem dreifast vítt og breitt um land­ið. 

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn vís­aði í frétt Stöðvar 2 síðan í gær þar sem fram kom að eig­endur Hróð­nýj­ar­staða norðan Búð­ar­dals, sem áforma 24 vind­myllur í nafni Storm Orku, hefðu falið Skúla Thorodd­sen lög­manni að reka mál sitt en þeir telja vind­orku ekki falla undir lög um ramma­á­ætl­un. Skúli sagði við frétta­stofu Stöðvar 2 það alls ekki rétt sem umhverf­is­ráðu­neytið héldi fram að vind­orka félli undir lög­in.

„Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórn­ar­skrár­inn­ar; um eign­ar­rétt, um atvinnu­frelsi, um skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga og um jafn­ræð­i,“ sagði hann en Skúli telur þessa réttaró­vissu valda skað­legum töfum á vind­orku­verk­efnum þar sem Skipu­lags­stofnun dragi lapp­irn­ar. Hann telur ríkið geta skapað sér bóta­skyldu og hefur ritað umhverf­is­ráð­herra and­mæla­bréf.

Berg­þór sagði að lög­mað­ur­inn teldi umhverf­is­ráðu­neytið vaða í villu hvað þetta varð­aði og teldi enn fremur réttaró­viss­una, sem meðal ann­ars hverf­ist um ákvæði stjórn­ar­skrár um eign­ar­rétt og atvinnu­frelsi, um skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga og jafn­ræði, vera þeirrar gerðar að bóta­skylda gæti skap­ast á hendur rík­is­ins vegna þessa.

Hann spurði því Guð­mund Inga hver afstaða hans væri til þess hvort nýt­ing vind­orku ætti heima undir lögum um ramma­á­ætl­un.

Enn fremur hvort hann teldi að lög um umhverf­is­mat og skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga næði nægi­lega utan um þessi verk­efni og hvort hann teldi reglu­verk­inu ábóta­vant. „Má eiga von á útspili ráð­herra hvað breyt­ingar varðar og í hverju munu þær breyt­ingar helst felast?“ spurði Berg­þór. 

Mál­efni vind­orku ­yfir 10 MW heyra undir ramma­á­ætlun

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagði það vera mat umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins og atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins að mál­efni vind­orku heyri undir ramma­á­ætl­un, það er allt sem væri yfir 10 MW.

„Fyrsta skiptið sem orku­nýt­ing­ar­kostir sem þessir voru teknir fyrir í ramma­á­ætlun var þegar verk­efn­is­stjórn 3. áfanga fjall­aði um eina tvo kosti, ann­ars vegar vind­orku­ver við Blöndu og hins vegar á haf­inu fyrir ofan Búr­fell, þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna und­ir.“

Hvað varðar spurn­ingu Berg­þórs um hvort skipu­lags­lög og mat á umhverf­is­á­hrifum væru nægj­an­leg til þess að takast á við þetta þá hefðu yfir­völd komið sér saman um að stórir orku­kost­ir, sem eru til umfjöll­unar hverju sinni í sam­fé­lag­inu, ættu að fara fyrir ramma­á­ætl­un.

Umhverf­is­ráð­herra telur það vera mik­il­vægt að halda áfram á þeirri leið. „Það þýðir hins vegar ekki að það getur verið að mis­mun­andi leiðir henti fyrir mis­mun­andi orku­vinnslu­kosti. Það getur hentað betur að fara eina leið þegar kemur að vindi en aðra þegar kemur að vatni, það er þegar verið er að meta með hvaða hætti eigi að flokka þetta í svæði sem ber að vernda og svæði sem ber að nýta. Í því augna­miði erum við að skoða leiðir í ráðu­neyt­inu, og höfum verið að því í sam­vinnu við atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­ið, hvort við ættum að horfa til frek­ari útfærslu á því þegar kemur að vind­orkunn­i,“ sagði ráð­herr­ann. 

Skoðað heild­rænt yfir land­ið hvar þessir kostir ættu við

Berg­þór kom þá aftur í pontu og sagði að áhuga­vert væri að heyra frekar „um þessar vanga­veltur ráð­herr­ans er snúa að nýt­ingu vind­orku. En bara til að ég átti mig almenni­lega á því þá er í raun­inni afstaða ráð­herra sú að verk­efni yfir 10 MW fari undir ramma­á­ætl­un­ina en verk­efni undir 10 MW séu þar utan.“

Jafn­framt væri áhuga­vert að heyra afstöðu ráð­herra til vind­myllu­garða og þess að nýta vind­orku með þeim hætti sem þar væri stundað á breiðum grunni. Hann spurði því Guð­mund Inga hver afstaða hans væri til þess­ara svoköll­uðu vind­myllu­garða og hvort ráð­herra hugn­að­ist þetta vel sem fram­tíð­ar­orku­nýt­ing eða hefði hann efa­semdir um að þarna væri fetuð skyn­sam­leg leið.

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagði að verið væri að skoða á milli þeirra þriggja ráðu­neyta sem hann nefndi áður hvort hægt væri að horfa til nýt­ingar vind­orku­hug­mynda með þeim hætti að skoðað yrði heild­rænt yfir landið hvar þessir kostir ættu við og hvar ekki, „að gróf­skipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá ein­hverjum ákveðnum við­miðum – gæti verið frið­lýst svæði, við­kvæmt fugla­svæði og svo fram­vegis – þá erum við búin að tak­marka í raun­inni það svæði þar sem hægt væri að nýta það og síðan yrði þá ákveðin máls­með­ferð utan um þau svæði þar sem hægt er að nýta það og það er eitt­hvað sem við erum að skoða núna á milli ráðu­neyt­anna,“ sagði hann. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent