„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“

Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði á Alþingi í dag að hann teldi að Íslend­ingar þyrftu að fara var­lega í vind­ork­una rétt eins og ann­að. Þeir þyrftu að skoða hana út frá þeim þáttum sem snúa að nátt­úr­unni og nátt­úru­vernd­inni til þess að geta haft áfram það land sem þeir aug­lýsa – sem hent­aði vel fyrir ferða­þjón­ustu. Hann telur enn fremur að vind­orka sé eitt­hvað sem Íslend­ingar eigi að skoða eins og aðra orku­gjafa. 

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, beindi fyr­ir­spurn til umhverf­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma varð­andi nýt­ingu vind­orku. Hann benti á að Orku­stofnun hefði lagt til 43 virkj­un­ar­kosti til skoð­unar í tengslum við vinnu verk­efn­is­stjórnar um ramma­á­ætl­un. 34 þeirra fjöll­uðu um vind­orku, það er vind­myllu­garða sem dreifast vítt og breitt um land­ið. 

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn vís­aði í frétt Stöðvar 2 síðan í gær þar sem fram kom að eig­endur Hróð­nýj­ar­staða norðan Búð­ar­dals, sem áforma 24 vind­myllur í nafni Storm Orku, hefðu falið Skúla Thorodd­sen lög­manni að reka mál sitt en þeir telja vind­orku ekki falla undir lög um ramma­á­ætl­un. Skúli sagði við frétta­stofu Stöðvar 2 það alls ekki rétt sem umhverf­is­ráðu­neytið héldi fram að vind­orka félli undir lög­in.

„Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórn­ar­skrár­inn­ar; um eign­ar­rétt, um atvinnu­frelsi, um skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga og um jafn­ræð­i,“ sagði hann en Skúli telur þessa réttaró­vissu valda skað­legum töfum á vind­orku­verk­efnum þar sem Skipu­lags­stofnun dragi lapp­irn­ar. Hann telur ríkið geta skapað sér bóta­skyldu og hefur ritað umhverf­is­ráð­herra and­mæla­bréf.

Berg­þór sagði að lög­mað­ur­inn teldi umhverf­is­ráðu­neytið vaða í villu hvað þetta varð­aði og teldi enn fremur réttaró­viss­una, sem meðal ann­ars hverf­ist um ákvæði stjórn­ar­skrár um eign­ar­rétt og atvinnu­frelsi, um skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga og jafn­ræði, vera þeirrar gerðar að bóta­skylda gæti skap­ast á hendur rík­is­ins vegna þessa.

Hann spurði því Guð­mund Inga hver afstaða hans væri til þess hvort nýt­ing vind­orku ætti heima undir lögum um ramma­á­ætl­un.

Enn fremur hvort hann teldi að lög um umhverf­is­mat og skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga næði nægi­lega utan um þessi verk­efni og hvort hann teldi reglu­verk­inu ábóta­vant. „Má eiga von á útspili ráð­herra hvað breyt­ingar varðar og í hverju munu þær breyt­ingar helst felast?“ spurði Berg­þór. 

Mál­efni vind­orku ­yfir 10 MW heyra undir ramma­á­ætlun

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagði það vera mat umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins og atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins að mál­efni vind­orku heyri undir ramma­á­ætl­un, það er allt sem væri yfir 10 MW.

„Fyrsta skiptið sem orku­nýt­ing­ar­kostir sem þessir voru teknir fyrir í ramma­á­ætlun var þegar verk­efn­is­stjórn 3. áfanga fjall­aði um eina tvo kosti, ann­ars vegar vind­orku­ver við Blöndu og hins vegar á haf­inu fyrir ofan Búr­fell, þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna und­ir.“

Hvað varðar spurn­ingu Berg­þórs um hvort skipu­lags­lög og mat á umhverf­is­á­hrifum væru nægj­an­leg til þess að takast á við þetta þá hefðu yfir­völd komið sér saman um að stórir orku­kost­ir, sem eru til umfjöll­unar hverju sinni í sam­fé­lag­inu, ættu að fara fyrir ramma­á­ætl­un.

Umhverf­is­ráð­herra telur það vera mik­il­vægt að halda áfram á þeirri leið. „Það þýðir hins vegar ekki að það getur verið að mis­mun­andi leiðir henti fyrir mis­mun­andi orku­vinnslu­kosti. Það getur hentað betur að fara eina leið þegar kemur að vindi en aðra þegar kemur að vatni, það er þegar verið er að meta með hvaða hætti eigi að flokka þetta í svæði sem ber að vernda og svæði sem ber að nýta. Í því augna­miði erum við að skoða leiðir í ráðu­neyt­inu, og höfum verið að því í sam­vinnu við atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­ið, hvort við ættum að horfa til frek­ari útfærslu á því þegar kemur að vind­orkunn­i,“ sagði ráð­herr­ann. 

Skoðað heild­rænt yfir land­ið hvar þessir kostir ættu við

Berg­þór kom þá aftur í pontu og sagði að áhuga­vert væri að heyra frekar „um þessar vanga­veltur ráð­herr­ans er snúa að nýt­ingu vind­orku. En bara til að ég átti mig almenni­lega á því þá er í raun­inni afstaða ráð­herra sú að verk­efni yfir 10 MW fari undir ramma­á­ætl­un­ina en verk­efni undir 10 MW séu þar utan.“

Jafn­framt væri áhuga­vert að heyra afstöðu ráð­herra til vind­myllu­garða og þess að nýta vind­orku með þeim hætti sem þar væri stundað á breiðum grunni. Hann spurði því Guð­mund Inga hver afstaða hans væri til þess­ara svoköll­uðu vind­myllu­garða og hvort ráð­herra hugn­að­ist þetta vel sem fram­tíð­ar­orku­nýt­ing eða hefði hann efa­semdir um að þarna væri fetuð skyn­sam­leg leið.

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagði að verið væri að skoða á milli þeirra þriggja ráðu­neyta sem hann nefndi áður hvort hægt væri að horfa til nýt­ingar vind­orku­hug­mynda með þeim hætti að skoðað yrði heild­rænt yfir landið hvar þessir kostir ættu við og hvar ekki, „að gróf­skipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá ein­hverjum ákveðnum við­miðum – gæti verið frið­lýst svæði, við­kvæmt fugla­svæði og svo fram­vegis – þá erum við búin að tak­marka í raun­inni það svæði þar sem hægt væri að nýta það og síðan yrði þá ákveðin máls­með­ferð utan um þau svæði þar sem hægt er að nýta það og það er eitt­hvað sem við erum að skoða núna á milli ráðu­neyt­anna,“ sagði hann. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent