Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku

Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.

Kórónuveira Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsson
Auglýsing

Land­spít­al­inn telur sig geta sinnt verk­efnum sem myndu hljót­ast af opnun lands­ins fyrir ferða­mönnum þann 15. júní, að upp­fylltum ýmsum skil­yrð­um, en telur þó að áhætta fyrir reglu­lega starf­semi spít­al­ans í sumar sé veru­leg. ­Spít­al­inn mun þurfa að fara á hættu­stig um leið og fyrsti COVID-19 smit­aði sjúk­ling­ur­inn þarfn­ast inn­lagn­ar, með til­heyr­andi röskun á starf­sem­inn­i. 

Þetta kemur fram í bréfi sem Páll Matth­í­as­son for­stjóri spít­al­ans rit­aði ráðu­neyt­is­stjóra heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, 20. maí. Þar tók hann saman áhættu­möt sem far­sótt­ar­nefnd spít­al­ans og rann­sókna­stofa hans unnu vegna fyr­ir­hug­aðrar opn­unar landamæra með skimunum fyrir veirunni á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Í þessu heild­ar­á­hættu­mati for­stjór­ans segir að helsta áskor­unin varð­andi opnun landamær­anna í sumar sé mönnun starfsein­inga, sem þurfi að end­ur­skoða í ljósi þess að orlofs­tími er við það að fara í hönd. 

„Ljóst að strax við fyrsta smit mun mikið mæða á starf­semi sem orðin er þreytt af erf­iðri bar­áttu við far­sótt­ina og er á minni afköstum vegna sum­ar­leyfa. Mönnun verður mjög flókin og staða gjör­gæslu­deilda sér­stak­lega, þar sem aukið álag er á þær deildir yfir sum­arið vegna slysa, en tak­mörkuð geta til að bæta þar við mann­skap eins og gæti þurft,“ segir í mati Páls.

Auglýsing

Einnig segir Páll að gera þurfi ský­lausa kröfu um að fólk hafi full­nægj­andi trygg­ingar það ferð­ast inn í land­ið, því ljóst sé að kostn­aður geti orðið mjög mik­ill hjá ein­stak­lingum með COVID-19 veik­indi á spít­al­an­um.

Skimun ein­kenna­lausra tak­markað úrræði

Far­sótt­ar­nefnd spít­al­ans vann áhættu­mat, sem Már Krist­jáns­son for­maður nefnd­ar­innar und­ir­rit­ar. Þar segir að ljóst sé að fáir inn­lagðir ferða­menn myndu hafa tals­verð áhrif á dag­lega starf­semi Land­spít­ala og draga fljótt úr getu spít­al­ans til þess að sinna venju­bund­inni þjón­ustu, sem sé þó í lág­marki yfir sum­ar­tím­ann. 

Talið er lík­legt af hálfu nefnd­ar­innar að ein­hverjir ferða­menn beri veiruna hingað til lands og útsetji eða jafn­vel smiti sam­ferða­menn sína eða Íslend­inga sem þeir hitta á ferðum sín­um.

„Skimun ein­kenna­lausra er tak­markað úrræði þar sem nei­kvætt sýni þýðir ekki endi­lega að við­kom­andi verði jákvæður á næstu dög­um. Það er því lík­legra en ekki að fólk veik­ist og ein­hverjir þurfi spít­ala­vist. Það verður mikil áskorun að manna spít­al­ann að sum­ar­lagi þegar stór hluti starfs­manna er í orlofi á hverjum tíma og margir eru úrvinda eftir nýaf­stað­inn far­ald­ur. Þá er óvissa um hversu margir myndu gefa kost á sér í bak­varða­sveit á þessum árs­tíma. Starfs­fólk Land­spít­ala eru miklir fag­menn og sýndu ein­stakan sam­taka­mátt og útsjón­ar­semi í bar­átt­unni við COVID. Flot­inn er þreyttur og þarf að hvíl­ast en fyr­ir­sjá­an­lega þarf að kalla fólk inn úr sum­ar­leyfi ef ný bylgja fer af stað,“  segir í mati far­sótt­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Einnig er bent á það af hálfu far­sótta­nefnd­ar­innar að ef erlendir ferða­menn smit­ist hér á landi sé ekki hægt að útskrifa þá til sín heima fyrr en öll veik­indi þeirra eru yfir­staðin og þeir ekki lengur smit­andi.

SAk metur áhætt­una einnig veru­lega

Sjúkra­húsið á Akur­eyri segir í sínu áhættu­mati, sem Bjarni Jón­as­son for­stjóri sendi til ráðu­neyt­is­stjór­ans, að áhættan fyrir röskun á venju­legri starf­semi sé veru­leg. 

Um leið og fyrsti COVID-19 sjúk­ling­ur­inn þurfi inn­lögn þar verði sjúkra­húsið komið á hættu­stig og þurfi þá um leið að draga úr allri val­kvæðri starf­semi út árið. Auk þess mun slík staða hafa áhrif á sum­ar­leyfi og mönn­un.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent