Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag

Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.

Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Auglýsing

Sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala er ekki í stakk búin til að vinna nema 500 veiru­sýni á dag fyrir far­þega sem koma hingað til lands. Til að auka afkasta­getu þarf að bæta tækja­bún­að, mönnun og aðstöðu deild­ar­innar en miðað við fyr­ir­liggj­andi áætl­anir er í fyrsta lagi hægt að auka afkasta­getu í 1000 sýni á dag eftir miðjan júlí. Aðeins tíu þús­und sýna­töku­sett eru nú til í land­inu.

Þetta er meðal helstu nið­ur­staðna skýrslu verk­efn­is­stjórnar um sýna­töku fyrir COVID-19 að á landa­mærum hér á landi. Skýrslan var kynnt heil­brigð­is­ráð­herra í dag en sam­kvæmt henni þarf að leysa ýmis mál áður en hægt er hrinda skimun komu­far­þega í fram­kvæmd. Ákvörðun um aflétt­ingu ferða­tak­mark­ana liggur ekki fyrir og verður ekki tekin fyrr en til­lögur sótt­varna­læknis til ráð­herra þar af lút­andi liggja fyr­ir.

Í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unnar segir að mik­il­vægt sé að líta til þess að ef upp komi hóp­sýk­ingar og smit eykst í sam­fé­lag­inu munu þau sýni hafa for­gang fram yfir sýni úr ein­kenna­lausum komu­far­þeg­um. „Að­koma ann­arra grein­ing­ar­að­ila er mögu­legt úrræði til að auka grein­ing­ar­get­una en ekki hefur verið lagt mat á hver sú sam­an­lagða grein­ing­ar­geta gæti ver­ið.“

Auglýsing

Þá segir að sú óvissa sem ríki um fjölda komu­far­þega á verk­efn­is­tíma­bil­inu gæti stofnað verk­efn­inu í hættu þar sem „farið gæti verið fram úr afkasta­getu þess og þeim fyr­ir­heitum að taka sýni hjá öllum komu­far­þegum varpað fyrir róða“. Þetta á við hvort heldur sem er á skil­greindu tíma­bili eða mögu­legu fram­haldi þess þar sem vænt­ingar um sýna­töku kunna að vera for­senda fyrir ferða­lagi til Íslands.

Verk­efn­is­stjórnin telur að unnt sé að skila nið­ur­stöðum á um það bil fimm klukku­stundum frá því síð­asta sýni er tekið úr far­þegum við­kom­andi flug­vélar á Kefla­vík­ur­flug­velli frá morgni og fram eftir degi. Sýni sem ber­ast smit­sjúk­dóma­deild eftir kl. 17 verða greind næsta morgun nema mönnun verði auk­in.

Fyr­ir­séð er að grein­ing sýna frá öðrum landamæra­stöðvum gæti tekið lengri tíma, sér­stak­lega ef senda þarf sýnin lands­horna á milli.

Kostn­aður á hvert sýni er áætl­aður undir 50 þús­und krónum svo fram­ar­lega sem tekin eru fleiri en 107 sýni á dag. Kostn­að­ur­inn fer lækk­andi með fjölgun sýna og er tæpar 23 þús­und krónur miðað við 500 sýni á dag.

Þá segir í skýrsl­unni að nauð­syn­legt sé að kveða á um í lögum eða reglum um ábyrgð flug­rek­enda á for­skrán­ingu far­þega til að fækka smit­andi ein­stak­lingum sem gætu komið til lands­ins, til að sýna­töku­ferlið geti gengið hratt og vel fyrir sig og til að auð­kenna þá far­þega sem fram­vísa vott­orðum eða velja að fara í sótt­kví. Einnig er nauð­syn­legt að frá­vís­un­ar­heim­ildir á landa­mærum séu skýrar gagn­vart þeim sem ekki ætla að hlíta sótt­varna­ráð­stöf­un­um.

„Mik­il­vægt er að tryggja áfram­hald­andi verk­lag um sýna­töku vegna veik­inda í land­inu, grein­ingu, smitrakn­ingu, sótt­kví og ein­angrun með því að hafa sam­hæf­inga­stöð almanna­varna og sótt­varna áfram virka til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits,“ segir í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar og að upp­lýs­inga­gjöf til ferða­manna sé mik­il­vægur hluti verk­efn­is­ins. Bæta þurfi sér­stak­lega við virkni Rakn­ing C-19 smá­forrits­ins og upp­lýs­ingar til ferða­manna í því.

Hildur Helga­dóttir sem leiddi vinnu verk­efn­is­stjórn­ar­innar kynnti nið­ur­stöð­urnar fyrir heil­brigð­is­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra á fundi í gær ásamt öðrum full­trúum verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar. Fund­inn sat einnig sótt­varna­lækn­ir. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent