Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook

Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.

Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Auglýsing

Hag­stofa Íslands tel­ur, sam­kvæmt var­færnu mati á gögnum um þjón­ustu­inn­flutn­ing fyrir kaup á birt­ingu aug­lýs­inga, mark­aðs­rann­sóknum og skoð­ana­könn­un­um, að ætla megi að greiðslur frá íslenskum aug­lýsendum til erlendra aðila fyrir birt­ingu aug­lýs­inga á vef hafi numið vel yfir fimm millj­örðum króna árið 2018. Það er yfir 70 pró­sent þeirrar upp­hæðar sem inn­lendir aðilar greiddu fyrir birt­ingu aug­lýs­inga á vef til inn­lendra og erlendra aðila það árið.

Mat Hag­stof­unnar er fram­kvæmt út frá ofan­greindum for­sendum vegna þess að ekki liggja fyrir beinar tölur um tekjur erlendra fyr­ir­tækja á borð við Google og Face­book af sölu á aug­lýs­ingum á Íslandi, enda greiða þessi fyr­ir­tæki ekki virð­is­auka­skatt af söl­unni til íslenskra stjórn­valda líkt og inn­lend fjöl­miðla­fyr­ir­tæki. 

Þetta kemur fram í sam­an­tekt sem Hag­stofa Íslands birti í dag.

Aug­lýs­inga­tekjur inn­lendra fjöl­miðla dróg­ust saman milli ára

Greiðslur fyrir birt­ingu aug­lýs­inga í inn­lendum miðlum árið 2018 námu 13,4 millj­örðum króna eða tveimur pró­sentum lægri upp­hæð en árið 2017 reiknað á föstu verð­lagi. Tekjur inn­lendra aðila af birt­ingu aug­lýs­inga árið 2018 voru sam­bæri­legar við það sem var árið 2004. 

Auglýsing
Í sam­an­tekt Hag­stof­unnar segir að mest hafi farið til dag- og viku­blaða á því ári, eða tæp­lega 4,5 millj­arðar króna. Það þýðir að þriðj­ungur allra aug­lýs­inga­tekna fór til slíkra fjöl­miðla. Hlut­deild prent­miðla í aug­lýs­inga­tekjum hér­lendis er mun hærri en á flestum hinum Norð­ur­lönd­unum og hlut­deild vef­miðla mun rýr­ari.

Sjón­varps­miðlar tóku næst stærstu sneið­ina af kök­unni, eða 21 pró­sent, en 2,8 millj­arðar króna runnu til þeirra. Hljóð­varpsmiðlar fengu 18 pró­sent, eða rúm­lega 2,3 millj­arða króna, tíma­rit og önnur blöð tóku til sín 1,2 millj­arða króna, eða níu pró­sent allra aug­lýs­inga­tekna, og umhverf­is­aug­lýs­ing­ar, kvik­mynda­hús og mynddiskar skiptu með sér fimm pró­sent­um, eða 666 millj­ónum króna.

Inn­lendir vef­miðlar með 14 pró­sent af kök­unni

Inn­lendir vef­miðlar fengu 14 pró­sent, eða 1,9 millj­arða króna, af öllum aug­lýs­inga­tekjum á árinu 2018. Sér­stak­lega er tekið fram að átta af hverjum tíu krónum aug­lýs­inga­tekna á vefnum hafi runnið til vefja sem „starf­ræktir voru í tengslum við hefð­bundna fjöl­miðla.“

Kjarn­inn greindi frá því nýverið að tvö fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki, Árvakur og Sýn sem reka vef­mið­l­anna Mbl.is og Vísi.is, væru sam­an­lagt með 75 til 85 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild í sölu aug­lýs­inga í íslenskum vef­miðlum á síð­­asta ári. Þetta kom fram í tölum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti í áliti sínu vegna kaupa Torgs ehf., útgef­anda Frétta­­blaðs­ins og tengdra miðla, á Frjálsri fjöl­mið­l­un, útgef­anda DV og tengdra miðla. Það þýðir að allir aðrir vef­miðlar sem starfa á Íslandi skipta með sér 15 til 25 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild.

Hlut­deild vef­miðla mun meira á flestum Norð­ur­lönd­unum

Tekjur útlendra vef­miðla eru ekki inni í ofan­greindum töl­um. Í umfjöllun Hag­stof­unnar segir að upp­lýs­ingar um tekjur erlendra af birt­ingu aug­lýs­inga sem beint sé að lands­mönnum liggi ein­fald­lega ekki fyrir þar eð fæstir þess­ara aðila greiða virð­is­auka­skatt af sölu sinni til íslenskra stjórn­valda. „Þar á meðal eru stóru vef­miðl­arnir Google og Face­book. Sam­kvæmt var­færnu mati á gögnum um þjón­ustu­inn­flutn­ing fyrir kaup á birt­ingu aug­lýs­inga, mark­aðs­rann­sóknum og skoð­ana­könn­unum má ætla að greiðslur til erlendra aðila fyrir birt­ingu aug­lýs­inga á vef hafi numið vel yfir fimm millj­örðum króna árið 2018, eða yfir 70 pró­sent þeirrar upp­hæðar sem inn­lendir aðilar greiddu fyrir birt­ingu aug­lýs­inga á vef til inn­lendra og erlendra aðila.“

Í sam­an­tekt Hag­stof­unnar kemur einnig fram að hlut­deild vef­miðla, bæði inn­lendra og erlendra, sé mun minni en í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð. Þar er hún á bil­inu 55 til 58 pró­sent en á Íslandi er hún 38 pró­sent. Hlut­deildin er sam­bæri­leg í Finn­landi og á Ísland­i.  

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent