Verðbólgan yfir verðbólgumarkmið í fyrsta sinn frá því í nóvember

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,54 prósent í maí og verðbólgan því komin í 2,6 prósent. Seðlabanki Íslands spáir því að verðbólgan verði undir markmiði á næstunni en óvissa sé þó mikil.

Verðbólgan hækkaði um 0,4 prósentustig á milli mánaða.
Verðbólgan hækkaði um 0,4 prósentustig á milli mánaða.
Auglýsing

Verð­bólga mælist nú yfir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands í fyrsta sinn síðan í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,54 pró­sent í maí og mælist verð­bólga nú 2,6 pró­sent. Hún hækkar því um 0,4 pró­sentu­stig milli mán­aða. Verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans er 2,5 pró­sent.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Hag­stofu Íslands segir að verð á mat og drykkj­ar­vörum hafi hækkað um 1,6 pró­sent, hús­gögn og heim­il­is­bún­aður hækkað um 2,9 pró­sent og verð á nýjum bílum hafi hækkað um 3,7 pró­sent. Lækkun var á reikn­aðri húsa­leigu um 0,6 pró­sent og verð á bens­íni og olíum lækk­aði um 3,4 pró­sent. 

Krónan hefur veikst tals­vert gagn­vart helstu gjald­miðlum frá ára­mótum og í grein­ingu Íslands­banka segir að áhrif veik­ing­ar­innar hafi komið fram í verð­mæl­ingum á inn­fluttum vörum í apríl og maí.

Auglýsing
Í nýlegum pen­inga­málum Seðla­banka Íslands kemur fram að verð­bólgu­vænt­ingar mark­aðs­að­ila hafi ekki hækkað og hald­ast undir mark­miði. Bank­inn spáir því að verð­bólga verði undir mark­miði á næst­unni og að hún hjaðni í um 1,5 pró­sent um mitt næsta ár en tak­ist svo við að þok­ast upp á við í átt að mark­miði. Þar er þó tekið fram að óvissa sé mik­il.

Fram kemur í frétta­til­kynn­ingu Hag­stof­unnar að mæl­ing og útreikn­ingur á vísi­tölu neyslu­verðs í maí hafi gengið vel fyrir sig. Þar skipta mestu mál aflétt­ingar á tak­mörk­unum sem gripið var til í því skyni að hefta útbreiðslu COVID-19. Fyr­ir­tæki sem höfðu þurft að loka væru nú opin.

Verð­bólgan fór yfir verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans í júní 2018 og hélst yfir mark­miði fram í nóv­em­ber 2019. Á þeim tíma reis hún hæst í 3,7 pró­sent í des­em­ber 2018. Fyrir sum­arið 2018 hafði verð­bólgan verið undir verð­bólgu­mark­miði frá því í febr­úar 2014.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reykjavíkurstjórn líklegasti valkosturinn við sitjandi ríkisstjórn
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 5. júlí 2020
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent