Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á aðalfundi samtakanna í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS í dag.
Auglýsing
Þar segir að tveir hafi verið í framboði, Ólafur og Ægir Páll Friðbertsson framkvæmdastjóri hjá Brim hf. Ólafur fékk 49,99 prósent atkvæða en Ægir Páll 49,05 prósent.
Ólafur tekur við formennsku af Jens Garðari Helgasyni, sem verið hefur formaður samtakanna frá stofnun árið 2014. En samkvæmt samþykktum samtakanna, má hver stjórnarmaður að hámarki vera sex samfelld ár í stjórn, að því er fram kemur í tilkynningunni.