Óvenjulegur sjómannadagur framundan

Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.

Sjómenn
Auglýsing

Sjó­manna­dag­ur­inn er núna um helg­ina, sunnu­dag­inn 7. júní, en vegna kór­ónu­veirunnar verður dag­ur­inn með öðru sniði en venju­lega. Sjó­manna­sam­band Íslands (SSÍ) gerir dag­inn að umtals­efni í stöðu­upp­færslu á Face­book. „Sjó­mönnum ber að hrósa í þessu ástandi og hvernig þeir hafa tek­ist á við COVID-á­stand­ið. Mjög lítið var um smit og sótt­kví meðal sjó­manna og flot­inn gat verið á sjó þó sum­staðar væri dregið úr sókn­inni vegna ástands á mörk­uð­u­m.“

Þá kemur fram að víða um land sé búið að slá af eða fresta hátíð­ar­höldum vegna sjó­manna­dags­ins. Þó verði lág­marks­dag­skrá víða um land með heiðr­unum ald­inna sjó­manna, minn­ing­ar­at­höfnum og veittar við­ur­kenn­ingar fyrir björg­un­ara­frek. Auð­vitað haldi sjó­menn og þeirra fjöl­skyldur dag­inn hátíð­legan þó með öðrum hætti en áður.

Sjó­manna­dag­ur­inn var hald­inn hátíð­legur í fyrsta skipti þann 6. júní árið 1938. Sá dagur var mánu­dag­ur, annar í hvíta­sunnu. Næstu ár var fylgt reglu sem á end­anum var lög­tekin árið 1987, að sjó­manna­dagur skyldi vera fyrsti sunnu­dagur í júní nema hvíta­sunnu bæri upp á þann dag. Þá skyldi sjó­manna­dag­ur­inn vera viku síð­ar.

Auglýsing

SFS segja að hálfa pró­sentið sé fallið úr gildi

Sam­kvæmt Sjó­manna­sam­bandi Íslands er ekki mikið að frétta af kjara­málum sjó­manna. „Og þó. Sjó­manna­sam­band Íslands er nú með eitt mál gegn Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) fyrir Félags­dómi. Það varðar hækkun kaup­trygg­ingar sem sjó­menn áttu að fá þann 1. maí í fyrra. Það stendur bein­línis skrifað í okkar samn­ing að allar þær hækk­anir sem koma á almenna mark­aðnum á árinu 2019 ættu einnig að koma til sjó­manna. Allt tal um annað er útúr­snún­ingur af hálfu SFS.

Einnig er annað mál í und­ir­bún­ingi fyrir Félags­dómi af hálfu SSÍ gegn SFS. Það er ein­hliða til­kynnig SFS að hálfa pró­sentið sem bætt­ist við þá lág­marks­pró­sentu til skipta þegar útgerð kaupir afla af sjálfri sér, sé fallið úr gildi. Þetta var okkur til­kynnt með tölvu­pósti þann 6. maí síð­ast­lið­inn. Þó er það inn­ritað í samn­ing­inn að það gildi meðan samn­ing­ur­inn er í gildi. Og takið eft­ir, hann gildir þar til nýr samn­ingur er gerð­ur. Um það er hefur aldrei verið nokkur ein­asti vafi á íslenskum vinnu­mark­að­i,“ segir í færsl­unni.

Enn fremur kemur fram að ef þessi fram­gangs­máti eigi að vera á rekstri kjara­samn­ings­ins þeirra muni sjó­menn áskilja sér rétt til að segja upp þeim hluta samn­ings­ins sem þeir eru ekki sáttir við, til að mynda nýsmíða­á­lag­inu. „Eigum við að byrja þar? Það er ger­sam­lega óþol­andi að annar aðili samn­ings geti sagt upp einum lið samn­ings­ins án sam­tals og/eða við­un­andi raka.“

Sjó­menn verði að fylgj­ast vel með

Nú verði sjó­menn að fylgj­ast með hvort hálfa pró­sentið detti út hjá þeim í júní. Til­kynnig SFS um olíu­við­miðs­pró­sent­una í júní sé 77 pró­sent en eigi að vera 77,5 pró­sent. Ef það ger­ist að við­miðið vegna kaupa á eigin afla verði 77 pró­sent í júní, telur Sjó­manna­sam­bandið að komin sé ótví­ræð heim­ild félag­anna sem að samn­ingnum standa, að beita sekt­ar­á­kvæði kjara­samn­ings­ins sem er 630.046 krónur fyrir hvert brot.

„Um­boðs­menn útgerð­anna, SFS, segj­ast ekki hafa umboð til að klára bókana­vinnu sem verið hefur í gangi síðan síð­asti samn­ingur var gerður vegna þess að kröfur séu nú komnar fram. Það er alveg krist­al­tært að að ekki verður gerður annar samn­ingur nema þessar bók­anir verði klárað­ar. Fyr­ir­vari er í kröfu­gerð okkar um það. Bók­an­irnar skipta gíf­ur­legu máli fyrir fram­hald­ið.

Nýr for­maður SFS hefur látið hafa eftir sér að næsta verk­efni sé að klára samn­inga við sjó­menn. Gott og vel við erum til í slag­inn ef hugur fylgir máli og SFS hættir að keyra kjara­samn­ing­inn áfram á til­kynn­ingum um að hitt og þetta sem þeim er ekki að skapi, sé fallið úr gild­i,“ segir í færsl­unni.

Gleði­legan Sjó­manna­dag. Á þessum tímum Covid-19 er erfitt að halda fjöl­mennar hátíðir eins og Sjó­manna­dag­inn. Sjó­mönn­um...

Posted by Sjó­manna­sam­band Íslands on Thurs­day, June 4, 2020


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent