Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró

Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.

_abh2254_15809956188_o.jpg sjávarútvegur skip höfn reykjavíkurhöfn
Auglýsing

Sig­urður Guð­jóns­son for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­unar telur stjórn­völd ganga gegn eigin mark­miðum um efl­ingu haf- og umhverf­is­rann­sókna með því að gera sífellda hag­ræð­ing­ar­kröfu til Hafró. „Líta verður á haf­rann­sóknir sem fjár­fest­ingu en ekki eyðslu á fjár­magn­i,“ segir Sig­urður í for­stjóra­ávarpi sínu í árs­skýrslu stofn­un­ar­inn­ar, sem gefin var út í dag.

Stofn­unin þurfti að ráð­ast í hag­ræð­ing­ar­að­gerðir í lok árs­ins 2019, sem Sig­urður segir hafa verið erf­ið­ar. „Hag­ræð­ing­ar­að­gerðir sem þessar hafa óneit­an­lega mikil áhrif á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, að minnsta kosti til skamms tíma lit­ið. Engum dylst að þjóð­hags­leg og vís­inda­leg verð­mæti Haf­rann­sókna­stofn­unar byggja á mannauði henn­ar. Þekk­ing og reynsla starfs­fólks stofn­un­ar­innar er ómet­an­leg og mik­il­vægt að tryggja að hún við­hald­ist,“ segir Sig­urð­ur.

Ráð­ast þurfti í þessar aðgerðir til þess að mæta slæmri fjár­hags­stöðu stofn­un­ar­innar sem var til­komin vegna greiðslu­falls Verk­efna­sjóðs sjáv­ar­út­vegs­ins, en það var sá opin­beri sjóður sem Haf­rann­sókna­stofnun sótti mest til. Hafði greiðslu­fall sjóðs­ins þau áhrif að veru­legur halli varð á rekstri Hafró árin 2018 og 2019. 

Auglýsing

Sam­kvæmt árs­skýrsl­unni nam varð 79,4 milljón króna halli á afkomu Hafró á síð­asta ári, sem skipti í 25,9 millj­óna króna afgang frá rekstri og 105 millj­óna króna halla á fjár­fest­inga­heim­ild, en farið var í tölu­verðar fjár­fest­ingar vegna flutn­inga stofn­un­ar­innar í Fornu­búðir í Hafn­ar­firð­i. 

Grunn­rann­sóknum hættu­lega lítið sinnt

Sig­urður segir að áfram sé unnið með ráðu­neyti og ráð­herra að því að leysa þann vanda sem varð vegna greiðslu­falls Verk­efna­sjóðs­ins, en gagn­rýnir flötu hag­ræð­ing­ar­kröf­una sem beint er að stofn­un­inn­i. 

Hann segir nán­ast alla rek­star­fjár­muni stofn­un­ar­innar fara í grunn­vöktun á helstu umhverf­is­þáttum í haf­inu umhverfis Ísland og og vöktun nytja­stofna sjávar og í ám og vötn­um. Grunn­rann­sóknum sé á sama tíma „hættu­lega lít­ið“ sinnt, sér­stak­lega á tímum hröð­ustu umhverf­is­breyt­inga sem við höfum upp­lif­að.

Allra tap ef óvissa er í mæl­ingum

„Nýt­ing sjáv­ar­auð­linda byggir á sjálf­bærri nýt­ingu okkar nytja­stofna og mæl­ingar á afkasta­getu þeirra er nauð­syn­leg fjár­fest­ing. Ef slakað er á þarna, skapar það óvissu í mæl­ingum sem leiðir til þess að stofn­unin getum ekki ráð­lagt jafn mik­inn afla. Var­úð­ar­reglan mælir svo fyr­ir. Það þýðir beint tap fyrir þjóð­fé­lag­ið,“ ­segir Sig­urður og bætir við að hag­ræð­ing­ar­krafa upp á tvö pró­sent á ári sé umtals­verð.„[Í] til­felli Haf­rann­sókna­stofn­unar þýðir það lækkun í fjár­veit­ingu um 90 millj­ónir á ári sem tekur í, sér­stak­lega ef áfram er haldið ár eftir ár. Þetta er í beinni and­stöðu við auknar áherslur í haf­rann­sókn­um. Þá kalla miklar umhverf­is­breyt­ing­ar, á auknar rann­sóknir og kostn­að. Langstærsti hluti af rekstr­arfé stofn­un­ar­innar er varið í grunn­vöktun á umhverfi og fiski­stofn­um. Stór hluti af rekstr­arfé er fastur kostn­að­ur. Til dæmis kostar grunn­rekstur skip­anna rúman fjórð­ung af rekstr­ar­fénu. Það er því ekki mikið rými til hag­ræð­ing­ar. Heppi­legt væri að Haf­rann­sókna­stofnun þyrfti ekki að sæta hag­ræð­ing­ar­kröf­u,“ segir for­stjór­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent