Afstaða til Hagavatnsvirkjunar liggur ekki fyrir

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að afstaða sveitarstjórnar til fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar verði tekin þegar niðurstöður mats á umhverfisáhrifum liggja fyrir. Áhersla sé lögð á að rannsakað verði hvaða áhrif sveifla í yfirborði vatnsins hefði.

Á fyrstu árum 20. aldar var Hagavatn um 30 ferkílómetrar að stærð en er í dag um 4 km². Árið 1929 brast jökulstífla og mikið hlaup varð í Farinu og Tungufljóti. Tíu árum seinna hljóp Hagavatn aftur og við þetta lækkaði vatnsyfirborðið um 10 metra.
Á fyrstu árum 20. aldar var Hagavatn um 30 ferkílómetrar að stærð en er í dag um 4 km². Árið 1929 brast jökulstífla og mikið hlaup varð í Farinu og Tungufljóti. Tíu árum seinna hljóp Hagavatn aftur og við þetta lækkaði vatnsyfirborðið um 10 metra.
Auglýsing

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort fyrirhuguð virkjun við Hagavatn sunnan Langjökuls yrði til bóta hvað varðar jarðvegsfok og svifryksmengun og þar með ekki heldur hvort framkvæmdin hljóti brautargengi. Það verður ekki gert fyrr en niðurstöður mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar liggja fyrir.

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.

Þetta kemur fram í skriflegum svörum Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, við fyrirspurn Kjarnans. Hún segir að sveitarstjórn hafi lýst yfir ánægju með að hin fyrirhugaða framkvæmd fari í fullt ferli við mat á umhverfisáhrifum og að hún hafi lagt áherslu á að tilteknir þættir yrðu skoðaðir sérstaklega, þar á meðal hvaða áhrif sveifla á vatnsyfirborði kunni að hafa svo og að kannað yrði hver áhrifin yrðu á jarðvegsfok og svifryksmengun. „Það er ekki að ástæðulausu að þessir þættir eru dregnir fram en í þurrviðri þegar er vindasamt þá leggur gífurlega mikið af svifryki yfir byggðina hér,” segir Ásta.


Fyrstu hugmyndir að Hagavatnsvirkjun gerðu ráð fyrir að hún yrði allt að 35 MW. Í 3. áfanga rammaáætlunar, sem en hefur ekki verið afgreiddur á Alþingi, er 20 MW Hagavatnsvirkjun enn í biðflokki. Í rannsóknarleyfi sem Íslensk vatnsorka ehf. fékk hjá Orkustofnun og endurnýjað var í fyrra er gert ráð fyrir um 18 MW virkjun. Í tillögu að matsáætlun framkvæmdarinnar var hins vegar miðað við 9,9 MW virkjun, rétt undir þeim mörkum sem kalla á meðferð verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hvergi kemur fram að um fyrsta áfanga stærri virkjunar sé að ræða.

Auglýsing

Orkustofnun gerir í umsögn sinni athugasemdir við þetta og segir að í frummatsskýrslu beri að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu virkjunar á síðari stigum. Þá vekur stofnunin athygli á því að tillögunni er ekki tilgreint hvers vegna tilhögun 9,9 MW virkjunar er lögð fram nú og að ekki er heldur tekið fram að gerður verði samanburður milli mismunandi útfærsla á virkjun sem þegar hafi verið álitnir raunhæfir.


Spurð hvernig hugmyndin að virkjuninni hafi verið kynnt fyrir sveitarstjórn Bláskógabyggðar segir Ásta að í kynningarefni Íslenskrar vatnsorku frá því í mars árið 2017 sé talað um 9,9 MW virkjun. Í því sé engar hugleiðingar að finna um að sú framkvæmd sé hugsuð sem fyrsti áfangi að stærri virkjun. Ásta tók við starfi sveitarstjóra sumarið 2018.


Sveitarstjórn Bláskógabyggðar og áður stjórnar Biskupstungnahrepps hafa lengi haft mikinn áhuga á því að hækka vatnsyfirborð Hagavatns til að freista þess að stöðva sandfok og hefta uppblástur frá svæðinu sunnan Langjökuls.


Í greinargerð með nýju aðalskipulagi Bláskógabyggðar frá árinu 2017 segir að til að auka hagkvæmni af endurheimt Hagavatns, eins og það er orðað, þá sé sveitarstjórn hlynnt því að nýta stækkað Hagavatn til raforkuframleiðslu. Í greinargerðinni er miðað við útfærslu virkjunarkostarins samkvæmt öðrum áfanga rammaáætlunar en þar, líkt og nú, var gert ráð fyrir að virkja Farið, útfall Hagavatns, hækka vatnsborð og nota það sem miðlunarlón. Uppsett afl virkjunar var þá áætlað um 20 MW. Fram kemur að „endurheimt Hagavatns“ sé forsenda þess að hægt sé að ráðast í frekari landgræðsluaðgerðir sunnan vatnsins.

Tilhögun fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar eins og hún er kynnt í tillögu að matsskýrslu.


Árni Bragason forstjóri Landgræðslunnar sagði í viðtali við Kjarnann í vetur að allar hugmyndir um fyrirhugaða Hagavatnsvirkjun sem Íslensk vatnsorka ehf. hefði kynnt undanfarin ár myndu, ef þær yrðu að veruleika, auka uppblástur á svæðinu en ekki draga úr honum. Öflug landmótunaröfl, skrið og hop jökla, eru að verki sunnan Langjökuls. Sagði Árni að Landgræðslan hefði engin áform um að grípa inn í náttúrulega ferla.


Í tillögu að matsáætlun 9,9 MW Hagavatnsvirkjunar stendur að stíflun vatnsins myndi hefta áfok af svæðinu og yrði aðgerðin sambærileg þeirri sem Landgræðslan stóð fyrir við Sandvatn á sínum tíma. „Eini munurinn er sá að vatnsborði Sandvatns er haldið stöðugu á meðan gert er ráð fyrir að sveifla vatnsborði Hagavatns um 5 m“.

Órökstudd fullyrðing


Í umsögn Landgræðslunnar um tillöguna er þessi fullyrðing gagnrýnd. „Landgræðslan telur þessa fullyrðingu úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu,“ segir í umsögninni. Stofnunin gerði sambærilega athugasemd er drög tillögunnar voru kynnt síðasta haust en fullyrðingin er engu að síður látin standa í endanlegu tillögunni sem kynnt var og auglýst á vef Skipulagsstofnunar.


„Áhrif hækkunar vatnsyfirborðs Sandvatns eru fyrst og fremst vegna þess að vatnshæðin er jöfn yfir árið og þannig dregur vissulega úr uppfoki af svæðinu, þ.e. uppblásturssvæðum er varanlega sökkt,“ segir í umsögn Landgræðslunnar. „Í tilfelli Hagavatnsvirkjunar yrði sandsvæðum ekki varanlega sökkt að öllu leyti heldur leiðir munurinn á vatnshæðinni til þess að reikna má með að allt að 600 [hektarar] séu með stöðugu raski vegna breytilegs vatnsyfirborðs og fyrirséð að frá því svæði verði verulegt uppfok t.d. í þurrkatíð líkt og sumarið 2019.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent