Afstaða til Hagavatnsvirkjunar liggur ekki fyrir

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að afstaða sveitarstjórnar til fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar verði tekin þegar niðurstöður mats á umhverfisáhrifum liggja fyrir. Áhersla sé lögð á að rannsakað verði hvaða áhrif sveifla í yfirborði vatnsins hefði.

Á fyrstu árum 20. aldar var Hagavatn um 30 ferkílómetrar að stærð en er í dag um 4 km². Árið 1929 brast jökulstífla og mikið hlaup varð í Farinu og Tungufljóti. Tíu árum seinna hljóp Hagavatn aftur og við þetta lækkaði vatnsyfirborðið um 10 metra.
Á fyrstu árum 20. aldar var Hagavatn um 30 ferkílómetrar að stærð en er í dag um 4 km². Árið 1929 brast jökulstífla og mikið hlaup varð í Farinu og Tungufljóti. Tíu árum seinna hljóp Hagavatn aftur og við þetta lækkaði vatnsyfirborðið um 10 metra.
Auglýsing

Sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggðar hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort fyr­ir­huguð virkjun við Haga­vatn sunnan Lang­jök­uls yrði til bóta hvað varðar jarð­vegs­fok og svifryks­mengun og þar með ekki heldur hvort fram­kvæmdin hljóti braut­ar­gengi. Það verður ekki gert fyrr en nið­ur­stöður mats á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar­innar liggja fyr­ir.

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.

Þetta kemur fram í skrif­legum svörum Ástu Stef­áns­dótt­ur, sveit­ar­stjóra Blá­skóga­byggð­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Hún segir að sveit­ar­stjórn hafi lýst yfir ánægju með að hin fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd fari í fullt ferli við mat á umhverf­is­á­hrifum og að hún hafi lagt áherslu á að til­teknir þættir yrðu skoð­aðir sér­stak­lega, þar á meðal hvaða áhrif sveifla á vatns­yf­ir­borði kunni að hafa svo og að kannað yrði hver áhrifin yrðu á jarð­vegs­fok og svifryks­meng­un. „Það er ekki að ástæðu­lausu að þessir þættir eru dregnir fram en í þurr­viðri þegar er vinda­samt þá leggur gíf­ur­lega mikið af svifryki yfir byggð­ina hér,” segir Ásta.Fyrstu hug­myndir að Haga­vatns­virkjun gerðu ráð fyrir að hún yrði allt að 35 MW. Í 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem en hefur ekki verið afgreiddur á Alþingi, er 20 MW Haga­vatns­virkjun enn í bið­flokki. Í rann­sókn­ar­leyfi sem Íslensk vatns­orka ehf. fékk hjá Orku­stofnun og end­ur­nýjað var í fyrra er gert ráð fyrir um 18 MW virkj­un. Í til­lögu að mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­innar var hins vegar miðað við 9,9 MW virkj­un, rétt undir þeim mörkum sem kalla á með­ferð verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­un­ar. Hvergi kemur fram að um fyrsta áfanga stærri virkj­unar sé að ræða.

Auglýsing


Orku­stofnun gerir í umsögn sinni athuga­semdir við þetta og segir að í frum­mats­skýrslu beri að fjalla um hugs­an­lega áfanga­skipt­ingu virkj­unar á síð­ari stig­um. Þá vekur stofn­unin athygli á því að til­lög­unni er ekki til­greint hvers vegna til­högun 9,9 MW virkj­unar er lögð fram nú og að ekki er heldur tekið fram að gerður verði sam­an­burður milli mis­mun­andi útfærsla á virkjun sem þegar hafi verið álitnir raun­hæf­ir.­Spurð hvernig hug­myndin að virkj­un­inni hafi verið kynnt fyrir sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggðar segir Ásta að í kynn­ing­ar­efni Íslenskrar vatns­orku frá því í mars árið 2017 sé talað um 9,9 MW virkj­un. Í því sé engar hug­leið­ingar að finna um að sú fram­kvæmd sé hugsuð sem fyrsti áfangi að stærri virkj­un. Ásta tók við starfi sveit­ar­stjóra sum­arið 2018.Sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggðar og áður stjórnar Bisk­ups­tungna­hrepps hafa lengi haft mik­inn áhuga á því að hækka vatns­yf­ir­borð Haga­vatns til að freista þess að stöðva sand­fok og hefta upp­blástur frá svæð­inu sunnan Lang­jök­uls.Í grein­ar­gerð með nýju aðal­skipu­lagi Blá­skóga­byggðar frá árinu 2017 segir að til að auka hag­kvæmni af end­ur­heimt Haga­vatns, eins og það er orð­að, þá sé sveit­ar­stjórn hlynnt því að nýta stækkað Haga­vatn til raf­orku­fram­leiðslu. Í grein­ar­gerð­inni er miðað við útfærslu virkj­un­ar­kost­ar­ins sam­kvæmt öðrum áfanga ramma­á­ætl­unar en þar, líkt og nú, var gert ráð fyrir að virkja Far­ið, útfall Haga­vatns, hækka vatns­borð og nota það sem miðl­un­ar­lón. Upp­sett afl virkj­unar var þá áætlað um 20 MW. Fram kemur að „end­ur­heimt Haga­vatns“ sé for­senda þess að hægt sé að ráð­ast í frek­ari land­græðslu­að­gerðir sunnan vatns­ins.

Tilhögun fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar eins og hún er kynnt í tillögu að matsskýrslu.Árni Braga­son for­stjóri Land­græðsl­unnar sagði í við­tali við Kjarn­ann í vetur að allar hug­myndir um fyr­ir­hug­aða Haga­vatns­virkjun sem Íslensk vatns­orka ehf. hefði kynnt und­an­farin ár myndu, ef þær yrðu að veru­leika, auka upp­blástur á svæð­inu en ekki draga úr hon­um. Öflug land­mót­un­aröfl, skrið og hop jökla, eru að verki sunnan Lang­jök­uls. Sagði Árni að Land­græðslan hefði engin áform um að grípa inn í nátt­úru­lega ferla.Í til­lögu að mats­á­ætlun 9,9 MW Haga­vatns­virkj­unar stendur að stíflun vatns­ins myndi hefta áfok af svæð­inu og yrði aðgerðin sam­bæri­leg þeirri sem Land­græðslan stóð fyrir við Sand­vatn á sínum tíma. „Eini mun­ur­inn er sá að vatns­borði Sand­vatns er haldið stöð­ugu á meðan gert er ráð fyrir að sveifla vatns­borði Haga­vatns um 5 m“.

Órök­studd full­yrð­ingÍ umsögn Land­græðsl­unnar um til­lög­una er þessi full­yrð­ing gagn­rýnd. „Land­græðslan telur þessa full­yrð­ingu úr lausu lofti gripna og órök­studda með öllu,“ segir í umsögn­inni. Stofn­unin gerði sam­bæri­lega athuga­semd er drög til­lög­unnar voru kynnt síð­asta haust en full­yrð­ingin er engu að síður látin standa í end­an­legu til­lög­unni sem kynnt var og aug­lýst á vef Skipu­lags­stofn­un­ar.„Áhrif hækk­unar vatns­yf­ir­borðs Sand­vatns eru fyrst og fremst vegna þess að vatns­hæðin er jöfn yfir árið og þannig dregur vissu­lega úr upp­foki af svæð­inu, þ.e. upp­blást­urs­svæðum er var­an­lega sökkt,“ segir í umsögn Land­græðsl­unn­ar. „Í til­felli Haga­vatns­virkj­unar yrði sand­svæðum ekki var­an­lega sökkt að öllu leyti heldur leiðir mun­ur­inn á vatns­hæð­inni til þess að reikna má með að allt að 600 [hekt­ar­ar] séu með stöð­ugu raski vegna breyti­legs vatns­yf­ir­borðs og fyr­ir­séð að frá því svæði verði veru­legt upp­fok t.d. í þurrka­tíð líkt og sum­arið 2019.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent