Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar

Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.

Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Auglýsing

Orku­stofnun segir að í frum­mats­skýrslu um umhverf­is­á­hrif fyr­ir­hug­aðrar Haga­vatns­virkj­unar sunnan Lang­jök­uls beri að fjalla um og bera saman mis­mun­andi útfærslur á virkj­un­ar­kost­um, þar með talið hugs­an­lega áfanga­skipt­ingu virkj­unar á síð­ari stig­um. 

Í til­lögu að mats­á­ætlun um Haga­vatns­virkj­un, sem Mann­vit vann fyrir Íslenska vatns­orku ehf. og lögð var fram til kynn­ingar hjá Skipu­lags­stofnun í lok síð­asta árs, er fjallað um 9,9 MW virkj­un. Það er rétt undir þeim mörkum sem kalla sam­kvæmt lögum á með­ferð hjá verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­un­ar. Í til­lög­unni kemur ekki fram hvort um sé að ræða fyrsta áfanga en rann­sókn­ar­leyfi sem Orku­stofnun end­ur­nýj­aði í fyrra mið­ast við 18 MW. Í við­tali við fram­kvæmda­stjóra Íslenskrar vatns­orku í Morg­un­blað­inu á síð­asta ári kom fram að 9,9 MW virkjun væri fyrsti áfangi verk­efn­is­ins.

Líkt og Orku­stofnun bendir á í umsögn sinni liggur fyrir til­laga um 20 MW Haga­vatns­virkjun í þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar og í umsókn um rann­sókn­ar­leyfi sem stofn­unin gaf árið 2013 eru tvær kostn­að­ar­á­ætl­an­ir, ann­ars vegar fyrir 20 MW virkjun og hins vegar 35 MW. Þriðji áfangi ramma­á­ætl­unar hefur enn ekki verið afgreiddur á Alþingi. Verk­efna­stjórn skil­aði til­lögum af sér í ágúst 2016 og þar var 20 MW Haga­vatns­virkjun sett í bið­flokk.

Auglýsing

Orku­stofnun vekur athygli á því að í nýju mats­á­ætl­un­inni er ekki til­greint hvers vegna til­högun 9,9 MW virkj­unar er lögð fram nú og að ekki sé heldur tekið fram að gerður verði sam­an­burður milli mis­mun­andi útfærsla á virkjun sem þegar hafi verið álitnir raun­hæf­ir. 

Með vísan til mark­miða um þjóð­hags­lega hag­kvæmni raf­orku­kerf­is­ins í raf­orku­lögum og mark­miðs í lands­skipu­lags­stefnu um sjálf­bæra nýt­ingu orku­linda telur Orku­stofnun að í frum­mats­skýrslu, sem er næsta skref í skipu­lags­ferl­inu, beri að fjalla um og bera saman mis­mun­andi útfærslur og hugs­an­lega áfanga­skipt­ingu.

Þó að megawött Haga­vatns­virkj­unar séu í nýj­ustu til­hög­un­inni færri en áður stóð til er umfang fram­kvæmd­ar­innar sjálfrar sam­bæri­legt. Stíflur eru jafn marg­ar, jafn háar og svipað langar og miðl­un­ar­lónið sem yrði til með stíflun Haga­vatns yrði jafn stórt.

Útsýni af Stóru-Jarlhettu til vesturs yfir Hagafellsjökul, Hagavatn, Læmið og Hlöðufell. Skjaldbreiður fjærst. Mynd: Ólafur Örn Haraldsson

Í athuga­semdum nátt­úru­vernd­ar­sam­taka er það sem þau telja upp­brot fram­kvæmd­ar­innar harð­lega gagn­rýnt og sagt óheim­ilt. Ekki verði betur séð en að um sömu fram­kvæmd og áður sé að ræða. „Dag­ljóst er að fram­kvæmd­ar­að­ili reynir með und­an­brögðum að kom­ast hjá því að fara að gild­andi lögum í land­in­u,“ segir í athuga­semd Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Suð­ur­lands. „Heildar umhverf­is­á­hrif fram­kvæmda vegna fyr­ir­hug­aðrar 18 MW Haga­vatns­virkj­unar er það sem metið skal, í einu lag­i.“

Ólafur Örn Har­alds­son, for­seti Ferða­fé­lags Íslands sagði í við­tali við Kjarn­ann í vetur að það væri „hrein ósvífni“ og til marks um „fúsk og fag­legt sið­leysi“ að Íslensk vatns­orka reyni að „svindla sér fram hjá fag­legri skoð­un“ með því að leggja fram til­lögu að Haga­vatns­virkjun rétt undir þeim stærð­ar­mörkum sem kalli á með­ferð í ramma­á­ætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða. Á sama tíma sé boðað að aðeins sé um fyrsta áfanga að ræða. Til standi að stækka virkj­un­ina með því að nýta vatna­svið Jarl­hettu­kvíslar sem er á milli Lang­jök­uls og móbergs­hryggj­ar­ins Jarl­hetta.

Hann segir miklu nær að frið­lýsa hinar sér­stæðu jarð­mynd­anir sunnan og austan Lang­jök­uls, Jarl­hettur og Haga­vatn þar með. „Land­mótun við Haga­vatn er meðal merk­ustu ferla í jöklum á Íslandi. Þetta er hin kalda kinn lands­ins. Hlýnun jarðar og hop jöklanna myndar bak­grunn­inn og svæðið er eins og opin bók fyrir hvert manns­barn að skilja áhrif­in. Þarna er hægt að skoða sög­una, verða vitni að henni. Og í þessu fel­ast gríð­ar­lega mikil verð­mæt­i.“

Tilhögun fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar eins og hún er kynnt í tillögu að matsskýrslu.

Hug­myndir um að hækka vatns­borð Haga­vatns með því að stífla útfall þess, Far­ið, eru ekki nýjar af nál­inni. Á árum áður var það fyr­ir­hugað sem liður í upp­græðslu­verk­efni vegna sand­foks og „mikið áhuga­mál“ sveit­ar­stjórnar Blá­skóga­byggðar og sveit­ar­stjórnar Bisk­ups­tungna­hrepps þar á und­an. Á síð­ari árum kvikn­aði áhugi á að nýta þá fram­kvæmd og vatn Haga­vatns til orku­fram­leiðslu.

Gert er ráð fyrir 20 MW Haga­vatns­virkjun í nýlega sam­þykktu aðal­skipu­lagi Blá­skóga­byggð­ar. „Til að draga úr upp­blæstri í nágrenni Haga­vatns og minnka fok yfir byggð­ina þá er stefnt að því að end­ur­heimta Haga­vatn í þeirri mynd sem það var fyrir hlaupið árið 1939,“ segir í grein­ar­gerð. „End­ur­heimt Haga­vatns er for­senda þess að hægt sé að ráð­ast í frek­ari land­græðslu­að­gerðir sunnan þess. Til að auka hag­kvæmni fram­kvæmd­ar­innar er æski­legt að nýta stækkað Haga­vatn til raf­orku­fram­leiðslu.“

Í til­lögu að mats­á­ætlun 9,9 MW Haga­vatns­virkj­unar kemur fram að 5 metra sveifla yrði á vatns­yf­ir­borði uppi­stöðu­lóns­ins eftir árs­tíma. Þessi sveifla mun að mati nátt­úru­vernd­ar­sam­taka og Land­græðsl­unnar auka jarð­vegs­fok á svæð­inu en ekki draga úr því eins og yfir­lýst mark­mið sveit­ar­stjórnar Blá­skóga­byggðar er.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar