Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar

Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.

Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Auglýsing

Orku­stofnun segir að í frum­mats­skýrslu um umhverf­is­á­hrif fyr­ir­hug­aðrar Haga­vatns­virkj­unar sunnan Lang­jök­uls beri að fjalla um og bera saman mis­mun­andi útfærslur á virkj­un­ar­kost­um, þar með talið hugs­an­lega áfanga­skipt­ingu virkj­unar á síð­ari stig­um. 

Í til­lögu að mats­á­ætlun um Haga­vatns­virkj­un, sem Mann­vit vann fyrir Íslenska vatns­orku ehf. og lögð var fram til kynn­ingar hjá Skipu­lags­stofnun í lok síð­asta árs, er fjallað um 9,9 MW virkj­un. Það er rétt undir þeim mörkum sem kalla sam­kvæmt lögum á með­ferð hjá verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­un­ar. Í til­lög­unni kemur ekki fram hvort um sé að ræða fyrsta áfanga en rann­sókn­ar­leyfi sem Orku­stofnun end­ur­nýj­aði í fyrra mið­ast við 18 MW. Í við­tali við fram­kvæmda­stjóra Íslenskrar vatns­orku í Morg­un­blað­inu á síð­asta ári kom fram að 9,9 MW virkjun væri fyrsti áfangi verk­efn­is­ins.

Líkt og Orku­stofnun bendir á í umsögn sinni liggur fyrir til­laga um 20 MW Haga­vatns­virkjun í þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar og í umsókn um rann­sókn­ar­leyfi sem stofn­unin gaf árið 2013 eru tvær kostn­að­ar­á­ætl­an­ir, ann­ars vegar fyrir 20 MW virkjun og hins vegar 35 MW. Þriðji áfangi ramma­á­ætl­unar hefur enn ekki verið afgreiddur á Alþingi. Verk­efna­stjórn skil­aði til­lögum af sér í ágúst 2016 og þar var 20 MW Haga­vatns­virkjun sett í bið­flokk.

Auglýsing

Orku­stofnun vekur athygli á því að í nýju mats­á­ætl­un­inni er ekki til­greint hvers vegna til­högun 9,9 MW virkj­unar er lögð fram nú og að ekki sé heldur tekið fram að gerður verði sam­an­burður milli mis­mun­andi útfærsla á virkjun sem þegar hafi verið álitnir raun­hæf­ir. 

Með vísan til mark­miða um þjóð­hags­lega hag­kvæmni raf­orku­kerf­is­ins í raf­orku­lögum og mark­miðs í lands­skipu­lags­stefnu um sjálf­bæra nýt­ingu orku­linda telur Orku­stofnun að í frum­mats­skýrslu, sem er næsta skref í skipu­lags­ferl­inu, beri að fjalla um og bera saman mis­mun­andi útfærslur og hugs­an­lega áfanga­skipt­ingu.

Þó að megawött Haga­vatns­virkj­unar séu í nýj­ustu til­hög­un­inni færri en áður stóð til er umfang fram­kvæmd­ar­innar sjálfrar sam­bæri­legt. Stíflur eru jafn marg­ar, jafn háar og svipað langar og miðl­un­ar­lónið sem yrði til með stíflun Haga­vatns yrði jafn stórt.

Útsýni af Stóru-Jarlhettu til vesturs yfir Hagafellsjökul, Hagavatn, Læmið og Hlöðufell. Skjaldbreiður fjærst. Mynd: Ólafur Örn Haraldsson

Í athuga­semdum nátt­úru­vernd­ar­sam­taka er það sem þau telja upp­brot fram­kvæmd­ar­innar harð­lega gagn­rýnt og sagt óheim­ilt. Ekki verði betur séð en að um sömu fram­kvæmd og áður sé að ræða. „Dag­ljóst er að fram­kvæmd­ar­að­ili reynir með und­an­brögðum að kom­ast hjá því að fara að gild­andi lögum í land­in­u,“ segir í athuga­semd Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Suð­ur­lands. „Heildar umhverf­is­á­hrif fram­kvæmda vegna fyr­ir­hug­aðrar 18 MW Haga­vatns­virkj­unar er það sem metið skal, í einu lag­i.“

Ólafur Örn Har­alds­son, for­seti Ferða­fé­lags Íslands sagði í við­tali við Kjarn­ann í vetur að það væri „hrein ósvífni“ og til marks um „fúsk og fag­legt sið­leysi“ að Íslensk vatns­orka reyni að „svindla sér fram hjá fag­legri skoð­un“ með því að leggja fram til­lögu að Haga­vatns­virkjun rétt undir þeim stærð­ar­mörkum sem kalli á með­ferð í ramma­á­ætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða. Á sama tíma sé boðað að aðeins sé um fyrsta áfanga að ræða. Til standi að stækka virkj­un­ina með því að nýta vatna­svið Jarl­hettu­kvíslar sem er á milli Lang­jök­uls og móbergs­hryggj­ar­ins Jarl­hetta.

Hann segir miklu nær að frið­lýsa hinar sér­stæðu jarð­mynd­anir sunnan og austan Lang­jök­uls, Jarl­hettur og Haga­vatn þar með. „Land­mótun við Haga­vatn er meðal merk­ustu ferla í jöklum á Íslandi. Þetta er hin kalda kinn lands­ins. Hlýnun jarðar og hop jöklanna myndar bak­grunn­inn og svæðið er eins og opin bók fyrir hvert manns­barn að skilja áhrif­in. Þarna er hægt að skoða sög­una, verða vitni að henni. Og í þessu fel­ast gríð­ar­lega mikil verð­mæt­i.“

Tilhögun fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar eins og hún er kynnt í tillögu að matsskýrslu.

Hug­myndir um að hækka vatns­borð Haga­vatns með því að stífla útfall þess, Far­ið, eru ekki nýjar af nál­inni. Á árum áður var það fyr­ir­hugað sem liður í upp­græðslu­verk­efni vegna sand­foks og „mikið áhuga­mál“ sveit­ar­stjórnar Blá­skóga­byggðar og sveit­ar­stjórnar Bisk­ups­tungna­hrepps þar á und­an. Á síð­ari árum kvikn­aði áhugi á að nýta þá fram­kvæmd og vatn Haga­vatns til orku­fram­leiðslu.

Gert er ráð fyrir 20 MW Haga­vatns­virkjun í nýlega sam­þykktu aðal­skipu­lagi Blá­skóga­byggð­ar. „Til að draga úr upp­blæstri í nágrenni Haga­vatns og minnka fok yfir byggð­ina þá er stefnt að því að end­ur­heimta Haga­vatn í þeirri mynd sem það var fyrir hlaupið árið 1939,“ segir í grein­ar­gerð. „End­ur­heimt Haga­vatns er for­senda þess að hægt sé að ráð­ast í frek­ari land­græðslu­að­gerðir sunnan þess. Til að auka hag­kvæmni fram­kvæmd­ar­innar er æski­legt að nýta stækkað Haga­vatn til raf­orku­fram­leiðslu.“

Í til­lögu að mats­á­ætlun 9,9 MW Haga­vatns­virkj­unar kemur fram að 5 metra sveifla yrði á vatns­yf­ir­borði uppi­stöðu­lóns­ins eftir árs­tíma. Þessi sveifla mun að mati nátt­úru­vernd­ar­sam­taka og Land­græðsl­unnar auka jarð­vegs­fok á svæð­inu en ekki draga úr því eins og yfir­lýst mark­mið sveit­ar­stjórnar Blá­skóga­byggðar er.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar