Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum

Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilja Alfreðs­dótt­ir, seg­ist vera að fara yfir úrskurð kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála en sam­kvæmt honum braut hún jafn­­rétt­is­lög við skipun Páls Magn­ús­­sonar í emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra í fyrra. Þetta kom fram í við­talið RÚV eftir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un.

„Ann­ars vegar erum við með hæfn­is­nefnd sem kemst að allt annarri nið­ur­stöðu og hins vegar úrskurð­ar­nefnd jafn­rétt­is­mála og nú er ég að meta það með lög­mönnum hver eru næstu skref. Það er staða máls­ins,“ segir Lilja.

Hún seg­ist sjálf hafa farið yfir mál­ið. „Ég fór yfir þetta að sjálf­sögðu líka og ég gat ekki séð að það væru veiga­miklar ástæður að ég ætti ekki að fara eftir nið­ur­stöðu hæfn­is­nefnd­ar.“

Auglýsing

Fagnar því að málið sé til skoð­unar

­Málið er nú til skoð­unar hjá umboðs­manni alþingis og seg­ist Lilja fagna því að þetta mál fái efn­is­lega skoð­un. „Það er nefni­lega þannig að öll þau verk sem ég hef komið að á síð­ustu árum hafa alltaf verið unnin af algjörri fag­mennsku og ég hef alltaf fengið færasta og öfl­ug­asta fólkið til liðs við mig.“

Hún seg­ist láta verkin tala og að hún sé stolt af því sem þau hafi verið að gera. „Og það er það sem ég hef um málið að segja. En núna erum við að skoða þetta og næstu skref verða svo ákveð­in.“

Varð­andi ráðn­ingu Páls Magn­ús­sonar í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra þá segir Lilja að það hafi ekki skipt máli að hann væri fram­sókn­ar­mað­ur. „Eins og ég segi, það er alltaf hæf­asta fólkið sem er valið hjá mér og verkin sýna það lík­a.“

Hún seg­ist jafn­framt taka úrskurð­inn alvar­lega og að hún sé búin að fá álit frá lög­mönnum sem bendi í aðra átt. „En það þarf að vanda sig alveg gríð­ar­lega og auð­vitað er það alltaf þannig að þegar maður fær svona þá fer maður mjög gaum­gæfi­lega yfir mál­in.“

Mat það svo að Einar væri hæf­ari

Lilja var að end­ingu spurð út í ráðn­ingu Ein­ars Huga Bjarna­sonar sem for­maður fjöl­miðla­nefndar þegar búið hefði verið að benda á hæf­ari konu.

„Það er þannig að við­kom­andi aðili, hann er mjög hæf­ur, og ráð­herra tekur ákvörðun um það. Það kemur til­laga um aðra mann­eskju. Ég mat það svo að hann væri hæf­ari, enda hefur við­kom­andi aðili samið fjöl­miðla­frum­varpið og hefur mjög mikla reynslu og er sér­stak­lega hæfur ein­stak­ling­ur,“ sagði Lilja að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent