„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað

Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.

Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
Auglýsing

Fyrir aðalfundi Landverndar sem fram fer á morgun liggur ályktun þar sem kallað er eftir því að stjórnvöld komi í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar en orðið er með virkjunum og tengdum framkvæmdum. Að minnsta kosti átta virkjanir eru fyrirhugaðar á svokölluðu Hraunasvæði. Sú stærsta, Hamarsvirkjun sem Arctic Hydro áformar, er meðal þeirra virkjanahugmynda sem verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar hefur fengið til meðferðar. 

Í tillögu að ályktun Landverndar segir að Orkustofnun hafi úthlutað rannsóknarleyfum til virkjanaundirbúnings á Hraunasvæðinu – í landshluta þar sem Óbyggðanefnd hefur enn ekki ráðist í lögboðna greiningu á mörkum milli þjóðlendna og eignarlanda.

Í greinargerð með tillögu að ályktun Landverndar er rifjað upp að í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar og aðliggjandi Hraunaveitna austan Snæfells voru gefin fyrirheit um að ekki ætti að virkja meira fyrir austan. „Nú er hins vegar hafið nýtt virkjanaáhlaup undir formerkjum „smávirkjana“ allt að 9,9 megavöttum að afli. Margar slíkra virkjana eru stækkanlegar og hefðu því átt að vera teknar til umfjöllunar innan rammaáætlunar. Í þessu sambandi virðist sem Orkustofnun hafi vanrækt eftirlitshlutverk sitt.“

Auglýsing

Nafngiftin Hraun nær yfir víðlent hálendissvæði frá Eyjabökkum við Snæfell austur yfir vatnaskil, um innanverðan Geitdal og Háups að fjallveginum yfir Öxi og niður í drög suðurfjarða (Álftafjarðar, Hamarsfjarðar, Fossárdals og Berufjarðar). Hraunum tengist til norðurs Hornbrynja (961 m) og norðan Hornbrynjuslakka er langur Hraungarður (1002 m) milli Gilsárdals og Geitdals.

Tvær stórar virkjanir voru á áformaðar á Hraunasvæðinu fyrir nokkrum árum: Hraunavirkjun til Berufjarðar (126 MW) og Hraunavirkjun til Suðurdals í Fljótsdals (115 MW), líkt og rifjað var upp í nýlegri fréttaskýringu Kjarnans um málið.

 Svo horft sé enn lengra í baksýnisspegilinn voru virkjanir á Hraunasvæðinu fyrirhugaðar sem hluti af risavaxinni Hrauna- og Jökulsárveitu við upphaf aldarinnar. Sú veita tók m.a. til Kárahnjúka, Eyjabakka og vatnsfalla á Hraunasvæðinu.

Hugmyndirnar átta sem eru til skoðunar á svæðinu nú, í mörgum þeirra áa sem stóru virkjanirnar tvær gerðu ráð fyrir, eru nær allar undir 10 MW. Þar af leiðandi þurfa þær ekki lögum samkvæmt að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Orkustofnun hefur gefið út rannsóknarleyfi vegna þeirra allra, fimm til Orkusölunnar ehf., sem er í eigu Rarik og þar með ríkisins, og þrjú til Arctic Hydro, félags sem er í 40% eigu Benedikts Einarssonar.

Í greinargerð Landverndar kemur fram að með Hraunaveitu, sem varð mun minni í sniðum en áformað hafði verið í upphafi, hafi vatni verið veitt af vestasta hluta Hrauna (Sauðár, Keldá) til Kárahnjúkavirkjunar. Þá var vatnsyfirborð Ódáðavatna hækkað með stíflu á sínum tíma og miðlað til Grímsárvirkjunar. „Eftir stendur samt afar víðlent afréttasvæði, jarðfræðilega sérstætt og ósnortið nema af beit og nokkrum vegslóðum.“

Hraunasvæðið. Á kortinu má sjá staðsetningu þeirra virkjanahugmynda sem Orkustofnun hefur gefið út rannsóknarleyfi á sem og virkjanir sem þegar eru á svæðinu. Mynd: Náttúruverndarsamtök Austurlands

Þá er því lýst í greinargerðinni að vestan vatnaskila á Hraunum sé afréttin Villingadalur fram með „óskertri og fossum prýddri Sultarranaá og Fellsá og í hana fellur Strútsá með tvíþrepa Strútsfossi sem gefur Hengifossi ekki eftir um glæsileik“.

Það er mat stjórnar Landverndar að óraskaðar séu umræddar afréttir á Hraunum „kjörinn efniviður“ í sérstakt náttúruverndarsvæði, en gætu í framtíðinni tengst miðhálendisþjóðgarði.

„Það vekur furðu að stjórnvöld hafi gefið kost á samningaviðræðum um orkunýtingu og víðtæk vatnsréttindi á svæðum innan hálendis Austurlands þar sem enn hefur ekki verið gengið frá mörkum þjóðlendu og eignarlanda,“ segir enn fremur í greinargerðinni með ályktunartillögunni. „Verulegur hluti þeirra svæða sem nú liggja undir á Hraunum sbr. áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsárvirkjun eru á lendum ríkisins og í almannaeigu. Varhugavert er, nema brýnir samfélagslegir hagsmunir kalli á, að ráðstafa nýtingu lands og vatna til einkaaðila, ekki síst áður en úrskurður um þjóðlendumörk liggur fyrir. Ekki verður séð að neinir slíkir hagsmunir séu í húfi eystra eða á landsmælikvarða. Næg raforka er í landinu til að mæta eðlilegri eftirspurn og fyrirséð að svo verður áfram.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent