„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað

Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.

Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
Auglýsing

Fyrir aðal­fundi Land­verndar sem fram fer á morgun liggur ályktun þar sem kallað er eftir því að stjórn­völd komi í veg fyrir að hálendi Aust­ur­lands verði raskað frekar en orðið er með virkj­unum og tengdum fram­kvæmd­um. Að minnsta kosti átta virkj­anir eru fyr­ir­hug­aðar á svoköll­uðu Hrauna­svæði. Sú stærsta, Ham­ar­s­virkjun sem Arctic Hydro áform­ar, er meðal þeirra virkj­ana­hug­mynda sem verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar hefur fengið til með­ferð­ar. 

Í til­lögu að ályktun Land­verndar segir að Orku­stofnun hafi úthlutað rann­sókn­ar­leyfum til virkja­na­und­ir­bún­ings á Hrauna­svæð­inu – í lands­hluta þar sem Óbyggða­nefnd hefur enn ekki ráð­ist í lög­boðna grein­ingu á mörkum milli þjóð­lendna og eign­ar­landa.

Í grein­ar­gerð með til­lögu að ályktun Land­verndar er rifjað upp að í aðdrag­anda Kára­hnjúka­virkj­unar og aðliggj­andi Hrauna­veitna austan Snæ­fells voru gefin fyr­ir­heit um að ekki ætti að virkja meira fyrir aust­an. „Nú er hins vegar hafið nýtt virkj­ana­á­hlaup undir for­merkjum „smá­virkj­ana“ allt að 9,9 mega­vöttum að afli. Margar slíkra virkj­ana eru stækk­an­legar og hefðu því átt að vera teknar til umfjöll­unar innan ramma­á­ætl­un­ar. Í þessu sam­bandi virð­ist sem Orku­stofnun hafi van­rækt eft­ir­lits­hlut­verk sitt.“

Auglýsing

Nafn­giftin Hraun nær yfir víð­lent hálend­is­svæði frá Eyja­bökkum við Snæ­fell austur yfir vatna­skil, um inn­an­verðan Geit­dal og Háups að fjall­veg­inum yfir Öxi og niður í drög suð­ur­fjarða (Álfta­fjarð­ar, Ham­ars­fjarð­ar, Fossár­dals og Beru­fjarð­ar). Hraunum teng­ist til norð­urs Horn­brynja (961 m) og norðan Horn­brynjuslakka er langur Hraun­garður (1002 m) milli Gils­ár­dals og Geit­dals.

Tvær stórar virkj­anir voru á áform­aðar á Hrauna­svæð­inu fyrir nokkrum árum: Hrauna­virkjun til Beru­fjarðar (126 MW) og Hrauna­virkjun til Suð­ur­dals í Fljóts­dals (115 MW), líkt og rifjað var upp í nýlegri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um mál­ið.

 Svo horft sé enn lengra í bak­sýn­is­speg­il­inn voru virkj­anir á Hrauna­svæð­inu fyr­ir­hug­aðar sem hluti af risa­vax­inni Hrauna- og Jök­ulsár­veitu við upp­haf ald­ar­inn­ar. Sú veita tók m.a. til Kára­hnjúka, Eyja­bakka og vatns­falla á Hrauna­svæð­inu.

Hug­mynd­irnar átta sem eru til skoð­unar á svæð­inu nú, í mörgum þeirra áa sem stóru virkj­an­irnar tvær gerðu ráð fyr­ir, eru nær allar undir 10 MW. Þar af leið­andi þurfa þær ekki lögum sam­kvæmt að fara í gegnum ferli ramma­á­ætl­un­ar. Orku­stofnun hefur gefið út rann­sókn­ar­leyfi vegna þeirra allra, fimm til Orku­söl­unnar ehf., sem er í eigu Rarik og þar með rík­is­ins, og þrjú til Arctic Hydro, félags sem er í 40% eigu Bene­dikts Ein­ars­son­ar.

Í grein­ar­gerð Land­verndar kemur fram að með Hrauna­veitu, sem varð mun minni í sniðum en áformað hafði verið í upp­hafi, hafi vatni verið veitt af vest­asta hluta Hrauna (Sauð­ár, Keldá) til Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Þá var vatns­yf­ir­borð Ódáða­vatna hækkað með stíflu á sínum tíma og miðlað til Gríms­ár­virkj­un­ar. „Eftir stendur samt afar víð­lent afrétta­svæði, jarð­fræði­lega sér­stætt og ósnortið nema af beit og nokkrum veg­slóð­u­m.“

Hraunasvæðið. Á kortinu má sjá staðsetningu þeirra virkjanahugmynda sem Orkustofnun hefur gefið út rannsóknarleyfi á sem og virkjanir sem þegar eru á svæðinu. Mynd: Náttúruverndarsamtök Austurlands

Þá er því lýst í grein­ar­gerð­inni að vestan vatna­skila á Hraunum sé afréttin Vill­inga­dalur fram með „óskertri og fossum prýddri Sult­ar­ranaá og Fellsá og í hana fellur Strútsá með tví­þrepa Strúts­fossi sem gefur Hengi­fossi ekki eftir um glæsi­leik“.

Það er mat stjórnar Land­verndar að óraskaðar séu umræddar afréttir á Hraunum „kjör­inn efni­við­ur“ í sér­stakt nátt­úru­vernd­ar­svæði, en gætu í fram­tíð­inni tengst mið­há­lend­is­þjóð­garði.

„Það vekur furðu að stjórn­völd hafi gefið kost á samn­inga­við­ræðum um orku­nýt­ingu og víð­tæk vatns­rétt­indi á svæðum innan hálendis Aust­ur­lands þar sem enn hefur ekki verið gengið frá mörkum þjóð­lendu og eign­ar­landa,“ segir enn fremur í grein­ar­gerð­inni með álykt­un­ar­til­lög­unni. „Veru­legur hluti þeirra svæða sem nú liggja undir á Hraunum sbr. áform um Geit­dals­virkjun og Ham­ars­ár­virkjun eru á lendum rík­is­ins og í almanna­eigu. Var­huga­vert er, nema brýnir sam­fé­lags­legir hags­munir kalli á, að ráð­stafa nýt­ingu lands og vatna til einka­að­ila, ekki síst áður en úrskurður um þjóð­lendu­mörk liggur fyr­ir. Ekki verður séð að neinir slíkir hags­munir séu í húfi eystra eða á lands­mæli­kvarða. Næg raf­orka er í land­inu til að mæta eðli­legri eft­ir­spurn og fyr­ir­séð að svo verður áfram.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent