Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku

Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.

Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Auglýsing

Far­þegar sem koma til lands­ins og kjósa að fara í sýna­töku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sótt­kví, munu frá 1. júlí næst­kom­andi greiða 15.000 króna gjald vegna sýna­tök­unn­ar. Sýna­taka á landa­mærum hefst 15. júní og verður gjald­frjáls fyrstu tvær vik­urn­ar. Börn fædd árið 2005 eða síðar þurfa ekki að fara í sýna­töku. 

Til­laga heil­brigð­is­ráð­herra um gjald­tök­una var sam­þykkt á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í dag.

Í grein­ar­gerð fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins sem kynnt var á síð­asta rík­is­stjórn­ar­fundi, mæla hag­fræði­leg rök með því að ferða­menn verði látnir greiða fyrir kostnað við sýna­töku. Með því móti má, að því er fram kemur í grein­ar­gerð­inni, m.a. stuðla að því að þeir sem sæki landið heim séu efna­meiri ferða­menn sem eyði meiru og dvelji leng­ur.

Auglýsing

Í frétt frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu í dag kemur fram að nú liggi fyrir að alþjóða­heil­brigð­is­reglu­gerðin stendur ekki í vegi fyrir gjald­töku, enda sé sýna­takan val­kvæð og til­kynnt með hæfi­legum fyr­ir­vara.

Gjaldið sem inn­heimt verður frá 1. júlí mið­ast við beinan kostnað rík­is­ins annan en stofn­kostnað og er miðað við fyr­ir­liggj­andi kostn­að­ar­grein­ingu sem fram kemur í skýrslu verk­efn­is­stjórnar um sýna­töku fyrir COVID-19 á landa­mærum sem kynnt var í rík­is­stjórn 26. maí.

Á frétta­mannas­fundi rík­is­stjórn­ar­innar 12. maí kom fram að talið væri rétt að sýna­taka á landa­mærum yrði far­þegum að kostn­að­ar­lausu í upp­hafi meðan verið væri að ýta úrræð­inu úr vör og leysa úr mögu­legum hnökrum.

Laga­heim­ild til gjald­töku vegna sýna­tök­unnar er í lögum um sjúkra­trygg­ingar og mun heil­brigð­is­ráð­herra gefa út reglu­gerð um gjald­tök­una og fleiri atriði sem varða sýna­töku­verk­efnið á næstu dög­um.

Heil­brigð­is­ráð­herra ákvað í síð­ustu viku að fara að til­mælum sótt­varna­læknis um að opna landa­mæri Íslands gegn því að komu­far­þegar fari í sýna­töku, fram­vísi vott­orði eða sæti tveggja vikna sótt­kví.

Í grein­ar­gerð sem fjár­mála­ráðu­neytið vann um hag­ræn áhrif opn­unar landamæra kom fram að ferða­vilji fólks virð­ist enn mjög tak­mark­aður en að með opnun innri landamæra Schen­gen-­ríkj­anna upp úr miðjum mán­uði megi áætla að þeir ferða­menn sem hingað koma verði fyrst og fremst frá Evr­ópu.

Sam­fé­lags­legur kostn­aður af utan­lands­ferðum Íslend­inga verði ekki nið­ur­greiddur

Í grein­ar­gerð­inni segir að „rétt þyki“ að ferða­menn greiði sjálfir fyrir sýna­tök­una við kom­una til lands­ins. Á það er þó bent að almenn skimun sé ígildi skatt­lagn­ingar á ferða­lög. „Enn er þó mjög óljóst hvernig verð á flugi til og frá land­inu munu þró­ast. Með greiðslu ferða­manna fyrir prófið má þó stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efna­meiri ferða­menn sem eyði meiru og dvelji leng­ur, enda yrði greiðslan fyrir prófið hin sama óháð dval­ar­lengd.“

Einnig þarf, að mati ráðu­neyt­is­ins, að horfa til þess að rík­is­sjóður nið­ur­greiði ekki sam­fé­lags­legan kostnað af utan­lands­ferðum Íslend­inga „sem virð­ast af reynslu síð­ustu mán­aða hafa meiri áhrif á mögu­lega útbreiðslu veirunnar en komur erlendra ferða­manna“. Ef Íslend­ingar leiti hraðar út en ferða­menn til lands­ins geti það haft nei­kvæð áhrif á inn­lenda eft­ir­spurn og við­skipta­jöfn­uð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent