Vilja hætta athugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna stöðu hans gagnvart Samherja

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Meiri­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar vill hætta frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart Sam­herja. Þessi afstaða hafi komið fram á fundi sem fram fór á föstu­dag. Frá þessu greinir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, for­maður nefnd­ar­inn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Hún var ein þriggja þing­manna í nefnd­inni sem lögðu til að athug­unin yrði haf­in. Hinir tveir voru Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka, og Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar. Ákvörðun um að hætta frum­kvæð­is­at­hug­un­inni er þvert á vilja þre­menn­ing­anna.

Þór­hildur Sunna segir að afstaða meiri­hlut­ans hafi komið fram í bókun fram­sögu­manns máls­ins, Líneik Önnu Sæv­ars­dótt­ur. Þar hafi meðal ann­ars sagt: „Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hefur engra hags­muna að gæta af Sam­herja eða tengdum félögum í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, hvorki fjár­hags­legra né per­sónu­legra. Sam­kvæmt lögum metur ráð­herra hæfi sitt sjálfur og ekk­ert hefur komið fram um að fram­kvæmd eða verk­lag á því mati hafi farið í bága við lög og regl­ur.[...]Ég tel frek­ari könnun til­gangs­lausa og tel ekki til­efni til frek­ari umfjöll­unar um þessa frum­kvæð­is­at­hugun innan stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.“

Auglýsing
Í bókun þre­menn­ing­anna sem lögðu athug­un­ina til segir meðal ann­ar­s:„Af­staða meiri hlut­ans ber merki um van­virð­ingu fyrir rétt­indum og hlut­verki minni hlut­ans á þingi, ýtir undir grun­semdir um sam­trygg­ingu og leynd­ar­hyggju, lít­ils­virðir sér­stakt eft­ir­lits­hlut­verk stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almenn­ings á því.“

Ráð­ist í athugun eftir opin­berun á Sam­herj­a­mál­inu

Nefndin réðst í frum­­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs í ljósi tengsla hans við Sam­herj­a í des­em­ber í fyrra, eftir að umfjöllun Kveiks, Stund­ar­innar og Wiki­leaks hafði leitt í ljós meintar mút­ur­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu fyr­ir­tæk­is­ins í tengslum við veiðar þess í Namib­íu. 

Ráð­herr­ann hafði sjálfur lýst því yfir í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book í des­em­ber 2017, eftir að gagn­rýni kom fram vegna tengsla hans við Sam­herja og ára­tuga­vin­áttu við Þor­­stein Má Bald­vins­­son, for­­stjóra og einn aðal­­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, að hann myndi meta hæfi sitt í málum sem vörð­uðu fyr­ir­tækið „líkt og allir stjórn­­­­­mála­­­menn þurfa að gera þegar fjöl­­­skyld­u-, vina- og kunn­ingja­­­tengsl gætu haft áhrif á afstöðu til ein­stakra mála“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent