„Hver einasti dagur er þrunginn spurningum og svörum“

Heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í dag að stjórnvöld yrðu að svara ýmiss konar spuringum sem vakna vegna þeirrar skimunar sem framundan er jafnóðum og verkefninu vindur fram.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að verið væri að vinna að svörum við ýmiss konar spurn­ingum sem vaknað hefðu vegna skimunar ferða­manna og Íslend­inga sem koma til lands­ins eftir 15. jún­í. „Það er þannig að hver ein­asti dagur er þrung­inn spurn­ingum og svörum sem í raun og veru eru umhverfi þessa verk­efn­is,“ sagði ráð­herr­ann. 

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvort það verk­efni að skima fyrir veirunni stæði og félli með því að hingað kæmu fáir ferða­menn. Hún­ benti á að afkasta­getan væri sögð vera 2.000 sýni á sól­ar­hring, sam­tals hjá Land­spít­ala og Íslenskri erfða­grein­ingu og spurði hún því ráð­herra: „Eru með­talin þau sýni sem koma með Nor­rænu, en það ágæta skip tekur 1.400 far­þega? Hvað með þá sem koma með flugi á Akur­eyri? Hvað með íslenska ferða­langa, geta þeir valið að fara frekar í ókeypis sýna­töku hjá Íslenskri erfða­grein­ingu heldur en að borga 15.000 krónur við landa­mær­in? Geta ferða­menn jafn­vel líka gert það, að panta sér ókeypis sýna­töku hjá Íslenskri erfða­grein­ingu?

Nú, land­læknir benti rétti­lega á það á fund­inum fyrr í dag að við værum með veik­leika þegar kemur að ófull­nægj­andi hús­næði og ónógum fjölda heil­brigð­is­starfs­fólks. Telur ráð­herra það líka vera áhyggju­efni? Hvað með þær val­kvæðu aðgerðir sem hefur nú verið frestað mán­uðum sam­an? Verður þeim áfram slegið á frest vegna þessa verk­efn­is?“ spyrði hún. 

Auglýsing

Að lokum spurði Helga Vala hvernig Svan­dís sæi fyrir sér að tekið yrði á áhöfnum flug­véla og far­þega­skipa, sem og ferða­fé­lögum í umræddum far­ar­tækjum ef ferða­maður greind­ist sýktur af COVID-19 sjúk­dómn­um. „Fá allir þeir inn í sótt­varn­ar­húsi, sér að kostn­að­ar­lausu? Hver greiðir laun áhafn­ar­með­lima sem þurfa að fara í sótt­kví og ann­arra sem þurfa að fara í sótt­kví vegna þessa ferða­lags?“

Til skoð­unar að Sjúkra­húsið á Akur­eyri komi að grein­ingu

Svan­dís svar­aði og sagði að verk­efnið mið­aði við það að grein­ing­ar­getan væri 2.000 sýni á sól­ar­hring. „Það þýðir heild­ar­um­fang sýna sem verði tekin og greind – þar með talin þau sýni sem koma í gegnum Nor­rænu eða önnur hlið inn í land­ið. Við hins vegar höfum verið með til skoð­unar að Sjúkra­húsið á Akur­eyri komi að grein­ingu að ein­hverju leyti. En það er algjör­lega ljóst að á meðan við erum að stíga fyrstu skrefin í þessu mjög svo flókna verk­efni að þar verðum við að svara þessum spurn­ingum jafn­óðum og verk­efn­inu vindur fram. Ekki síst er varðar utan­um­haldið í stóru mynd­inni.

Það verður líka að vera þannig áfram vegna þess að hátt­virtur þing­maður spyr sér­stak­lega um heil­brigð­is­kerfið að öðru leyti, og þá erum við að tala um mönnun og aðstöðu og slíkt, að við þurfum áfram að hafa burði til þess að taka sýni úr fólki með ein­kenni, ef það kemur til þess að fólk fái COVID-ein­kenni, að við séum með burði til þess að greina það fólks.

Ég vil líka greina frá því hér að við gerum ráð fyrir því að fjár­magna upp­bygg­ingu og tækja­væð­ingu veiru­fræði­deildar svo hún standi undir auk­inni grein­ing­ar­getu, en það hefur komið fram hjá úttekt almanna­varna að það sé sér­stakt áhyggju­efni að skortur á grein­ing­ar­getu veiru­fræði­deildar sé flösku­háls í sjálfu sér í almanna­varna­á­standi þegar um er að ræða far­ald­ur. Og við það verður nátt­úru­lega ekki unað og þetta snýst ekki bara um glímuna við COVID-19 heldur mögu­lega aðrar bylgjur í fram­tíð­inni þar sem við erum mögu­lega að glíma við aðra sjúk­dóma,“ sagði Svan­dís.

Má fólk fara upp í rútu sem bíður nið­ur­stöðu?

Helga Vala kom aftur í pontu og ítrek­aði spurn­ing­una varð­andi sýna­tök­una, hvort ferða­menn og Íslend­ingar gætu pantað sér tíma hjá Íslenskri erfða­grein­ingu og fengið þar ókeypis skimun í stað þess að borga þetta 15.000 króna gjald við landa­mær­in. „Mig langar að spyrja út í ferða­tak­mark­anir á því fólki sem bíður nið­ur­stöðu, verða ein­hverjar ferða­tak­mark­anir í almenn­ings­sam­göngum eins og þekk­ist víða um Evr­ópu? Má fólk fara upp í rútu sem bíður nið­ur­stöðu? Hvernig sér hæst­virtur ráð­herra fyrir sér að rekja ferðir þeirra sem bíða nið­ur­stöðu eða ann­arra?“

Svan­dís svar­aði og sagði að mein­ingin væri sú að á meðan fólk biði eftir nið­ur­stöðu vegna sýna­töku þá væri gert ráð fyrir því að það hefði hægt um sig. „Það skrái sig inn á hót­el­her­bergi og bíði eftir því að nið­ur­staða úr sýna­töku ber­ist.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent