Vinstri græn lögðu fram fjórðung allra fyrirspurna til atvinnuvegaráðuneytisins

Þingmenn Pírata hafa beint 47 fyrirspurnum til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á þessu kjörtímabili. Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram 46. Þingmenn Vinstri grænna bera ábyrgð á flestum fyrirspurnum til ráðuneytisins síðustu fimm ár.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurn um fyrirspurnir til allra ráðuneyta.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurn um fyrirspurnir til allra ráðuneyta.
Auglýsing

Frá byrjun árs 2015 og fram til dags­ins í dag hafa þing­menn beint alls 358 fyr­ir­spurnum til atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins, sem fer meðal ann­ars með mál­efni allra helstu atvinnu­vega íslensks sam­fé­lags. Fjöldi þeirra hefur auk­ist ár frá ári, en árið 2015 voru fyr­ir­spurn­irnar 36. Í fyrra voru þær hins vegar 94 og fjöldi þeirra því 160 pró­sent meiri. 

Flestar fyr­ir­spurn­irnar komu frá þing­mönnum Vinstri grænna, eða alls 25 pró­sent heild­ar­inn­ar. Píratar voru sá þing­flokkur sem spurði næst mest, en 18 pró­sent fyr­ir­spurn­anna voru frá þeim. Björn Leví Gunn­ars­son var með flestar fyr­ir­spurnir þing­manna flokks­ins, en ein af hverjum tíu fyr­ir­spurnum sem lagðar hafa verið fram á tíma­bil­inu komu frá hon­um. 

Mið­flokk­ur­inn, sem hefur ein­ungis setið á þingi frá því síðla árs 2017, ber ábyrgð á 13 pró­sent af öllum fram­lögðum fyr­ir­spurn­um. Heild­ar­fjöldi fyr­ir­spurna sem þing­menn hans hafa lagt fram til ráðu­neyt­is­ins á þessu kjör­tíma­bili er 46. Það er einni fyr­ir­spurn færri en þing­menn Pírata hafa lagt fram á sama tíma. 

Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um kostnað atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins við skrif­leg svör við fyr­ir­spurn­um. Í svar­inu er ekki til­greint hver kostn­að­ur­inn við að svara fyr­ir­spurnum sé. Ekki sé haldið sér­stak­lega utan um um tíma­fjölda starfs­manna í tengslum við svör við fyr­ir­spurnum þing­manna og því ekki hægt að til­greina nákvæman kostnað vegna þessa „enda er litið svo á að þessi verk­efni séu hluti af þeim verk­efnum sem ráðu­neyt­inu beri að sinna.“

Auglýsing
Samfylkingin bar ábyrgð á tíu pró­sent allra fyr­ir­spurna sem sendar voru til ráðu­neyt­is­ins frá 2015, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokkur settu fram níu pró­sent þeirra hvor, Við­reisn sjö pró­sent og Flokkur flokks­ins sex pró­sent. Björt Fram­tíð, sem náði ekki inn á þing í síð­ustu kosn­ing­um, lagði fram eitt pró­sent fyr­ir­spurna á tíma­bil­inu á meðan að flokk­ur­inn átti full­trúa á Alþing­i. 

Beint að Pírötum sér­stak­lega

Svarið er til­komið vegna fyr­ir­spurnar frá Brynj­ari Níels­syni, þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Brynjar vildi vita hversu margir starfs­menn kæmu að því að und­ir­búa svör við fyr­ir­spurnum þing­manna og hver áætl­aður heild­ar­fjöldi vinnu­stunda við að væri síð­ast­liðin fimm ár. Hann vildi líka fá sér­tæk­ari svör varð­andi heild­ar­kostnað ráðu­neyta við skrif­leg svör við fyr­ir­spurnum frá þing­flokki Pírata á yfir­stand­andi lög­gjaf­ar­þingi og hversu margar vinnu­stundir starfs­manna hafa farið í að svara þeim. Þá óskaði Brynjar eftir að fá upp­lýs­ingar um hvað fyr­ir­spurnir til skrif­legs svars frá hverjum þing­manni í þing­flokki Pírata væru hátt hlut­fall slíkra fyr­ir­spurna til ráð­herra.

Gengið hefur verið út frá því að fyr­ir­spurn­inni sé sér­stak­lega beint að Birni Leví, sem hefur lagt fram flestar fyr­ir­spurnir allra þing­manna á und­an­förnum þing­um. Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, sagði í kjöl­far fram­lagn­ingar henni, í stöðu­upp­færslu á Face­book, eft­ir­far­andi: „Brynjar Níels­son sem lagt hefur fram heilt eitt frum­varp og eina fyr­ir­spurn að eigin frum­kvæði, bjó til 10 fyr­ir­spurnir til þess að kvarta yfir því hvernig Björn Leví Gunn­ars­son vinnur vinn­una sína. Lat­asti þing­mað­ur­inn kvartar yfir vinnu­semi kollega síns. You can´t make this shit up.“ 

Á Bylgj­unni akkúrat núna eru Björn Leví og Brynjar Níel­son að tala um fyr­ir­spurnir Björns Leví. Brynjar Níels­son sem...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Wed­nes­day, May 20, 2020

Brynjar tjáði sig um við­brögð Pírata við fyr­ir­spurn­inni skömmu síðar á sama vett­vangi og skrif­aði: „Nú ráfa vinir mínir úr gagns­lausa flokknum eins og haus­lausar hænur um allt netið til að hefna sín á kall­in­um, sem vog­aði sér að spyrja hvað gagns­lausar fyr­ir­spurnir þeirra kost­uðu skatt­greið­end­ur. Helst er ég sak­aður um leti og hafa verið í tölv­unni í þingsaln­um. Ef það er leti að trufla ekki vinn­andi fólk með þýð­ing­ar­lausum fyr­ir­spurnum játa ég sök. Sjálfum finnst mér það vera merki um leti að heimta að aðrir afli upp­lýs­inga sem hægt er að sækja sjálfur að mestu. En að fara í tölv­una endrum og eins undir óskilj­an­legum og drep­leið­in­legum ræðum er að lækn­is­ráði til að draga úr líkum á að maður reyni að hengja sig í gard­ín­unni í beinni útsend­ing­u.“

Nú ráfa vinir mínir úr gagns­lausa flokknum eins og haus­lausar hænur um allt netið til að hefna sín á kall­in­um, sem...

Posted by Brynjar Níels­son on Fri­day, May 22, 2020

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent