Búið að vinna stríðið við veiruna og komið að stjórnmálamönnum að vinna friðinn

Doktor í hagræði segir að þrátt fyrir langan lista af ýmiskonar opinberum úrræðum vegna COVID-19 séu engin áform um að byggja sæmilega brú fyrir atvinnurekendur og launþega. Aðgerðirnar séu mun frekar annað hvort reipi eða róla.

Guðrún Johnsen.
Guðrún Johnsen.
Auglýsing

„Það er afar erfitt að rétt­læta það að til­tek­inn hópur sam­fé­lags­ins; þeir sem aðal­lega störf­uðu í ferða­iðn­aði, færi flestar þær efna­hags­legu fórnir sem fylgir COVID-19,“ skrifar Guð­rún Johnsen, doktor í hag­fræði, í grein sem birt­ist í Vís­bend­ingu í síð­­­ustu viku og bar fyr­ir­­sögn­ina „Handan hengiflugs­ins“.

Þar segir hún að ljóst sé að krafan standi upp á stjórn­völd, sem tóku ákvarð­anir um hömlur á atvinnu­starf­semi, að koma þeim heim­ilum til aðstoð­ar, sem á þurfi að halda. En hvaða tæki ætla íslensk stjórn­völd að bjóða uppá til að koma fórn­ar­lömbum þess­arar kreppu sæmi­lega klakk­laust yfir hið efna­hags­lega hyl­dýpi sem blasir við þeim? Eins og sakir standa virð­ist sumu fólki bjóð­ast að ganga út á reipi fram til 31. ágúst, sem eru tekju­tengdar atvinnu­leys­is­bæt­ur. Þegar grunnatvinnu­leys­is­bætur taka við munu margir falla niður í gil­ið. Öðrum býðst að setj­ast uppí rólu sem kemur þeim áleiðis yfir gjánna, með því að þiggja atvinnu­leys­is­bætur skv. hluta­bóta­leið­inni, en sveifl­ast svo aftur á sama stað, þar sem hið opin­bera ætlar einnig að aðstoða fyr­ir­tæki við að segja þessu sama fólki upp, í stað þess að hvetja til þess að ráðn­ing­ar­sam­bandi sé við­hald­ið.“

Engin áform um sæmi­lega brú

Guð­rún segir að eðli þeirrar kreppu sem nú standi yfir, þar sem stærsti atvinnu­vegur Íslend­inga nán­ast hvarf á einni nóttu, ásamt nauð­syn þess að við­skipta -og neyslu­hættir breyt­ist í átt að sjálf­bærri efna­hags­starf­semi til lengri tíma, kalli á að atvinnu­rek­endur fjár­festi í nýsköpun og launa­fólk bæti við sig mennt­un, til að mæta þörfum ann­ars konar vinnu­mark­aðar sem mun rísa eftir krepp­una. 

Auglýsing

Þrátt fyrir langan lista af ýmis­konar opin­berum úrræðum sem merkt hafi verið sem björg­unar­úr­ræði svo sem að lengja fæð­ing­ar­or­lof, leyfa laun­þegum að ráð­stafa lög­bundnum líf­eyr­is­sparn­aði sínum í eigin hús­næði og rík­is­á­byrgð á stuðn­ings­lánum til rekstr­ar­hæfra fyr­ir­tækja, virð­ast engin áform vera uppi um að byggja sæmi­lega trausta brú. Slík brú ætti að sjá „til þess að heild­ar­eft­ir­spurn, eigna­verð og félag­s­auður verði fyrir sem minnstum áhrif­um, þar sem atvinnu­rek­endum og laun­þegum er gefið raun­hæft svig­rúm, 24 mán­uði, til að ná jafn­vægi að nýju og kom­ast heil á hinn gils­bakk­ann. Þar sem íslenskir lýð­heilsu­fræð­ingar eru þegar búnir að vinna stríðið við veiruna er komið að stjórn­mála­mönnum að vinna frið­inn.“

Hægt er að ger­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent