Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra dregst saman – Hlutur ríkisins í hæstu hæðum

Innkaupaverð á bensínlítra hefur hækkað skarpt eftir að hafa náð sínum lægsta punkti í sögunni í apríl. Sá hlutur af hverjum seldum lítra sem lendir í vasa olíufélaganna hefur dregist saman um 40 prósent, en hlutur ríkisins vegna skattlagningar aukist.

Stærsta bensínstöðvarkeðja landsins er N1.
Stærsta bensínstöðvarkeðja landsins er N1.
Auglýsing

Um miðjan apríl síð­ast­lið­inn hafði lík­legt inn­kaupa­verð íslenskra olíu­fé­laga á bens­í­lítra lækkað um meira en 60 pró­sent. Sú lækk­un, sem var til­komin vegna hruns á olíu­verði á heims­mark­aði, skil­aði sér til íslenskra neyt­enda á þeim tíma, enda var bens­ín­verð nán­ast það sama 15. apríl og það var um miðjan mars. Hlutur íslensku olíu­fé­lag­anna í hverjum seldum lítra var hins vegar 78 pró­sent hærri en hún var í mars.

Síð­ustu tvo mán­uði hefur þessi staða lag­ast umtals­vert. Sam­kvæmt nýj­ustu Bens­ín­vakt Kjarn­ans, sem unnin er í sam­vinnu við Bens­ín­verð.is, hefur krónu­talan sem skilar sér til olíu­fé­lag­anna af hverjum seldum lítra farið úr því að vera 63,35 krónur í apríl að að vera 37.94 krónur nú. Hlut­deild olíu­fé­lag­anna hefur því dreg­ist saman um 40 pró­sent á tveimur mán­uð­um.Screen Shot 2020-06-19 at 14.14.40.pngÁ sama tíma hefur við­mið­un­ar­verð á bens­íni farið úr því að vera 208,9 krónur á lítra í 198 krón­ur. Verðið hefur lækkað um fimm pró­sent frá því í apr­íl. 

Inn­kaup­verð skýst upp

Lík­legt inn­kaupa­verð á bens­íni hefur snar­hækkað und­an­farna tvo mán­uði. Í apríl var 19,92 krónur á lítra, sem er það lægsta sem það hefur nokkru sinni ver­ið. Nú er það 36,54 krónur og hefur því hækkað um 83 pró­sent frá miðjum mars. Vert er þó að taka fram að hið gríð­ar­lega verð­fall sem varð á heims­mark­aði olíu gerði það að verkum að verðið féll um tæp­lega 61 pró­sent milli mars og apr­íl. Það er því að leið­rétta sig að nýju. Ástæð­urnar fyrir þessum miklu sveiflum eru, líkt og áður sagði, ann­ars vegar verð­fall á heims­mark­aði og hins vegar mik­ill sam­dráttur í neyslu vegna COVID-19, meðal ann­ars vegna þess að flug­ferðir voru að mestu aflagð­ar. 

Auglýsing
Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar út lík­­­­­­­legt inn­­­­­­­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­­­­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­­­­stofn­un­inni EIA og mið­gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­­­banka Íslands.

Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­­­punkti vegna lag­er­­­­stöðu eða skamm­­­­tíma­­­­sveiflna á mark­aði. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­­­­upp­­­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­­­um. Mis­­­­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­­­­­­­leitt mjög lít­ill.

Hlutur rík­­­is­ins í hverjum lítra 62,83 pró­­­sent

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 23,43 pró­­­­sent af verði hans um miðjan júní í sér­­­­stakt bens­ín­gjald, 14,55 pró­­­­sent í almennt bens­ín­­­­gjald og 5,05 pró­­­­sent í kolefn­is­­­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­­ur.

Sam­an­lagt fór því 124,4 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­­­is­ins, eða 62,83 pró­sent. 

Það er næst hæsti hlut­falls­legi hlutur rík­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra. Eina skiptið sem hann hefur verið hærri var í maí 2020, þegar hann var 63,27 pró­sent.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent