Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra dregst saman – Hlutur ríkisins í hæstu hæðum

Innkaupaverð á bensínlítra hefur hækkað skarpt eftir að hafa náð sínum lægsta punkti í sögunni í apríl. Sá hlutur af hverjum seldum lítra sem lendir í vasa olíufélaganna hefur dregist saman um 40 prósent, en hlutur ríkisins vegna skattlagningar aukist.

Stærsta bensínstöðvarkeðja landsins er N1.
Stærsta bensínstöðvarkeðja landsins er N1.
Auglýsing

Um miðjan apríl síðastliðinn hafði líklegt innkaupaverð íslenskra olíufélaga á bensílítra lækkað um meira en 60 prósent. Sú lækkun, sem var tilkomin vegna hruns á olíuverði á heimsmarkaði, skilaði sér til íslenskra neytenda á þeim tíma, enda var bensínverð nánast það sama 15. apríl og það var um miðjan mars. Hlutur íslensku olíufélaganna í hverjum seldum lítra var hins vegar 78 prósent hærri en hún var í mars.

Síðustu tvo mánuði hefur þessi staða lagast umtalsvert. Samkvæmt nýjustu Bens­ín­vakt Kjarn­ans, sem unnin er í sam­vinnu við Bensínverð.is, hefur krónutalan sem skilar sér til olíufélaganna af hverjum seldum lítra farið úr því að vera 63,35 krónur í apríl að að vera 37.94 krónur nú. Hlutdeild olíufélaganna hefur því dregist saman um 40 prósent á tveimur mánuðum.Screen Shot 2020-06-19 at 14.14.40.pngÁ sama tíma hefur viðmiðunarverð á bensíni farið úr því að vera 208,9 krónur á lítra í 198 krónur. Verðið hefur lækkað um fimm prósent frá því í apríl. 

Innkaupverð skýst upp

Líklegt innkaupaverð á bensíni hefur snarhækkað undanfarna tvo mánuði. Í apríl var 19,92 krónur á lítra, sem er það lægsta sem það hefur nokkru sinni verið. Nú er það 36,54 krónur og hefur því hækkað um 83 prósent frá miðjum mars. Vert er þó að taka fram að hið gríðarlega verðfall sem varð á heimsmarkaði olíu gerði það að verkum að verðið féll um tæplega 61 prósent milli mars og apríl. Það er því að leiðrétta sig að nýju. Ástæðurnar fyrir þessum miklu sveiflum eru, líkt og áður sagði, annars vegar verðfall á heimsmarkaði og hins vegar mikill samdráttur í neyslu vegna COVID-19, meðal annars vegna þess að flugferðir voru að mestu aflagðar. 

Auglýsing
Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar út lík­­­­­legt inn­­­­­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­­­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­­­stofn­un­inni EIA og miðgengi Bandaríkjadals gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­­banka Íslands.

Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­­punkti vegna lag­er­­­stöðu eða skamm­­­tíma­­­sveiflna á mark­aði. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rotterdam, en verð­­­upp­­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­­um. Mis­­­munur á verði í New York og Rotterdam er þó yfir­­­­­leitt mjög lít­ill.

Hlutur rík­­is­ins í hverjum lítra 62,83 pró­­sent

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 23,43 pró­­­sent af verði hans um miðjan júní í sér­­­stakt bens­ín­gjald, 14,55 pró­­­sent í almennt bens­ín­­­gjald og 5,05 pró­­­sent í kolefn­is­­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­ur.

Sam­an­lagt fór því 124,4 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­­is­ins, eða 62,83 prósent. 

Það er næst hæsti hlutfallslegi hlutur ríkisins í hverjum seldum bensínlítra. Eina skiptið sem hann hefur verið hærri var í maí 2020, þegar hann var 63,27 prósent.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent