Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra dregst saman – Hlutur ríkisins í hæstu hæðum

Innkaupaverð á bensínlítra hefur hækkað skarpt eftir að hafa náð sínum lægsta punkti í sögunni í apríl. Sá hlutur af hverjum seldum lítra sem lendir í vasa olíufélaganna hefur dregist saman um 40 prósent, en hlutur ríkisins vegna skattlagningar aukist.

Stærsta bensínstöðvarkeðja landsins er N1.
Stærsta bensínstöðvarkeðja landsins er N1.
Auglýsing

Um miðjan apríl síðastliðinn hafði líklegt innkaupaverð íslenskra olíufélaga á bensílítra lækkað um meira en 60 prósent. Sú lækkun, sem var tilkomin vegna hruns á olíuverði á heimsmarkaði, skilaði sér til íslenskra neytenda á þeim tíma, enda var bensínverð nánast það sama 15. apríl og það var um miðjan mars. Hlutur íslensku olíufélaganna í hverjum seldum lítra var hins vegar 78 prósent hærri en hún var í mars.

Síðustu tvo mánuði hefur þessi staða lagast umtalsvert. Samkvæmt nýjustu Bens­ín­vakt Kjarn­ans, sem unnin er í sam­vinnu við Bensínverð.is, hefur krónutalan sem skilar sér til olíufélaganna af hverjum seldum lítra farið úr því að vera 63,35 krónur í apríl að að vera 37.94 krónur nú. Hlutdeild olíufélaganna hefur því dregist saman um 40 prósent á tveimur mánuðum.Screen Shot 2020-06-19 at 14.14.40.pngÁ sama tíma hefur viðmiðunarverð á bensíni farið úr því að vera 208,9 krónur á lítra í 198 krónur. Verðið hefur lækkað um fimm prósent frá því í apríl. 

Innkaupverð skýst upp

Líklegt innkaupaverð á bensíni hefur snarhækkað undanfarna tvo mánuði. Í apríl var 19,92 krónur á lítra, sem er það lægsta sem það hefur nokkru sinni verið. Nú er það 36,54 krónur og hefur því hækkað um 83 prósent frá miðjum mars. Vert er þó að taka fram að hið gríðarlega verðfall sem varð á heimsmarkaði olíu gerði það að verkum að verðið féll um tæplega 61 prósent milli mars og apríl. Það er því að leiðrétta sig að nýju. Ástæðurnar fyrir þessum miklu sveiflum eru, líkt og áður sagði, annars vegar verðfall á heimsmarkaði og hins vegar mikill samdráttur í neyslu vegna COVID-19, meðal annars vegna þess að flugferðir voru að mestu aflagðar. 

Auglýsing
Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar út lík­­­­­legt inn­­­­­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­­­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­­­stofn­un­inni EIA og miðgengi Bandaríkjadals gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­­banka Íslands.

Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­­punkti vegna lag­er­­­stöðu eða skamm­­­tíma­­­sveiflna á mark­aði. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rotterdam, en verð­­­upp­­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­­um. Mis­­­munur á verði í New York og Rotterdam er þó yfir­­­­­leitt mjög lít­ill.

Hlutur rík­­is­ins í hverjum lítra 62,83 pró­­sent

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 23,43 pró­­­sent af verði hans um miðjan júní í sér­­­stakt bens­ín­gjald, 14,55 pró­­­sent í almennt bens­ín­­­gjald og 5,05 pró­­­sent í kolefn­is­­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­ur.

Sam­an­lagt fór því 124,4 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­­is­ins, eða 62,83 prósent. 

Það er næst hæsti hlutfallslegi hlutur ríkisins í hverjum seldum bensínlítra. Eina skiptið sem hann hefur verið hærri var í maí 2020, þegar hann var 63,27 prósent.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent