Spurði af hverju valdasamstarf með Sjálfstæðisflokknum væri eftirsóknarvert

Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherrann á þinginu í dag af hverju það væri eftirsóknarvert að fara í valdasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún sagðist leggja mikið upp úr því að vera í stjórnmálum til að ná árangri í mikilvægum samfélagsmálum.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

„Enn og aftur getur ríkið ekki samið við hjúkr­un­ar­fræð­inga, aftur á að fara í gerð­ar­dóm. Fyr­ir­sjá­an­legt. Engir samn­ingar við lög­reglu­menn svo mikið sem í aug­sýn. Fyr­ir­sjá­an­legt. Þing­menn fá hækk­un. Fyr­ir­sjá­an­legt. Ný stjórn­ar­skrá pikk­föst í skúffu. Fyr­ir­sjá­an­legt. Póli­tísk afskipti af ráðn­ing­um. Fyr­ir­sjá­an­leg­t.“

Þannig hófst fyr­ir­spurn Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Vís­aði Björn Leví í leið­ara í Stund­inni þar sem farið er yfir ýmis spill­ing­ar­mál und­an­far­innar ára. „Á þeim lista er meðal ann­ars Sam­herj­a­mál­ið, borg­ar­full­trú­inn og pen­inga­þvætt­ið, Klaust­ur­málið og sendi­herrakap­all­inn, Lands­rétt­ar­mál­ið, Glitn­is­skjölin og hags­muna­á­rekst­ur­inn, Lög­banns­mál­ið, akst­urs­greiðsl­urnar og dag­pen­ing­arn­ir, Panama­skjölin og ráð­herrar í skatta­skjól­um, Orka Energy og samn­ingar í Kína, hæfn­is­nefndin og Baldur Guð­laugs­son, Lands­bank­inn og Borgun og Leka­mál­ið.

Þetta er ekki tæm­andi upp­taln­ing á spill­ing­ar­málum und­an­far­inna ára. Ef eitt­hvað var fyr­ir­sjá­an­legt við rík­is­stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn þá eru það spill­ing­ar­mál. Alveg eins og það er fyr­ir­sjá­an­legt að samn­ings­vilji við starfs­stéttir hins opin­bera er lít­ill sem eng­inn.“

Auglýsing

Björn Leví spurði Katrínu hvort hægt væri að búast við öðru en því sem hefði verið fyr­ir­sjá­an­legt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. „Af hverju er svona eft­ir­sókn­ar­vert að fara í valda­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um?“ spurði hann.

„Ég horfi bara á þann árangur sem næst í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi“

Katrín svar­aði og mót­mælti því að engir kjara­samn­ingar næð­ust í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar. „Ég verð að byrja á því að leið­rétta hátt­virtan þing­mann. Það er búið að semja við um það bil 80 pró­sent rík­is­starfs­manna. Það er búið að ná fram mjög mik­il­vægum breyt­ingum sem meðal ann­ars var skrifað undir í gær­kvöldi af hálfu hjúkr­un­ar­fræð­inga sem snýst um að ger­breyta vakta­vinnu­fyr­ir­komu­lagi rík­is­ins sem varðar einmitt þær kvenna­stéttir sem þar starfa. Stærsta breyt­ingin sem hefur orðið á kjörum þess­ara hópa í ára­tugi. Var það fyr­ir­sjá­an­legt? Alveg örugg­lega ekki af hálfu hátt­virts þing­manns. Er það gott? Já, það er frá­bært. Og það mun breyta kjörum þeirra sem starfa á vöktum hjá hinu opin­bera og það er gott – og það er gott fyrir kvenna­stétt­ir,“ sagði hún.

Katrín fjall­aði jafn­framt um launa­mál þing­manna í svari sínu. „Já, rifjum það upp. Bíddu, það var þessi rík­is­stjórn sem lagði niður kjara­ráð. Það var nú eitt af því sem flokkur hátt­virts þing­manns var ein­hvern tím­ann á að þyrfti að ger­ast og að það væri mik­il­vægt að koma á nýju og gagn­sæju kerfi um launa­mál æðstu stjórn­enda hjá rík­inu. En nú er komin ein­hver önnur plata á. Hún er kannski ekki alveg fyr­ir­sjá­an­leg þegar ég hugsa um mál­flutn­ing hátt­virts þing­manns – fyrri mál­flutn­ing það er að segja.

Það sem við gerðum var að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi og einmitt koma á gagn­sæju fyr­ir­komu­lagi í anda þess sem ger­ist ann­ars staðar á Norð­ur­löndum til þess að tryggja það að umdeildir úrskurðir kjara­ráðs end­ur­taki sig ekki. Að vísu höfum við frestað þeirri hækkun sem átti að vera 1. júlí en var það fyr­ir­sjá­an­legt? Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað hátt­virtum þing­manni finnst fyr­ir­sjá­an­legt. Var það fyr­ir­sjá­an­legt að við værum í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi? Nei, það held ég ekki.“

Hún benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hún væri í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. „Ég horfi bara á þann árangur sem næst í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Tel ég okkur hafa náð árangri? Ég hef nefnt tvö dæmi hér. Ég er nokkuð viss um að hátt­virtur þing­maður hefði séð hvor­ugt þeirra fyr­ir.“

Spurði sömu spurn­ing­ar­innar aftur

Björn Leví kom í pontu í annað sinn og sagði að spurn­ing­unni hefði ekki verið svar­að. „Ég spyr hana aft­ur: Af hverju er svona eft­ir­sókn­ar­vert að fara í valda­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um?“

Katrín svar­aði og sagði að það að fara í rík­is­stjórn – sama með hverjum – sner­ist um það að ná árangri í þeim málum sem stjórn­mála­menn vildu fara í. „Ég legg mikið upp úr því að vera í stjórn­málum til að ná árangri í mik­il­vægum málum fyrir sam­fé­lagið og ég mæli minn árangur út frá því – hvaða árangur erum við að ná fyrir sam­fé­lag­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent