Víðir: Ekki eðlilegt að krefja ferðamenn um niðurstöður úr skimun

Ferðamönnum er ekki skylt að geyma niðurstöður úr landamæraskimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Kjarnann að það sé ekki eðlilegt að þeir séu krafðir um að framvísa niðurstöðunum á veitingahúsum eða annars staðar.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra segir ekki eðli­legt að ferða­menn séu beðnir að fram­vísa nið­ur­stöðum úr landamæra­skimun á veit­inga­húsum eða ann­ars stað­ar. Hafi slíkt verið gert velti hann því fyrir sér á hverju sú krafa sé byggð. Fólk fái nið­ur­stöðu úr skimun senda í smitrakn­ing­arapp­ið. „Það er eina stað­fest­ingin sem fólk getur feng­ið,“ segir Víð­ir. Ekki sé um að ræða opin­bert plagg á pappír og ferða­mönnum sé ekki skylt að geyma þessar upp­lýs­ingar til fram­vís­unar síð­ar.

Um helg­ina var greint frá því á íbúa­grúbbu á Face­book að starfs­fólk veit­inga­staðar á Suð­ur­nesjum hefði beðið ferða­menn sem þangað komu um að fram­vísa nið­ur­stöðum úr skim­un. Full­yrt var í færsl­unni að í ljós hafi komið að hana hefðu þeir ekki enn feng­ið. Eftir að fólk­inu var bent á að það ætti ekki að vera innan um annað fólk á þessum tíma­punkti var því vísað út en boðið vel­komið aftur þegar nið­ur­staðan lægi fyr­ir.

Víðir segir að til að byrja með hafi borið á því að fólk biði ekki á sínum gisti­stað eftir nið­ur­stöðu úr landamæra­skimun, eins og því beri þó að gera. „En við mátum það þannig að skila­boðin okkar væru ekki nógu skýr en nú höfum við bætt þar úr og ég held að þetta sé komið í betra stand.“

Auglýsing

Í sjón­varps­fréttum nýverið var við­tal við par sem var að skoða sig um við Geysi en hafði ekki enn fengið nið­ur­stöðu úr skim­un. Sagð­ist það gæta þess að koma ekki nálægt öðr­um.

Það er þó ekki í takt við skila­boð yfir­valda: „Farið var­lega þangað til nið­ur­stöður prófs­ins ber­ast,“ stendur í leið­bein­ingum land­læknis til þeirra sem hafa farið í skimun við landa­mæri. Nið­ur­stöður á Kefla­vík­ur­flug­velli eiga að liggja fyrir innan tólf klukku­stunda og innan sól­ar­hrings á öðrum áfanga­stöð­u­m. 

Svo stend­ur: „Haldið kyrru fyrir á heim­ili eða áfanga­stað og haldið ykkur í hæfi­legri fjar­lægð frá öðru fólki. Forð­ist snert­ingu eins og faðm­lög eða handa­bönd. Þvoið hendur reglu­lega og ekki nota almenn­ings­sam­göng­ur.“

Ferðamönnum sem hingað koma er gerð grein fyrir því hverju er ætlast til af þeim vegna skimunar fyrir COVID-19. Mynd: EPA

Einnig er bent á að þó að fólk mælist ekki með veiruna við komu sé engu að síður æski­legt að fara far­lega fyrstu fjórtán dag­ana því nið­ur­stöður prófs­ins séu ekki „al­veg óyggj­and­i“. Fái við­kom­andi hins vegar skila­boð um að hafa greinst með veiruna þurfi hann að „forð­ast allt sam­neyti við aðra og und­ir­gang­ast ein­angrun þar til frek­ari rann­sóknir hafa farið fram“.

Við slíkar aðstæður kemur til kasta COVID-­göngu­deildar Land­spít­ala sem boðar við­kom­andi í við­tal og blóð­sýna­töku, þ.e. mótefna­mæl­ingu. „Þar fæst nið­ur­staða um hvort þú ert smit­andi og þurfir áfram ein­angrun í 14 daga eða hvort þér sé frjálst að fara ferða þinna en áfram að sýna var­úð.“

Víðir bendir á að erlendir ferða­menn sem grein­ast með virkt smit við kom­una til lands­ins geti ekki snúið aftur til síns heima á meðan ein­angrun stend­ur. „Hafi ein­stak­lingur ekki tök á að dvelja í heima­húsi sætir hann ein­angrun í sótt­varna­húsi. Sótt­varna­hús eru rekin í Reykja­vík, Akur­eyri og á Egils­stöð­u­m.“

4.730 sýni hafa verið tekin við landa­mæri frá því að skimun við þau hófst þann 15. júní. Tíu hafa greinst með veiruna en í ein­hverjum til­fellum hefur mótefna­mæl­ing sýnt fram á „gam­alt smit“ og við­kom­andi því ekki tal­inn smit­andi.

Ferðamenn sem eru að bíða eftir niðurstöðu úr skimun eiga að halda kyrru fyrir á gististað þangað til.

Far­þegar sem setið hafa í nálægð við hina sýktu á leið­inni hingað hafa, meti smitrakn­ing­arteymið það svo, orðið að fara í sótt­kví. Að sögn Víðis á það fólk kost á að dvelja sér að kostn­að­ar­lausu í sótt­varna­húsi en það má einnig nýta sér aðra gisti­mögu­leika á eigin kostn­að, s.s. heima­hús, hót­el, sum­ar­hús o.s.frv. Víðir bendir á að fjöldi hót­ela bjóði upp á dvöl á meðan sótt­kví stendur og má finna upp­lýs­ingar um þau á heima­síðu Ferða­mála­stofu.

Þar verða þeir þó að fylgja leið­bein­ingum um sótt­kví sem eiga jafnt við um almenn­ing hér á landi sem og ferða­menn, að sögn Víð­is. Sam­kvæmt þeim má ein­stak­lingur í sótt­kví til dæmis ekki heim­sækja fjöl­farna ferða­manna­staði þótt að þeir séu undir beru lofti.

Sá sem þarf að fara í sótt­kví við kom­una til lands­ins hefur mögu­leika á því, sé hann ein­kenna­laus og ekki með veiruna, að snúa til síns heima innan tveggja sól­ar­hringa í stað þess að vera hér á landi í sótt­kví í fjórtán daga. Víðir segir þetta metið í hverju til­felli fyrir sig og að ákvörðun um veit­ingu slíkra und­an­tekn­inga sé sam­vinnu­verk­efni sótt­varna­læknis og smit­sjúk­dóma­lækna Land­spít­ala með aðkomu smitrakn­ing­arteym­is. Hann ítrekar að sótt­kví sé fjórtán dagar og nei­kvæð nið­ur­staða úr skimun geti ekki stytt þann tíma. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent