Víðir: Ekki eðlilegt að krefja ferðamenn um niðurstöður úr skimun

Ferðamönnum er ekki skylt að geyma niðurstöður úr landamæraskimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Kjarnann að það sé ekki eðlilegt að þeir séu krafðir um að framvísa niðurstöðunum á veitingahúsum eða annars staðar.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra segir ekki eðli­legt að ferða­menn séu beðnir að fram­vísa nið­ur­stöðum úr landamæra­skimun á veit­inga­húsum eða ann­ars stað­ar. Hafi slíkt verið gert velti hann því fyrir sér á hverju sú krafa sé byggð. Fólk fái nið­ur­stöðu úr skimun senda í smitrakn­ing­arapp­ið. „Það er eina stað­fest­ingin sem fólk getur feng­ið,“ segir Víð­ir. Ekki sé um að ræða opin­bert plagg á pappír og ferða­mönnum sé ekki skylt að geyma þessar upp­lýs­ingar til fram­vís­unar síð­ar.

Um helg­ina var greint frá því á íbúa­grúbbu á Face­book að starfs­fólk veit­inga­staðar á Suð­ur­nesjum hefði beðið ferða­menn sem þangað komu um að fram­vísa nið­ur­stöðum úr skim­un. Full­yrt var í færsl­unni að í ljós hafi komið að hana hefðu þeir ekki enn feng­ið. Eftir að fólk­inu var bent á að það ætti ekki að vera innan um annað fólk á þessum tíma­punkti var því vísað út en boðið vel­komið aftur þegar nið­ur­staðan lægi fyr­ir.

Víðir segir að til að byrja með hafi borið á því að fólk biði ekki á sínum gisti­stað eftir nið­ur­stöðu úr landamæra­skimun, eins og því beri þó að gera. „En við mátum það þannig að skila­boðin okkar væru ekki nógu skýr en nú höfum við bætt þar úr og ég held að þetta sé komið í betra stand.“

Auglýsing

Í sjón­varps­fréttum nýverið var við­tal við par sem var að skoða sig um við Geysi en hafði ekki enn fengið nið­ur­stöðu úr skim­un. Sagð­ist það gæta þess að koma ekki nálægt öðr­um.

Það er þó ekki í takt við skila­boð yfir­valda: „Farið var­lega þangað til nið­ur­stöður prófs­ins ber­ast,“ stendur í leið­bein­ingum land­læknis til þeirra sem hafa farið í skimun við landa­mæri. Nið­ur­stöður á Kefla­vík­ur­flug­velli eiga að liggja fyrir innan tólf klukku­stunda og innan sól­ar­hrings á öðrum áfanga­stöð­u­m. 

Svo stend­ur: „Haldið kyrru fyrir á heim­ili eða áfanga­stað og haldið ykkur í hæfi­legri fjar­lægð frá öðru fólki. Forð­ist snert­ingu eins og faðm­lög eða handa­bönd. Þvoið hendur reglu­lega og ekki nota almenn­ings­sam­göng­ur.“

Ferðamönnum sem hingað koma er gerð grein fyrir því hverju er ætlast til af þeim vegna skimunar fyrir COVID-19. Mynd: EPA

Einnig er bent á að þó að fólk mælist ekki með veiruna við komu sé engu að síður æski­legt að fara far­lega fyrstu fjórtán dag­ana því nið­ur­stöður prófs­ins séu ekki „al­veg óyggj­and­i“. Fái við­kom­andi hins vegar skila­boð um að hafa greinst með veiruna þurfi hann að „forð­ast allt sam­neyti við aðra og und­ir­gang­ast ein­angrun þar til frek­ari rann­sóknir hafa farið fram“.

Við slíkar aðstæður kemur til kasta COVID-­göngu­deildar Land­spít­ala sem boðar við­kom­andi í við­tal og blóð­sýna­töku, þ.e. mótefna­mæl­ingu. „Þar fæst nið­ur­staða um hvort þú ert smit­andi og þurfir áfram ein­angrun í 14 daga eða hvort þér sé frjálst að fara ferða þinna en áfram að sýna var­úð.“

Víðir bendir á að erlendir ferða­menn sem grein­ast með virkt smit við kom­una til lands­ins geti ekki snúið aftur til síns heima á meðan ein­angrun stend­ur. „Hafi ein­stak­lingur ekki tök á að dvelja í heima­húsi sætir hann ein­angrun í sótt­varna­húsi. Sótt­varna­hús eru rekin í Reykja­vík, Akur­eyri og á Egils­stöð­u­m.“

4.730 sýni hafa verið tekin við landa­mæri frá því að skimun við þau hófst þann 15. júní. Tíu hafa greinst með veiruna en í ein­hverjum til­fellum hefur mótefna­mæl­ing sýnt fram á „gam­alt smit“ og við­kom­andi því ekki tal­inn smit­andi.

Ferðamenn sem eru að bíða eftir niðurstöðu úr skimun eiga að halda kyrru fyrir á gististað þangað til.

Far­þegar sem setið hafa í nálægð við hina sýktu á leið­inni hingað hafa, meti smitrakn­ing­arteymið það svo, orðið að fara í sótt­kví. Að sögn Víðis á það fólk kost á að dvelja sér að kostn­að­ar­lausu í sótt­varna­húsi en það má einnig nýta sér aðra gisti­mögu­leika á eigin kostn­að, s.s. heima­hús, hót­el, sum­ar­hús o.s.frv. Víðir bendir á að fjöldi hót­ela bjóði upp á dvöl á meðan sótt­kví stendur og má finna upp­lýs­ingar um þau á heima­síðu Ferða­mála­stofu.

Þar verða þeir þó að fylgja leið­bein­ingum um sótt­kví sem eiga jafnt við um almenn­ing hér á landi sem og ferða­menn, að sögn Víð­is. Sam­kvæmt þeim má ein­stak­lingur í sótt­kví til dæmis ekki heim­sækja fjöl­farna ferða­manna­staði þótt að þeir séu undir beru lofti.

Sá sem þarf að fara í sótt­kví við kom­una til lands­ins hefur mögu­leika á því, sé hann ein­kenna­laus og ekki með veiruna, að snúa til síns heima innan tveggja sól­ar­hringa í stað þess að vera hér á landi í sótt­kví í fjórtán daga. Víðir segir þetta metið í hverju til­felli fyrir sig og að ákvörðun um veit­ingu slíkra und­an­tekn­inga sé sam­vinnu­verk­efni sótt­varna­læknis og smit­sjúk­dóma­lækna Land­spít­ala með aðkomu smitrakn­ing­arteym­is. Hann ítrekar að sótt­kví sé fjórtán dagar og nei­kvæð nið­ur­staða úr skimun geti ekki stytt þann tíma. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent