Einn formaður flokks tekur þátt í eldhúsdagsumræðum

Almennar stjórnmálaumræður fara fram á Alþingi í kvöld. Eini formaður stjórnmálaflokks sem tekur þátt í þeim er Inga Sæland, sem getur ekki annað þar sem flokkur hennar telur einungis tvo þingmenn. Einn ráðherra verður á meðal ræðumanna.

Þingmenn eldhús 2020
Auglýsing

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, verður eini for­maður stjórn­mála­flokks sem á full­trúa á Alþingi sem mun flytja ræðu þegar almennar stjórn­mála­um­ræð­ur, svo­kall­aðar eld­hús­dags­um­ræð­ur, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræð­urnar hefj­ast klukkan 19:30 og verða sendar beint út í útvarpi og sjón­varpi RÚV.

Umræð­urnar skipt­ast í þrjár umferð­ir. Hver þing­flokkur má velja ræðu­mann til að tala fyrst í átta mín­útur en hinir tveir síð­ari fá fimm mín­útur hver. 

Mið­flokk­ur­inn talar fyrst. Ræðu­menn hans í kvöld verða Gunnar Bragi Sveins­son, Sig­urður Páll Jóns­son og Karl Gauti Hjalta­son. 

Fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn tala vara­for­mað­ur­inn Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, Njáll Trausti Frið­berts­son og Vil­hjálmur Árna­son. Sam­fylk­ingin teflir fram Odd­nýju Harð­ar­dótt­ur, Ágústi Ólafi Ágústs­syni og Albertínu Frið­björgu Elí­as­dótt­ur. 

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir talar fyrst fyrir Vinstri græn. Á eftir henni koma Ari Trausti Guð­munds­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir. 

Auglýsing
Hjá Pírötum hafa Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, Hall­dóra Mog­en­sen og Helgi Hrafn Gunn­ars­son verið valin til að tala og fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn munu tala Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, Willum Þór Þórs­son og Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir. Píratar skera sig úr öðrum flokkum þar sem þau vinna eftir flötum strúktúr og eru ekki með neinn eig­in­legan for­mann. 

Hjá Við­reisn verða ræðu­menn Hanna Katrín Frið­riks­son, Jón Stein­dór Valdi­mars­son og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir. 

Eini flokk­ur­inn sem teflir fram for­manni sínum á meðal ræðu­manna er Flokkur fólks­ins. Hann á raunar ekki ann­arra kosta völ, vilji flokk­ur­inn taka þátt í umræð­un­um, enda þing­menn hans sem stendur ein­ungis tveir. Inga Sæland, for­maður flokks­ins, mun tala tví­vegis og á milli ræðna hennar tala hinn þing­mað­ur­inn, Guð­mundur Ingi Krist­ins­son. 

Andrés Ingi Jóns­son, sem sagði sig úr þing­flokki Vinstri grænna í lok nóv­em­ber í fyrra, og starfar utan þing­flokka, fær að tala einu sinni, í lok fyrstu umferð­ar. 

Á vef Alþingis kemur fram að í íslensku alfræði­orða­bók­inni sé sagt að heitið á eld­hús­dags­um­ræðum vísi til þess að á slíkum geri rík­is­stjórnin hreint fyrir sínum dyr­um. Ein­ungis einn ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar ætlar að tala í kvöld, Þór­dís Kol­brún. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent