Þeir sem eiga peningalegar eignir gætu þurft að borga brúsann fyrir COVID-19

Prófessor í hagfræði segir að æskilegt væri að gerð hafi verið áætlun um hvernig og hvenær hallarekstri ríkissjóðs verði snúið við og vextir hækkaðir í takt við vaxandi hagvöxt.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

„Eftir far­sótt­ina mun hag­vöxtur aukast og atvinnu­leysi minnka við lægri vexti en áður, meira pen­inga­magn í umferð og halla­rekstur rík­is­sjóðs sem skuldar meira en í upp­hafi far­sótt­ar­inn­ar. Afleið­ingin gæti orðið vax­andi verð­bólga á Vest­ur­löndum sem seðla­bankar gætu átt í erf­ið­leikum með að bregð­ast við. Verð­bólga myndi nú, eins og ára­tug­ina eftir síð­ari heims­styrj­öld í Banda­ríkj­un­um, lækka hlut­fall opin­berra skulda og VLF. Þeir sem skulda myndu hagn­ast svo lengi sem verð­bólgan kæmi ekki að fullu fram í hærri nafn­vöxtum og þeir sem eiga pen­inga­legar eignir borga brús­ann fyrir COVID-19.“

Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, í grein sem birt­ist í síð­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar, sem kom út í lok síð­ustu viku. 

Greinin ber fyr­ir­sögn­ina „COVID-19 og eft­ir­mál­in“. Þar segir Gylfi að ekki sé auð­velt að sjá út úr þeirri far­sótt sem nú herji á heims­byggð­ina og að fyllsta ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af næstu mán­uð­um, miklu atvinnu­leysi og gjald­þrotum fyr­ir­tækja. „En ein­hvern tíma, og kannski fyrr en margir óttast, mun far­sóttin taka enda og fólk geta ótta­laust sótt vinnu, keypt þjón­ustu og ferð­ast til ann­arra landa. Þá mun hið mikla fram­boðs­á­fall COVID-19 heyra sög­unni til og þjóðum heims­ins verða létt, bjart­sýni aftur ríkj­andi. En hvernig verður það hag­kerfi sem þá mun vaxa aftur eftir áföll lið­inna mán­aða?,“ spyr Gylfi í grein­inni.

Æski­legt að áætlun sé til staðar

Fyrir liggi að hag­vöxtur muni aukast að far­sótt lok­inni og atvinnu­lausi drag­ast sam­an. Það verði gert í lægra vaxtaum­hverfi en áður sem þó inni­heldur meira pen­inga­magn í umferð og rík­is­sjóð í halla­rekstri sem mun skulda meira en við upp­haf far­sótt­ar­inn­ar. Þetta gæti leitt til vax­andi verð­bólgu á Vest­ur­löndum með þeim afleið­ingum að þeir sem skulda hagnast, svo lengi sem að verð­bólgan kemur ekki að fullu fram í hærri nafn­vöxt­um, og þeir sem eiga pen­inga­legar eignir sitji þá uppi með að borga kostn­að­inn af COVID-19. 

Auglýsing
Gylfi segir að Ísland sé í betri stöðu til að takast á við eft­ir­leik­inn en flest stóru ríkin í heim­in­um. 

Skulda­staða hins opin­bera sé góð, alla­vega enn sem komið er, nafn­vextir jákvæðir og hag­kerfið hefur orðið fyrir minna höggi á fram­boðs­hlið – fólk getur mætt til vinnu og keypt sér þjón­ustu – vegna árang­urs­ríkra sótt­varna. „Lágir nafn­vextir og nei­kvæðir raun­vextir örva nú þegar inn­lenda eft­ir­spurn, erlendir ferða­menn munu aftur venja komur sínar hingað og halla­rekstur rík­is­sjóðs kynda enn meira undir inn­lendri eft­ir­spurn í kjöl­far far­sótt­ar­inn­ar. Við þessar aðstæð­ur, vax­andi atvinnu og mögu­lega óróa á vinnu­mark­aði er æski­legt að gerð hafi verið áætlun um hvernig og hvenær halla­rekstri rík­is­sjóðs verði snúið við og vextir hækk­aðir í takt við vax­andi hag­vöxt.“

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent