Þeir sem eiga peningalegar eignir gætu þurft að borga brúsann fyrir COVID-19

Prófessor í hagfræði segir að æskilegt væri að gerð hafi verið áætlun um hvernig og hvenær hallarekstri ríkissjóðs verði snúið við og vextir hækkaðir í takt við vaxandi hagvöxt.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

„Eftir far­sótt­ina mun hag­vöxtur aukast og atvinnu­leysi minnka við lægri vexti en áður, meira pen­inga­magn í umferð og halla­rekstur rík­is­sjóðs sem skuldar meira en í upp­hafi far­sótt­ar­inn­ar. Afleið­ingin gæti orðið vax­andi verð­bólga á Vest­ur­löndum sem seðla­bankar gætu átt í erf­ið­leikum með að bregð­ast við. Verð­bólga myndi nú, eins og ára­tug­ina eftir síð­ari heims­styrj­öld í Banda­ríkj­un­um, lækka hlut­fall opin­berra skulda og VLF. Þeir sem skulda myndu hagn­ast svo lengi sem verð­bólgan kæmi ekki að fullu fram í hærri nafn­vöxtum og þeir sem eiga pen­inga­legar eignir borga brús­ann fyrir COVID-19.“

Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, í grein sem birt­ist í síð­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar, sem kom út í lok síð­ustu viku. 

Greinin ber fyr­ir­sögn­ina „COVID-19 og eft­ir­mál­in“. Þar segir Gylfi að ekki sé auð­velt að sjá út úr þeirri far­sótt sem nú herji á heims­byggð­ina og að fyllsta ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af næstu mán­uð­um, miklu atvinnu­leysi og gjald­þrotum fyr­ir­tækja. „En ein­hvern tíma, og kannski fyrr en margir óttast, mun far­sóttin taka enda og fólk geta ótta­laust sótt vinnu, keypt þjón­ustu og ferð­ast til ann­arra landa. Þá mun hið mikla fram­boðs­á­fall COVID-19 heyra sög­unni til og þjóðum heims­ins verða létt, bjart­sýni aftur ríkj­andi. En hvernig verður það hag­kerfi sem þá mun vaxa aftur eftir áföll lið­inna mán­aða?,“ spyr Gylfi í grein­inni.

Æski­legt að áætlun sé til staðar

Fyrir liggi að hag­vöxtur muni aukast að far­sótt lok­inni og atvinnu­lausi drag­ast sam­an. Það verði gert í lægra vaxtaum­hverfi en áður sem þó inni­heldur meira pen­inga­magn í umferð og rík­is­sjóð í halla­rekstri sem mun skulda meira en við upp­haf far­sótt­ar­inn­ar. Þetta gæti leitt til vax­andi verð­bólgu á Vest­ur­löndum með þeim afleið­ingum að þeir sem skulda hagnast, svo lengi sem að verð­bólgan kemur ekki að fullu fram í hærri nafn­vöxt­um, og þeir sem eiga pen­inga­legar eignir sitji þá uppi með að borga kostn­að­inn af COVID-19. 

Auglýsing
Gylfi segir að Ísland sé í betri stöðu til að takast á við eft­ir­leik­inn en flest stóru ríkin í heim­in­um. 

Skulda­staða hins opin­bera sé góð, alla­vega enn sem komið er, nafn­vextir jákvæðir og hag­kerfið hefur orðið fyrir minna höggi á fram­boðs­hlið – fólk getur mætt til vinnu og keypt sér þjón­ustu – vegna árang­urs­ríkra sótt­varna. „Lágir nafn­vextir og nei­kvæðir raun­vextir örva nú þegar inn­lenda eft­ir­spurn, erlendir ferða­menn munu aftur venja komur sínar hingað og halla­rekstur rík­is­sjóðs kynda enn meira undir inn­lendri eft­ir­spurn í kjöl­far far­sótt­ar­inn­ar. Við þessar aðstæð­ur, vax­andi atvinnu og mögu­lega óróa á vinnu­mark­aði er æski­legt að gerð hafi verið áætlun um hvernig og hvenær halla­rekstri rík­is­sjóðs verði snúið við og vextir hækk­aðir í takt við vax­andi hag­vöxt.“

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent