Bílaleigubílum í umferð hefur fækkað um hátt í helming á milli ára

Stjórnendur tveggja af stærstu bílaleigum landsins gera ráð fyrir um 70 til 80 prósent samdrætti í útleigu í ár. Fjöldi bílaleigubíla sem ekki eru í umferð hefur rúmlega sjöfaldast á milli ára.

Ljóst er að færri ferðamenn munu aka um þjóðvegi landsins á bílaleigubílum í sumar.
Ljóst er að færri ferðamenn munu aka um þjóðvegi landsins á bílaleigubílum í sumar.
Auglýsing

Bíla­leigu­bílum í umferð hefur fækkað um 46 pró­sent á milli ára, í upp­hafi júní voru þeir alls 13.143 tals­ins en í upp­hafi júní í fyrra voru þeir 24.374 tals­ins. Þetta kemur fram í svari Sam­göngu­stofu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa bíla­leigur lands­ins þurft að grípa til ýmissa hag­ræð­ing­ar­að­gerða. Það liggur beint við að leig­urnar bregð­ist við minnk­andi eft­ir­spurn með því að losa sig við bíla sem ann­ars myndu standa óhreyfð­ir. Leig­urnar hafa því selt bíla í stórum stíl á síð­ustu mán­uð­um.Auglýsing

Fimm þús­und færri bílar í flot­anum í ár

Á síð­ustu tólf mán­uðum hafa bíla­leig­urnar selt tæp­lega fimm þús­und fleiri bíla heldur en þær hafa keypt. Þetta sést í tölum yfir bíla­leigu­bíla á skrá frá Sam­göngu­stofu. Í upp­hafi júní í fyrra voru alls 25.437 bíla­leigu­bílar á skrá en nú eru þeir 20.776. Floti bíla­leigu­bíla hefur því skroppið saman um tæp 20 pró­sent.En minnk­andi umsvif bíla­leiga sjást kannski best í fjölda bíla sem ekki eru í umferð en fjöldi þeirra hefur rúm­lega sjö­fald­ast á milli ára. Í júní í fyrra voru 1.063 bílar úr umferð en í ár er fjöldi þeirra alls 7.633. Þegar bílar eru teknir úr umferð er núm­era­plötum þeirra skilað inn og leig­urnar spara sér því kostnað í formi bif­reiða­gjalda og greiðslna til trygg­inga­fé­laga. Þannig minnka leig­urnar kostnað sem hlýst af óhreyfðum bíl­u­m. Gerir ráð fyrir 75 pró­senta sam­drætti

Bíla­leig­urnar hafa þurft að grípa til fleiri aðgerða til þess að halda sjó. „Við nátt­úr­lega nýttum okkur úrræði stjórn­valda, fyrst hluta­bóta­leið­ina og svo sögðum við upp fólki. Það er kannski það hel­sta,“ segir Hjálmar Pét­urs­son, for­stjóri ALP, um það hvernig fyr­ir­tækið tók á þeim skakka­föllum í rekstri sem fylgdu kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, en ALP á og rekur Avis og Budget bíla­leig­urn­ar.„Við erum nátt­úr­lega búin að skera niður í starfs­mönnum og fækka bílum eins og við get­um. Höfum skorið niður þann kostnað sem hægt er og þetta verður alveg hræði­legt ár sama hvernig sum­arið fer úr þessu. Það eru komnir þrír tekju­lausir mán­uðir með engum túrist­u­m,“ segir Hjálmar um horf­urnar en hann gerir ráð fyrir um 75 pró­senta sam­drætti í útleigu í ár.Tölu­verð fjölgun í lang­tíma­leigu Íslend­inga

Að hans sögn hafa Íslend­ingar ekki getað stoppað í gatið sem erlendu ferða­menn­irnir skildu eft­ir. „Við fórum strax í það að bjóða bíla á inn­an­lands­markað í lang­tíma­leigu og skemmri leigu og við höfum náð fínum árangri þar, Íslend­ingar tóku vel við því. En það er ekk­ert fyrir ferða­lög, heldur bara í sölu og lang­tíma­leig­u,“ segir Hjálmar sem telur að aukn­ingin í lang­tíma­leigu til Íslend­inga nemi um 50 pró­sentum á milli ára.Staðan er svipuð hjá Höldur sem rekur Bíla­leigu Akur­eyrar og Europc­ar. „Við höfum bæði verið að reyna að draga úr bíla­kaupum fyrir það fyrsta og auka bíla­sölu. Það er verk­efni númer eitt, tvö, og þrjú að minnka flot­ann og fækka bíl­um. Og svo eru alls konar önnur mál eins hjá öllum öðrum fyr­ir­tækj­um. Fryst­ing á afborg­unum og leng­ing lána og eitt­hvað slíkt, þetta hefð­bundna bara. Og við nýttum okkur hluta­bóta­leið­ina í apríl og maí en gerum það reyndar ekki leng­ur. Fækkað fólki og lækkað laun og allar þær aðgerðir sem ég held að flest ef ekki öll ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa verið nauð­beygð í,“ segir Stein­grímur Birg­is­son, for­stjóri Höld­urs, um aðgerðir fyr­ir­tæk­is­ins.Fagnar hverri bókun

Stein­grímur gerir ráð fyrir svip­uðum sam­drætti og Hjálm­ar. „Í okkar áætl­unum erum við að gera ráð fyrir 70 til 80 pró­sent. Þannig að ég held að það breyt­ist ekk­ert þó að það sé búið að opna landið og það séu ein­hverjar bók­anir að koma og allt það,“ segir Stein­grímur sem fagnar hverri bók­un. „Síðan er maður bara far­inn að horfa á 2021. Ég held að 2020 verði mjög slæmt ár fyrir alla sem eru í ferða­þjón­ustu. Það er jákvætt að fá ein­hverjar bók­anir inn núna og von­andi fer þetta hægt og rólega að tikka inn. Maður vonar bara að Íslend­ingar og þeir sem sækja okkur heim passi enn þá upp á sótt­varn­ar­mál. Maður er nátt­úr­lega skít­hræddur um að þetta blossi upp aft­ur,“ segir Stein­grímur að lok­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent