Núllstilling Pútíns

Í Rússlandi hefst í vikunni þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárbreytingar, sem meðal annars opna á að Pútín forseti gæti setið tvö kjörtímabil í viðbót, eða allt til ársins 2036. Hann sagði í viðtali í gær að hann útilokaði ekki að bjóða sig fram á ný.

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti. Hann segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta á ný árið 2024, geri stjórnarskrárbreytingar honum það kleift.
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti. Hann segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta á ný árið 2024, geri stjórnarskrárbreytingar honum það kleift.
Auglýsing

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti gefur nú sterk­lega í skyn að hann hygg­ist bjóða sig aftur fram sem for­seta, að því gefnu að stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem eru í burð­ar­liðnum í Rúss­landi verði sam­þykktar í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem lýkur 1. júlí. 

Stjórn­ar­skrár­breyt­ing­arnar myndu opna á þann mögu­leika að Pútín, sem verður í emb­ætti til árs­ins 2024, gæti gefið kost á sér á ný og jafn­vel setið á valda­stóli til árs­ins 2036. Þær fela nefni­lega meðal ann­ars í sér „núll­still­ingu“ á fjölda kjör­tíma­bila sem for­set­inn hefur set­ið.

Í við­tali sem Pútín veitti rúss­neskum rík­is­fjöl­miðli og sýnt var í gær sagði for­set­inn að hann hefði „ekki úti­lok­að“ að bjóða sig fram á ný, færi svo að kjós­endur sam­þykktu stjórn­ar­skrár­breyt­ing­arn­ar. Hann bætti því við að ef þær yrðu ekki sam­þykktar yrði senni­lega uppi fótur og fit í rúss­nesku stjórn­kerfi, þar sem allir á æðstu stöðum myndu fara að huga að því hver ætti að taka við af honum sem for­seti, í stað þess að geta ein­beitt sér að því að vinna Rúss­landi til heilla.

Auglýsing

„Við þurfum að láta verkin tala, en ekki leita að arf­tök­um,“ sagði Pútín í við­tal­inu, sem hefur vakið nokkra athygli, enda hefur Pútín til þessa talað með þeim hætti að hann hyggi ekki á að fram­lengja valda­tíð sína, þó mörgum hafi grunað að svo væri. Sjá má í mynd­skeið­inu hér að neðan hvað Steve Ros­en­berg, frétta­rit­ari BBC í Moskvu, fann á síðum rúss­neskra blaða um þessi ummæli Pútíns í dag.

Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­arnar hefst 25. júní og lýkur 1. júlí, sem áður seg­ir. Sam­kvæmt frétt Reuters er búist við því að breyt­ing­arnar verði sam­þykktar af almenn­ingi í atkvæða­greiðsl­unni.

Pútín er orð­inn 67 ára gam­all og tók við af Boris Jeltsín sem for­seti á gaml­árs­dag árið 1999. Síðan þá hefur hann verið alltum­lykj­andi í rúss­neskum stjórn­málum og flakkað á milli emb­ættis for­seta og for­sæt­is­ráð­herra.

Ein­ungis 59 pró­sent nú ánægð með Pútín

Hann hefur þó sjaldan notið jafn­lít­illar hylli á meðal almenn­ings og nú. Sam­kvæmt nýj­ustu skoð­ana­könnun óháða könn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Levada-mið­stöðv­ar­innar, sem fram­kvæmd var seint í maí, segj­ast 59 pró­sent Rússa sáttir með emb­ætt­is­færslur hans, en 34 pró­sent eru óánægðir með for­set­ann. 

Við­brögð rúss­neskra yfir­valda við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum hafa eflaust ein­hver áhrif þar á, en þau hafa þótt slæ­leg og margir Rússar upp­lifa nú fjár­hags­þreng­ing­ar, sem voru þó útbreiddar fyr­ir.

Oli­ver Car­roll, frétta­rit­ari breska blaðs­ins Independent í Moskvu, segir í umfjöllun sinni um málið að fáir trúi því að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­arnar muni fara heið­ar­lega fram. 

Hann bendir á að í síð­ustu viku hafi blaða­maður á útvarps­stöð­inni Dozhd flett ofan af svindli varð­andi raf­rænar kosn­ing­ar, sem fól í sér að eldri borg­arar í Moskvu voru skráðir til þess að kjósa raf­rænt án þeirrar vit­neskju, gegn greiðslu til þeirra sem skráðu þá.

Yfir­völd brugð­ust við þessu með því að senda lög­reglu­þjóna í heim­sókn á útvarps­stöð­ina síðla á mið­viku­dags­kvöld.

Stjórn­ar­and­stæð­ingar í Rúss­landi eru að sögn Car­roll ekki sam­mála um hvernig skuli mót­mæla stjórn­ar­skrár­breyt­ing­un­um, sem sagðar eru ólýð­ræð­is­leg­ar. Sumir vilja hunsa þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una alfarið en aðrir vilja hvetja fólk til þess að mæta á kjör­stað og mót­mæla með atkvæðum sín­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent