Stórum hópum og fjölskyldum með eldri börn finnst skimunargjaldið hátt

Í júní og júlí bjóða níu flugfélög ferðir milli Íslands og um 20 áfangastaða, aðallega í Evrópu. Icelandair segist finna fyrir miklum áhuga á ferðum til Íslands en að Íslendingar ætli frekar út í haust eða vetur.

Icelandair ætlar að fjölga áfangastöðum um næstu mánaðamót.
Icelandair ætlar að fjölga áfangastöðum um næstu mánaðamót.
Auglýsing

Icelandair finnur fyrir miklum áhuga á Íslandi á öllum sínum mörk­uðum eftir að skimun á landa­mær­unum hófst. Áhug­inn helst að miklu leyti í hendur við hvernig gengið hefur að takast á við COVID-19 í við­kom­andi landi. „Al­mennt sýna ferða­menn skimun­ar­ferl­inu skiln­ing og auð­velt að útskýra að það sé í sam­ræmi við aðgerðir Íslands í bar­átt­unni við COVID og að þetta skapi öryggi á ferða­lag­in­u,“ segir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir.  „Hins vegar finnum við að sér­stak­lega stærri hópum og fjöl­skyldum með eldri börn þykir þetta hátt gjald. Þá hefur þetta í ein­hverjum til­fellum leitt til afbók­ana á eldri bók­unum fyrir sum­arið og þess að hætt er við að bóka Íslands­heim­sókn.“

Skimun við landa­mæri Íslands hófst 15. júní og er far­þegum að kostn­að­ar­lausu. Þann 1. júlí þarf að greiða 15 þús­und krónur fyrir skimun­ina. Börn fædd árið 2005 eða síðar þurfa ekki að fara í sýna­töku.

Ásdís Ýr segir að þónokkuð sé um bók­anir bæði frá Þýska­landi og Dan­mörku en að þær séu færri frá Bret­landi og Frakk­landi. „Við finnum einnig fyrir áhuga í Banda­ríkj­unum og margir sem bíða eftir því að landa­mæri Banda­ríkj­anna og ytri landa­mæri Schengen verði opnuð fyrir ferða­mönn­um. Þetta er þó auð­vitað ekk­ert í lík­ingu við síð­ustu ár og ljóst að færri hyggja á ferða­lög, að minnsta kosti til skamms tíma.“

Auglýsing

Í kjöl­far COVID og lok­unar á landa­mærum víða um heim varð Icelandair að upp­færa flug­á­ætlun sína aðeins viku fram í tím­ann þar sem óvissan var mik­il. En í júní og einnig í júlí verður reynt að upp­færa áætl­un­ina tvær vikur fram í tím­ann að sögn Ásdís­ar. „Við erum þó stöðugt að end­ur­meta flug­á­ætl­un­ina enda hlut­irnir að breyt­ast hratt dag frá deg­i.“´

Íslend­ingar heim­sækja nágranna­ríkin

Milli 15 og 30. júní flýgur Icelandair til 11 áfanga­staða, um 5-6 brott­farir á dag. Þeir eru: Kaup­manna­höfn, Stokk­hólm­ur, Ósló, Berlín, Frank­furt, Munchen, Amster­dam, Zurich og Par­ís. Félagið heldur svo uppi lág­marks flug­sam­göngum til London og Boston í sam­starfi við íslenska ríkið en það eru tvö flug á viku á hvorn stað. „Við gerum ráð fyrir að bæta þónokkrum áfanga­stöðum við frá og með 1. júlí en það er háð því hvenær landa­mæri Banda­ríkj­anna og ytri landa­mæri Schengen verði opnuð fyrir ferða­menn,“ segir Ásdís Ýr.

Íslend­ingar eru farnir að bóka sér flug til útlanda en flestir lengra fram í tím­ann, í haust og vet­ur. „En það er hópur af fólki sem er til­bú­inn að ferð­ast strax í sumar og þá er það að mestu til nágranna­landa okk­ar, Norð­ur­land­anna og til Þýska­lands.“

Ásdís segir Icelandair bjart­sýnt á að ferða­lög haldi áfram að auk­ist hægt og örugg­lega á næstu miss­er­um. 

Á upp­lýs­inga­síðu ISA­VIA má finna yfir­lit yfir alla áfanga­staði og flug­fé­lög sem fljúga til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli í júní og júlí. Á þeim lista er nú að finna níu flug­fé­lög, að Icelandair með­töldu.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent