Stórum hópum og fjölskyldum með eldri börn finnst skimunargjaldið hátt

Í júní og júlí bjóða níu flugfélög ferðir milli Íslands og um 20 áfangastaða, aðallega í Evrópu. Icelandair segist finna fyrir miklum áhuga á ferðum til Íslands en að Íslendingar ætli frekar út í haust eða vetur.

Icelandair ætlar að fjölga áfangastöðum um næstu mánaðamót.
Icelandair ætlar að fjölga áfangastöðum um næstu mánaðamót.
Auglýsing

Icelandair finnur fyrir miklum áhuga á Íslandi á öllum sínum mörk­uðum eftir að skimun á landa­mær­unum hófst. Áhug­inn helst að miklu leyti í hendur við hvernig gengið hefur að takast á við COVID-19 í við­kom­andi landi. „Al­mennt sýna ferða­menn skimun­ar­ferl­inu skiln­ing og auð­velt að útskýra að það sé í sam­ræmi við aðgerðir Íslands í bar­átt­unni við COVID og að þetta skapi öryggi á ferða­lag­in­u,“ segir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir.  „Hins vegar finnum við að sér­stak­lega stærri hópum og fjöl­skyldum með eldri börn þykir þetta hátt gjald. Þá hefur þetta í ein­hverjum til­fellum leitt til afbók­ana á eldri bók­unum fyrir sum­arið og þess að hætt er við að bóka Íslands­heim­sókn.“

Skimun við landa­mæri Íslands hófst 15. júní og er far­þegum að kostn­að­ar­lausu. Þann 1. júlí þarf að greiða 15 þús­und krónur fyrir skimun­ina. Börn fædd árið 2005 eða síðar þurfa ekki að fara í sýna­töku.

Ásdís Ýr segir að þónokkuð sé um bók­anir bæði frá Þýska­landi og Dan­mörku en að þær séu færri frá Bret­landi og Frakk­landi. „Við finnum einnig fyrir áhuga í Banda­ríkj­unum og margir sem bíða eftir því að landa­mæri Banda­ríkj­anna og ytri landa­mæri Schengen verði opnuð fyrir ferða­mönn­um. Þetta er þó auð­vitað ekk­ert í lík­ingu við síð­ustu ár og ljóst að færri hyggja á ferða­lög, að minnsta kosti til skamms tíma.“

Auglýsing

Í kjöl­far COVID og lok­unar á landa­mærum víða um heim varð Icelandair að upp­færa flug­á­ætlun sína aðeins viku fram í tím­ann þar sem óvissan var mik­il. En í júní og einnig í júlí verður reynt að upp­færa áætl­un­ina tvær vikur fram í tím­ann að sögn Ásdís­ar. „Við erum þó stöðugt að end­ur­meta flug­á­ætl­un­ina enda hlut­irnir að breyt­ast hratt dag frá deg­i.“´

Íslend­ingar heim­sækja nágranna­ríkin

Milli 15 og 30. júní flýgur Icelandair til 11 áfanga­staða, um 5-6 brott­farir á dag. Þeir eru: Kaup­manna­höfn, Stokk­hólm­ur, Ósló, Berlín, Frank­furt, Munchen, Amster­dam, Zurich og Par­ís. Félagið heldur svo uppi lág­marks flug­sam­göngum til London og Boston í sam­starfi við íslenska ríkið en það eru tvö flug á viku á hvorn stað. „Við gerum ráð fyrir að bæta þónokkrum áfanga­stöðum við frá og með 1. júlí en það er háð því hvenær landa­mæri Banda­ríkj­anna og ytri landa­mæri Schengen verði opnuð fyrir ferða­menn,“ segir Ásdís Ýr.

Íslend­ingar eru farnir að bóka sér flug til útlanda en flestir lengra fram í tím­ann, í haust og vet­ur. „En það er hópur af fólki sem er til­bú­inn að ferð­ast strax í sumar og þá er það að mestu til nágranna­landa okk­ar, Norð­ur­land­anna og til Þýska­lands.“

Ásdís segir Icelandair bjart­sýnt á að ferða­lög haldi áfram að auk­ist hægt og örugg­lega á næstu miss­er­um. 

Á upp­lýs­inga­síðu ISA­VIA má finna yfir­lit yfir alla áfanga­staði og flug­fé­lög sem fljúga til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli í júní og júlí. Á þeim lista er nú að finna níu flug­fé­lög, að Icelandair með­töldu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent