Stórum hópum og fjölskyldum með eldri börn finnst skimunargjaldið hátt

Í júní og júlí bjóða níu flugfélög ferðir milli Íslands og um 20 áfangastaða, aðallega í Evrópu. Icelandair segist finna fyrir miklum áhuga á ferðum til Íslands en að Íslendingar ætli frekar út í haust eða vetur.

Icelandair ætlar að fjölga áfangastöðum um næstu mánaðamót.
Icelandair ætlar að fjölga áfangastöðum um næstu mánaðamót.
Auglýsing

Icelandair finnur fyrir miklum áhuga á Íslandi á öllum sínum mörk­uðum eftir að skimun á landa­mær­unum hófst. Áhug­inn helst að miklu leyti í hendur við hvernig gengið hefur að takast á við COVID-19 í við­kom­andi landi. „Al­mennt sýna ferða­menn skimun­ar­ferl­inu skiln­ing og auð­velt að útskýra að það sé í sam­ræmi við aðgerðir Íslands í bar­átt­unni við COVID og að þetta skapi öryggi á ferða­lag­in­u,“ segir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir.  „Hins vegar finnum við að sér­stak­lega stærri hópum og fjöl­skyldum með eldri börn þykir þetta hátt gjald. Þá hefur þetta í ein­hverjum til­fellum leitt til afbók­ana á eldri bók­unum fyrir sum­arið og þess að hætt er við að bóka Íslands­heim­sókn.“

Skimun við landa­mæri Íslands hófst 15. júní og er far­þegum að kostn­að­ar­lausu. Þann 1. júlí þarf að greiða 15 þús­und krónur fyrir skimun­ina. Börn fædd árið 2005 eða síðar þurfa ekki að fara í sýna­töku.

Ásdís Ýr segir að þónokkuð sé um bók­anir bæði frá Þýska­landi og Dan­mörku en að þær séu færri frá Bret­landi og Frakk­landi. „Við finnum einnig fyrir áhuga í Banda­ríkj­unum og margir sem bíða eftir því að landa­mæri Banda­ríkj­anna og ytri landa­mæri Schengen verði opnuð fyrir ferða­mönn­um. Þetta er þó auð­vitað ekk­ert í lík­ingu við síð­ustu ár og ljóst að færri hyggja á ferða­lög, að minnsta kosti til skamms tíma.“

Auglýsing

Í kjöl­far COVID og lok­unar á landa­mærum víða um heim varð Icelandair að upp­færa flug­á­ætlun sína aðeins viku fram í tím­ann þar sem óvissan var mik­il. En í júní og einnig í júlí verður reynt að upp­færa áætl­un­ina tvær vikur fram í tím­ann að sögn Ásdís­ar. „Við erum þó stöðugt að end­ur­meta flug­á­ætl­un­ina enda hlut­irnir að breyt­ast hratt dag frá deg­i.“´

Íslend­ingar heim­sækja nágranna­ríkin

Milli 15 og 30. júní flýgur Icelandair til 11 áfanga­staða, um 5-6 brott­farir á dag. Þeir eru: Kaup­manna­höfn, Stokk­hólm­ur, Ósló, Berlín, Frank­furt, Munchen, Amster­dam, Zurich og Par­ís. Félagið heldur svo uppi lág­marks flug­sam­göngum til London og Boston í sam­starfi við íslenska ríkið en það eru tvö flug á viku á hvorn stað. „Við gerum ráð fyrir að bæta þónokkrum áfanga­stöðum við frá og með 1. júlí en það er háð því hvenær landa­mæri Banda­ríkj­anna og ytri landa­mæri Schengen verði opnuð fyrir ferða­menn,“ segir Ásdís Ýr.

Íslend­ingar eru farnir að bóka sér flug til útlanda en flestir lengra fram í tím­ann, í haust og vet­ur. „En það er hópur af fólki sem er til­bú­inn að ferð­ast strax í sumar og þá er það að mestu til nágranna­landa okk­ar, Norð­ur­land­anna og til Þýska­lands.“

Ásdís segir Icelandair bjart­sýnt á að ferða­lög haldi áfram að auk­ist hægt og örugg­lega á næstu miss­er­um. 

Á upp­lýs­inga­síðu ISA­VIA má finna yfir­lit yfir alla áfanga­staði og flug­fé­lög sem fljúga til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli í júní og júlí. Á þeim lista er nú að finna níu flug­fé­lög, að Icelandair með­töldu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal
Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent