Samgönguáætlanir voru til umræðu í 43 klukkustundir

Umræðu um samgönguáætlanir Alþingis til fimm og tíu ára lauk í hádeginu, er þingmenn Miðflokksins héldu fjórar ræður. Alls var rætt um samgönguáætlunirnar í 43 klst. í annarri umræðu. Samgöngumál eru áfram á dagskrá þingsins.

Allir níu þingmenn Miðflokksins hafa rætt mikið um samgönguáætlanir Alþingis undanfarna daga. Á myndina vantar Bergþór Ólason.
Allir níu þingmenn Miðflokksins hafa rætt mikið um samgönguáætlanir Alþingis undanfarna daga. Á myndina vantar Bergþór Ólason.
Auglýsing

Þingmenn Miðflokksins hættu að ræða um samgönguáætlanir Alþingis í hádeginu í dag, eftir að hafa dögum saman haldið uppi umræðum, aðallega sín á milli, um ókosti Borgarlínu og aðra þætti í samgönguáætlununum sem flokkurinn er ekki ánægður með.

„Enn er margt órætt í þessu máli, en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í upphafi ræðu sinnar í dag.

Síðan stigu þeir Karl Gauti Hjaltason, Birgir Þórarinsson og Bergþór Ólason í pontu og fluttu ræður þar sem þeir fundu borgarlínuverkefninu allt til foráttu, eins og þeir og aðrir þingmenn flokksins hafa gert í ræðum sínum frá því í síðustu viku. 

Auglýsing

Alls hafa málin tvö, þingsályktunartillögur um fimm og tíu ára samgönguáætlanir Alþingis verið rædd í um það bil 43 klukkustundir í annarri umræðu á Alþingi, en atkvæðagreiðslum um málin var frestað.

Borgarlína áfram til umræðu

Samgöngumálin víkja þó ekki af dagskrá þingsins, því skömmu fyrir kl. 13 hófust umræður um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um heimild til þess að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem yrði í sameign ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. 

Óljóst er hvernig umræðu um það mál mun vinda fram, en ljóst er að þingmenn Miðflokksins munu ekki láta sig vanta í umræðuna, sem snýst í grunninn um Borgarlínu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent